Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 8
8 Þriðiudaeur 27. sentemhpr 1S77 VISIR Nauðungaruppboð sein auglýst var i 35., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaös 1977 á hluta i Kóngsbakka 4, þingl. eign Páls Karlssonar fer fram eftir kraiu Gjaldheimtunnar i Keykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 29. september 1977 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavlk Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 37. og 39. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta i Möðrufelli 15, þingl. eign Arvid Hansen, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 29. september 1977 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík Reynimelur — 2ja herb. íbúð Til sölu 2ja herbergja ibúð i nýlegu þrí- býlishúsi. Sérinngangur. Sérhiti. Uppl. i simi 26264 og eftir kl. 6 i sima 20178. Tilboð óskast i þennan plastbát, sem er 2 1/2 tonn. Báturinn er með Marna bensinmótor, dýptarmæli og raflýstur. Til sýnis i Njarð- víkum. Uppl. i sima 92-1520. Tilboð óskast i þennan bát, sem er 3,8 tonn. Sími 51495. Alþýðublaðið — Starfskraftur Alþýðublaðið óskar eftir duglegum starfs- krafti á auglýsingadeild blaðsins. Má vera fullorðinn • Uppl. i slma 81866. Fjölbreyttari matur tryggir betri heilsu Iþættinum ,,A Vogarskálum” er ekki ætlunin að fjalla ein- göngu um offitu, hreyfingu og leiðir til að ná kjörþyngd, heldur einnig um hollar lifsvenjur al- mennt þar á meðal um fjöl- breytni i fæðuvali. En hvers vegna fjölbreytt fæði? Er þetta eitthvert lykil- orð, sem visindamenn tönnlast á til þess að vera spekingslegir? Ástæðan fyrir þeirri áherslu, sem er lögö á þetta atriði er að við þurfum að fá fjöldamörg næringarefni úr þeim mat, sem við borðum ef okkur á að liða vel. Ein fæðutegund getur þann- ig verið ágæt uppspretta fyrir tiltekið næringarefni, en afleit fyrir annað. Eina leiðin til þess að tryggja að þörfum okkar fyr- iröll næringarefni sé fullnægt er að borða fjölbreyttan mat, þ.e. að borða úr öllum fæðuflokkun- um. Hvað eru næringar- efni? Næringarefni skiptast i þrjá flokka: orkuefni, lifsnauðsynleg næringarefni og trefjaefni. Orkuefnin eru eldsneyti likam- ans og eru fjögur talsins: kol- vetni, hvita, fita og vinandi. Taflan hér á eftir sýnir hve margar hitaeiningar (HE) við fáum úr hverju grammi af hverju fyrir sig. Hitaeiningagildi orku- efnanna Hvita 4HE/gramm Kolvetni 4 HE/gramm Fita 9HE/gramm Vinandi 7 HE/gramm 1 fæði Islendinga koma að jafnaði 40-45% hitaeininganna úr kolvetnum (15-20% úr sykri), um 15% úr hvitu, um 40% úr fitu og um 3% úr vinanda. Hvitan er sérstök að þvi leyti að hún nýtist ekki aðeins til orku heldur er hún einnig nauðsynlegt nær- ingarefni. Nauðsynleg næringarefni fyr- ir utan hvitu eru talin 35-40 tals- ins, þar af um 15 vitamin og af- gangurinn steinefni. Þörf okkar fyrir þessi efni er ákaflega mis- jöfn. Þannig þurfum við um 10-18 milligrömm af járni á dag i matnum, en yfirleitt ekki meira en tiu þúsundustu hluta úr milligrammi af D-vitamini svo dæmi sé nefnt. Þrátt fyrir þennan mismun getum við án hvorugs verið. Trefjaefnin hafa sérstöðu vegna þess að þau voru eitt sinn álitin ónauðsynleg og voru ýms- ar aðferðir notaðar til þess að fjarlægja þau úr matnum. Rannsóknir siðustu ára benda hins vegar til þess að þau gegni mikilvægu hlutverki við að / , Jón Ottar Ragnarsson skrifar og segir að eina leiðin til að tryggja að þörfum okkar fyrir öll nœringarefni sé fullnœgt sé að borða mat úr öllum fœðuflookunum. v------------y * llelstu uppsprettur næringar- og Vítamin A og D B1 B2 B6 B12 C Steinefni Kalk Járn Trefjaefni halda meltingarfærum okkar i góðu lagi og að hlutur þeirra i fæðunni megi ekki vera of naumur. Hvaðan koma næringarefnin? Orkuefni finnast einkum i sæt- um og feitum mat. Með breytt- um lifnaðarháttum þar sem vél- ar vinna i auknum mæli erfiðis- verkin eru margir, sem brenna allt að helmingi minni orku (2000 HE/dag) en forfeöur þeirra. En þótt orkuþörin hafi þannig minnkað hefur þörfin fyrir nauðsynleg næringar- og trefjaefni ekki minnkað að sama skapi. Við þurfum þvi að draga úr neyslu á hreinum orkugjöfum og leggja þess i stað aukna áherslu á fæðutegundir, sem eru bætiefnaauðugar. En hvaða fæðutegundir eru bætiefnaauðugar? Hvituneysla ísiendinga er meö mesta móti, svo vel ætti að vera séð fyrir þeim þætti. öðru máli kann að gegna um ýmis vitamin, stein- og trefjaefni. Taflan hér fyrir neðan sýnir úr hvaða fæðuteg- undum Islendingar fá helst ým- is efni úr þessum flokki. Taflan sýnir einnig að hver fæðuflokk- ur gegnir ákveðnu ákveðnu hlutverki við að sjá okkur fyrir nauðsynlegum næringarefnum. Með þvi að auka hóflega neyslu á grófu korni og grænmeti i samræmi við framboð og fjár- hag ætti að vera sæmilega séð fyrir þörfum okkar fyrir nauð- synleg snefilefni og trefjaefni. Með þvi að skoða þennan lista ætti einnig að vera ljóst hvers vegna það hlýtur að vera óæski- legtað lifa vikum eða mánuðum saman á einhæfu megrunarfæði eða fábreyttu fæði af öðru tagi. Nánar verður fjallað um þetta efni i' sjónvarpsþættinum i kvöld sem hefst kl. 20.30. trefjaefna Fituflokkur ( smjör, smjörliki lýsi) Kornflokkur Mjólkurflokkur Garðávaxtaflokkur Kjötflokkur Garðávaxtaflokkur Mjólkurflokkur Kjöt/ kornflokkur Korn/ garðávaxtaflokkur Til þess að við fáum öll nauðsynleg næringarefni, þurfum við að auka neyslu á grænmeti i samræmi við framboð og fjárhag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.