Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 7
VISIRÞr>öjudagur 27. september 1977 7 Ingvi og GuObjörg láta UOa úr sér yfir kaffibolla meö dótturdóttur sinni, enda sögöu þau aö þaö væridagsverk aö skoöa iönkynninguna ef vel ætti aö vera. Visismynd: EGE Athyglisvert að sjá fjöl- breytni íslensks iðnaðar" Meöai þeirra þúsunda sem lagt hafa leið sina á iönkynninguna i Laugardalshöll undanfarna daga, eru hjónin Ingvi Þorgeirsson og Guöbjörg Böövarsdóttir, en Visismenn hittu þau þar sem þau sátu yfir kaffibolla ásamt dótturdóttur sinni, Ragnhiidi Björgu Þor- steinsdóttur. „Þessi sýning er ágæt, eða það sem ég hef séð af henni”, sagði Ingvi. Hann kvaðst hafa séð ýmislegt þarna sem kæmi sér á óvart að væri islenskt, og hann hefði hingaö til talið að væri nauðsynlegt aö sækja út fyrir landsteinana. Sérstaklega minntist hann á lofthreinsitæki, sem notuð væru á vinnustað hans, þau væru innflutt, en nú hefði hann séð að Stjörnustál framleiddi samskonar tæki. Þau hjónin kváðust hafa kom- ið af forvitni á þessa iðn- kynningu, en ekki vegna þess að þau væru að leita að neinu sér- stöku. „En þetta er i rauninni dagsverk að sjá þetta allt og skoöa það vel”, sagði Guöbjörg. Hún kvaðst hafa dáöst að fataiðnaðinum og væri þess full- viss að hann stæði erlendum iðnaði fyllilega á sporði. Að lokum kváðust þau hjónin vera ánægð með þessa iön- kynningu, en sögðust ekki vita hvort hér væri meira aö sjá en á sýningunni Heimilið ’77, þvi að þau fóru ekki þangaö. Með það kvöddum við þau hjónin, enda ætlaði dótturdóttir- in ekki að missa af bingóinu, sem átti að fara að byrja hjá Svavari Gests. —AH Tískusyningar tvisvar Margar glæsilegar flfkur eru sýndar á tfskusýningum þeim sem fara fram tvisvar á dag á iönkynningunni I Laugardals- höll, eins ogþessi mynd bermeö sér. Ljósmynd: EGE á dag Tiskusýningar eru haldnar tvisvar á dag á iðnkynningunni i Laug- ardalshöll sem nú stendur yfir. Er þar eingöngu sýndur is- lenskur fatnaður, og hafa þær flíkur sem þama eru sýndar, ekki verið sýndar áður. Fjöldi fólks sýnir fötin, og hafa margir sýningargestir haft á oröi að þetta sé einhver besta tiskusýning sem sést hefur hér- lendis. Bæði er að fötin eru vönduð og falleg og svo ekki slö- ur að sýningarfólkið kann sitt fag og hefur greinilega fengið góða tilsögn f þvi sem það á að gera, þótt flogið hafi fyrirað æf- ingatimi hafi verið af skornum skammti. Það er fólk úr Módel- samtökunum og Karon sem sýnir fötin, börn, konur og karl- ar. —AH Forráöamenn Sportvers sýna blaöamanni sýningarbás fyrirtækisins, en hjá Sportveri vinna um 80 manns. Ljósmynd: EGE Elsa Hefur opnað hárgreiðslustofu að Háteigsvegi 20. Opið alla virka daga og laugardaga til kl. 16. Hargreiðslustofa Elsu Háteigsvegi 20 sími 29630 Myndiöjan Astþór er eitt þeirra mörgu fyrirtækja sem er meö sýn- ingarbás I Laugardalshöll, og lögöu margir leiö sfna þangaö til aö sjá myndir sem þar voru til sýnis, vafalaust til aö athuga hvort þeir þekktu nokkurn þar! íslenskir karlmenn ganga frekar í innlendum fötum en konurnar, — segir Björn í Sportveri Eitt þeirra hundrað og fimmtíu reykvísku iðnfyrir- tækja sem sýna framleiðslu sína og þjónustu á iðnkynn- ingunni í Laugardalshöll er fyrirtækið Sportver. Er við Visismenn áttum leið þar framhjá, var þar staddur for- stjóri fyrirtækisins, Björn Guð- mundsson og einnig Guðmundur Ólafsson, sölustjóri. Björn sagði að fyrirtækiö væri nú með um 80 manns i vinnu, en það rekur tvær verksmiðjur og þrjár verslanir i Reykjavík. 1 verksmiðjunum eru annarsvegar framleidd Kóróna-föt, og í hinni eru framleidd Adamson-föt. Þá framleiðir Sportver einnig Lee Cooper gallafatnaö, en það er gert eftir bandarisku einkaleyfi. Verslanirnar sem Sportver rek- ur eru Adam, Herrahúsið og Herrabúðin, og á næstunni verður sú fjórða opnuð i stóru og miklu húsnæði i Bankastræti 7 i Reykja- vik. Þeir Björn og Guðmundur voru sammála um að islenskir karl- menn gengju nú nær eingöngu I islenskum fatnaði, eöa allt að 95%. Þessi iðnaður virtist standa sig vel i landinu yfirleitt, og það væri athyglisvert að þegar ráða- menn þjóðarinnar minntust iðnaðarins i skálaræðum, væri þess mjög oft getið hve islensk föt væru góð. Ráðamenn væru lika sjálfir farnir að klæðast islensk- um fötum, enda færu þessi orð illa i munni að öðrum kosti! Aðra sögu kvað Björn vera að segja um kvenfatnað. Islenskar konur ganga mun meira i erlend- um fötum en karlmenn. Skýringin væri sjálfsagt sú, að konur vildu ekki vera i samskonar fötum og aðrar, og svo væri tiskan mun kröfuharðari og örari að breytast en hjá karlmönnum. —AH Kenna börnunum að haga sér á nýju götunum Grunnskóli Ilvammstanga var settur fyrir nokkrum dög- um. Skólinn hóf starfsemi sfna aöþessu sinni meö svokallaöri vettvangsviku. Nýlega hafa verið malbik- aðar tvær götur f bænum, og til að kenna börnunum að um- gangast þessi nýju fyrirbæri - sléttar og nýjar götur — fóru skólastjóri, lögregluþjónn staðarins og sumt af kennara- liðinu með þau niður á þessar götur og kenndu þeim um- ferðarreglur og hvernig ber að haga sér á slikum götum, þar sem enn eru ekki komnar gangstéttir. ESJ/SHÞ. Hvam mstanga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.