Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 51

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 51
131 nálega um alla hluti. Og sálu þína þar næst, sem mest er um vert, mun ég prýða með mörgu ágætu skarti: með stillingu, rétt- læti guðrækni, mildi, sanngirni, hyggindum, eljusemi, ást til hins fagra og ástundun eftir hinu háleitasta, því alt þetta er sálarinnar sannasta og hreinasta skart. Ekkert frá fornöldinni skal vera þér ókunnugt, né heldur neitt af því, sem nú skeður, og meira að segja, ásamt mér muntu einnig sjá hið ókomna fyrir, og yfirhöfuð skaltu bráðum fyrir mína tilsögn fróðari um alla hluti, bæði guð- lega og mannlega. 11. Og þú fátæki alþýðumanns sonur! sem nú ert á báðum áttum, hvort þú eigir að taka fyrir þig svo ógöfuga íþrótt, þú munt bráðum verða prísaður sæll og öfundaður af öllum, af því þú ert heiðraður og lofaður og orðlagður fyrir þína ágætu atgjörfi, svo þeir jafnvel, sem eru þér fremri að ætt og auðlegð, munu horfa á þig með aðdáun, og af því þú ennfremur ert búinn við- líka klæðum og þessum«, sagði hún og benti á búning sinn, sem var skínandi fagur, — »og ert talinn maklegur stórembætta og sæmdarsætis á mannfundum. Og ef þú fer utan þá muntu ekkí heldur í öðrum löndum vera óþektur eða dvelja þar svo, að ekki sé eftir þér tekið. Með slíkum einkennum mun ég merkja þig, að hver maður, þegar hann sér þig, mun hnippa í þann, sem næstur er, og segja: »Petta er hann«. 12. Og komi eitthvert vandamál fyrir vini þína eða alla borg- ina, þá munu allir líta til þín, og þegar þú tekur til máls, mun fólkið hlusta á þig með áfergju og dást að þér og prísa þig sælan fyrir kraft orða þinna, en föður þinn fyrir það, að hann hefur átt slíkan son. Svo er ennfremur sagt, að sumir enda verði úr mensk- um mönnum ódauðlegar verur; þetta mun ég láta rætast á þér. Því enda þó þú sjálfur skiljir við heiminn, þá skaltu samt aldrei hætta að hafa samneyti við mentuðu mennina eða umgengni við hina beztu. Þú sér Demosþenes1 og veizt, hvað faðir hans var, og hvílíkan mann ég gerði úr honum; þú sér Eskínes; hann var 1 Demosþenes (384—322 f. Kr.), frægastur mælskumaður á Grikklandi og ef til vill mestur allra mælskumanna fornaldarinnar; hann var hinn harðskeyttasti mótstöðumaður Filipposar Makedoníu konungs; en Eskínes í 389—314 f. Kr.), mælsku- maður, keppinautur og andstæðingur Demosþenesar, fylgdi Filipposi að málum. Spekingurinn Sókrates fékst í æsku við myndasmíði, enda var hann sonur mynda- smiðs, er Sófróniskos hét. fað er mælt að Sókrates hafi búið til mynd af hinum þremur þokkagyðjum (hópmynd). 9'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.