Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 11
VÍSIR Þriðjudagur 27. september 1977 Rœtt við Martin Hunger Friðriksson við upphaf 18. starfsárs Söngsveitar Fílharmóníu: Fyllilega sambœrilegur við erlenda kóra ,,Þaö er mér slfellt undrunar- efni, að það skuli vera hægt að flytja stór kórverk hér á þessu litla landi,” sagöi Martin Hunger Friðriksson i samtali viö Vfsi. Martin Hunger tók við stjórn Söngsveitarinnar Filharmóniu i fyrrahaust og er þetta þvi annar veturinn sem hann starfar með kórnum. Sagði hann að fyrri stjórnendurkórsins heföu skilað sinu verki með slikum ágætum, að kórinn væri nú fyllilega sam- bærilegur við erlenda kóra. I vetur mun Söngsveitin Filharmónia halda tvo tónleika ásamt Sinfóniuhljóms veit íslands. Fyrri tónleikarnir verða 3. nóvember n.k., en þeir siðari, sem jafnframt eru aðal- tónleikar vetrarins, verða flutt- ir 27. april i vor. A siðari tónleikunum verður meðal annars frumflutt tónverkið „Greniskógurinn” eftir Sigursvein D. Kristinsson. Sigursveinn samdi þetta verk árið 1974 fyrir hljómsveit, baryton og kór við texta sam- nefnds kvæðis Stephans G. Stephanssonar. ,,Það er okkur sérstakt ánægjuefni að geta flutt islenskt verk að hér skuii vera til menn sem geta skrifað svona stórbrot- in verk,” sagði Martin Hunger. „Þetta verk Sigursveins er mjög islenskt og minnir á Nokkrir forsvarsmenn Filharmóniukórsins. Talið f.v. eru Kristjan lngi Kinarsson, Guðmundur órn Ragnarsson, Marteinn Hunger Friðriksson og Ragnar Arnason. rimnalög og að vissu leyti islensk tvisöngslög.” Sigurstemning Tvö önnur verk verða flutt á þessum tónleikum, en þau eru Te Deum eftir Zoltán Kodály og 'Sigurljóð (Triumphlied) éítir Jóhannes Brahms. Martin Hunger sagði að bæði þessi tónverk væru mjög glæsi- leg. Te Deum væri eitt stærsta verk ungverskra tónskálda og þó það sé samið á okkar öld, sé það mjög aðgengilegt. Kodály tengir þjóðleg lög hinum stóru sinfónisku verkum sinum og þvi heyrist strax laglina, þótt verk- ið sé nútimalegt. Verkiö var samið i tilefni af þviað 250árvoru um sama leyti liöin f rá þvi að Buda var frelsuð frá Tyrkjum. Þess vegna er sigurstemning rikjandi gegnum allt verkið. Sigurljoð er óvenjulega marg- raddaö verk. t þvi eru 8 söng- raddir i stað þess að venjulega eru raddirnar aöeins fjórar. Þetta verk var mjög vinsælt á timum Brahms, en af einhverj- um ástæöum hefur það li'tið heyrst undanfarin ár. Kórfantasia A tónleikunum 3. nóvember verður „Kórfantasia” Ludwigs van Beethovens flutt undir stjórn.Páls P. Pálssonar, en Martin Hunger mun æfa verkiö. Það var samið 1808og var frum- flutt i Vinarborg sama ár. Verk- ið likist einum kafla úr pianókonsert og er kórsöngur i lokin. Þvi er hlutverk kórsins fremur litið, en skemmtilegt. Auk kórsins koma fram sex ein- söngvarar og hljómsveit. 011 þessi verk eru nú flutthér á landi i fyrsta skipti. Martin Hunger sagði að Filharmónlu- kórinn væri mjög vel skipaður núna og sagðisthann binda góð- ar vonir við vetrarstarfið ílNSTíFNU- AKSTUFt VINDA Vikan sem leið einkenndist af miklum einstefnuakstri vinda frá Evrópu, hlýindum og sólar- leysi, en úrkomu i meðallagi. Dagbókin er að þessu leyti til- breytingarlaus, nema hvað at- burðir liðandi stundar settu sinn blæa á veðráttu hvers dags, eins og venjan er, jafnvel þó að við veitum þvi ekki alltaf i eftirtekt sem skyldi. Hvað kostar loðnuvertíð- in mörg líf? Sunnudagur 18. september. Við hefjum vikuferð okkar strax aðfaranótt sunnudagsins austur á Hellisheiði. Þar er þokan i suðaustanáttinni sótsvartari en flestir muna. Nitján bilar lenda i árekstrum þess vegna, þar af sjö i einni bendunni. Þegar loftið tók land nálægt Eyrarbakka, var skyggnið svo sem nógu slæmt. En við það að stiga 300 metra upp fyrir Kamba, kólnar loftið um tvö stig og enn meiri vatnsgufa þéttist i dropa. Eðlis- lögmálin láta ekki að sér hæða. Á Vestfjarðamiðum sveigir vindurinn til sunnan og suð- vestanáttar og drifur hafis yfir loðnuslóðir eins og hvita vernd- arhönd yfir þessum aragrúa lif- andi vera. Hefur annars nokkur reiknað, hvað loðnuvertiðin kostar mörg lif? Þar eru þau nefnilega nokkuð morg i tonn- inu, ég tala nú ekki um ef hrogn- in væru talin lika. I dag hreppir Jón L. Arnason hinn eftirsótta heimsmeistaratitil unglinga i skák. Mér finnst þetta ekki smáræðisfrétt, en annað þótti fréttastofum sjónvarps og út- varps, sem báðar byrjuðu fréttatimann á þvi að velta sér upp úr slysum, eins og þeirra er vandi. Hverjum er þjónað með þvi? Ekki vandamönnum, um það get ég borið af persónulegri reynslu. Hins vegar kann þetta að kitla skrilmenni, sem búið er að venja á að njóta stórslysa- mynda kvikmyndahúsanna. Ég veit að fréttamenn þessara stofnanna eru hins vegar slikt drengskaparfólk, að þeir gera þetta ekki af illum hvötum, heldur hugsunarlitið eftir léleg- um erlendum fyrirmyndum ó- svífinna sölumanna og nánari I- hugun mun áreiðanlega breyta afstöðu þeirra. Konungleg fótspor Mánudagur 19. september Vonandi hefur nóttin ekki rask- að of mikið þeirri listilegu hár- greiðslu og hársnyrtingu sem framkvæmd var i gær i nor- rænni samkeppni fagmanna. Dagurinn er mildur eins og um hásumar og færir okkur einu sólarglætu vikunnar. Fróðlegt væri að vita, hvort skaflinn i Gunnlaugsskarði er ekki að nálgast endalok sin. Það sést hins vegar ekki vegna þoku- loftsins. Með suðaustanblænum koma Belgiukóngur og drottn- ing, og heiðra Frón með fótspor- um sinum. Þriðjudagur 20. september. Við vöknum upp við sama hlýja meginlandsblæinn. Þrátt fyrir þykk skýin getur ekki heitið að dropi komu úr lofti. Af hverju renna smáu skýjadroparnir annars ekki nema stundum saman i stærri rigningardropa? Einn hluti skýringarinnar er, að miklu skiptir, hvort nokkur hluti skýsins nær upp i frost eða ekki. Þar sem frostið rikir, eru ó- frosnir dropar og kristallar i samfloti, og milli þeirra rikir hin mesta togstreita. Reyndar er þetta ójafn leikur. Kristall- arnir þurfa ekki eins mikla ó- sýnilega vatnsgufu i kringum sig til þess að þeir geti hlaðiö henni utan á sig. Én um leið og þetta ósýnilega vatnsloft sest á kristallana, minnkar rakastig svo að uppgufun byrjar úr drop- unum. Svikamylla er komin i gang, dropar eyðast en kristall- ar vaxa óaflátanlega upp i snjó- flygsur, sem falla hlaða utan á sig dropum, komast svo kannski niður i frostleysu og bráðna. Hann fer að rigna. En nú ná þokuskýin ekki upp i frost, og allt er i friðsemd i skýjunum þess vegna, og regnmælirinn hefur ekkert að gera. Móttökur í austri og vestri. Miðvikudagur 21. september. Ekki sést sólin, og enn er milt, en ekki nema fingerðir úðadrop- ar i regnmælinum. Það er verið að dýfa busum i tunnur i Menntaskóla við Sund. Það er lika siður i fangelsum að heilsa nýjum félögum með kjaftshögg um, og eins er það venja heima- rikra hunda að sýna aðkomu- seppum tennurnar, ef þaö er ó- hætt vegna stærðarmunar. Ein- UR VEDURBÓK VIKUNNAR /--------------------\ Páll Bergþórsson skrifar um hrœringar veðursins og þjóðlífs■ ins í vikunni sem leið og kemur víða við að venju hvern veginn fyndist manni bet- ur sæma fólkinu, sem ætlar að tryggja frið og farsæld á jörð, þegar við hin erum dauð að velja sér aðrar fyrirmyndir um sambúðarhætti. I Verslunar- skólanum gleðja þeir nýsveina og meyjar með kaffi og kökum, og kannski er það of mikið dek- ur. Ekki þætti Rússum það samt, eins og þeir leika við Geir okkar og Ernu þessa dagana. Og Geir fer lika með friði og hvislar meira að segja að Kos- ygin að sér hafi aldrei verið neitt um þessar neftrjónu- sprengjurgefið.A meðan skoðar Einar Ag. flotastöðvar og ýmis tól CIA. Samkvæmt nýjustu fregnum eru þar á meðal eftir- farandi uppfinningar dr. Sidney Gottliebs: Vinhrærari með ó- sýnilegri húð svefn- og deyfi- lyfja, örmjó sprautunál til að geta dælt ólyfjan i vinfiöskur i gegnum tappann, og örsmáar holar glertrefjar, fullar af ó- lyktarvökva. Þær eru settar undir teppi, og þegar einhver stigur á þær, gýs upp hinn armegnasti óþefur (Heimild: Visir i vikunni) Aö finna nýja Grýlu Fimmtudagur 22. september. Fram að þessu hefur ekkert vætt að kalla i vikunni, en nú fer að rigna, og ekki sést til sólar. Ekki skyldi maður bölva væt- unni i hvert sinn sem hún fellur, þvi að gott og nauðsynlegt er vatnið. Það flykkist i árnar og framleiðir ljós og yl. Það býr til snjóinn fyrir skiðamennina. Það svalar þorsta jurtanna og dýr- anna, sem eru handa okkur til að éta, eins og kunnugt er. t dag er mjólkurdagurinn, og litið yrði úr henni án vatns. Ætli við mundum ekki læra að meta sunnlenska rigningu ef við hefð- úmst við á tunglinu i svo sem eina viku? Nú sýna gul og rauð og græn og brún laufin á trján- um, að vetrarsvefn þeirra er framundan, og Skógræktarfélag Reykjavikur telur tima kominn til að flvtia olöntur úr uppe'dis- stöðvum i gróðurreiti heimil- anna. Fólki er boðið að koma og læra handtökin við þessa bú- ferlaflutninga á morgun og fram eftir helgi. Nú tilkynnir Gylfi, að hann hætti þing- mennsku. Þá kemur upp það vandamál sveitamanna að finna nýja grýlu i hans stað. Féfletting í himni og á jörö Föstudagur 23. september.Nú er sannkallaður landsynningur með talsverðri rigningu allt fram á laugardagsmorgun. Við erum á hitaskilum, hlý suðaust- anáttin rekst á kaldan norðaust- anvind við vesturströndina og neyðist til uppstreymis. Og nú risa skýin svo hátt að i efri lög- um er nóg af iskristöllum i bland við ófrosnu ofkældu drop- ana. Kristallarnir féfletta drop- ana eins og áður var lýst, þyngj- ast og hniga og bráðna, og hann rignir linnulaust. Úr þvi að minnst var á fjárkúgun má geta þess, að úti á landi kemst það upp að trúnaðarmaður safnaðar hafi féflett sóknarkirkjuna i mörg ár. Manni finnst þetta lýsa svo miklum hæfileikum, að það ætti að verðlaunast með þvi að gera viðkomandi að skattstjóra umdæmisins, enda kom á dag- inn, að það hafði verið gert. Segi menn svo að ráðherrar gæti ekki sanngirni i embættaveit- ingum. Nú hefst sumariö innra Laugardagur 24. september. Þetta er einstakt úthald i suð- austan áttinni. Samtals hafa ekki mælst nema tvær sólskins- stundir þessa viku, en nú er hann þó að hætta að rigna með morgninum. Vikuhitinn er tveim stigum hærri en i meðal- ári. En ef vindáttir sjá ekki fyrir tilbreytingu, þá kemur eitthvað annað til. Menningarlifið fer að blómstra eins og venjulega, þegar sólin lækkar. Norræn kvikmyndavika hefst, og septembersýning málara, og allt er að komast á fulla ferð i leikhúsum. Nú er að hefjast sumarið innra fyrir andann. Reykjavikurveður vikuna 18.-24. september 1977. Dagur Úrkoma Hiti Sólskin mm gr.C klst. S. 18 0.0 10.6 0.0 M. 19 0.0 11.2 Þ. 20 0.0 10.4 0.0 M. 21 0.1 9.3 0.3 F. 22 0.2 9.4 0.0 F. 23 6.6 9.9 0.0 L. 24 10.5 10.5 0.0 Meðaltal 2.5 10.2 0.3 1931-1960 2.5 8.1 3.2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.