Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 11
91 illa hefur tekist að stemma stigu fyrir skarlatssóttinni, þrátt fyrir um 40,000 kr. tilkostnað. e. ) Rénun barnadauðans er ekki eingöngu að þakka minni land- farsóttum en áður. Ef vér athugum þau ár um miðja öldina, sem engar landfarsóttir gengu, og svo síðustu árin, sem einnig hafa verið stórsóttalaus, þá sjáum vér töluverðan mun, t. d. árið 1853, þá er barnadauðinn i56°/oo, en árið 1899 aðeins 89,6 °/oo, það sýnir með öðrum orðum töluverðar framfarir, en þær eru að þakka ýmsu, svo sem betri mentun, fleiri lækn- um, betri yfirsetukonum o. fl. f. ) En þó að oss hafi farið fram, stöndum vér enn að baki ýms- um öðrum þjóðum, þrátt fyrir að vér höfum ýms hlunnindi fram yfir þær. Vér stöndum þannig talsvert ver en alþýða í Danmörku, sem oss væri þó eigi ofætlun að jafnast við. Hvað eigum vér að gjöra til að minka barna- dauðann enn meira? Menn eru farnir að sjá, að það hefur mikla þýðingu, að varð- veita líf og heilsu barnanna, sem síðar eiga að verða borgarar og bústólpar landanna. í fornöld voru veil börn og vansköpuð borin út. Svo var gjört á Grikklandi og einnig á íslandi. Petta var að sumu leyti gott, því líklegt er, að kynslóðin hafi orðið hraustari fyrir bragðið, en því miður vildi það eigi sjaldan til, að einnig hraustu börnin voru út borin (sbr. t. d. Gunnlaugs sögu ormstungu), svo það er vafa undirorpið, hvort ágóðinn hefur verið nokkur. Nú er öldin önnur og hugsunarhátturinn annar; fyrsta skylda læknisins er að varðveita og lappa upp á lífið, svo lengi sem nokkur ögn er eftir af því, svo að þess vegna eru víst allir á eitt sáttir um, að sjálf- sagt sé að minka barnadauðann eftir megni. Pað er einkum tvent, sem vér getum gjört í þessa átt: 1. Reyna sem mest að verjast landfarsóttum. 2. Fræða alþýðu um meðferð ungbarna. Hvað hinu fyrra viðvíkur, ættum vér að verða hygnir af skaða, við að sjá, hvílíkt tjón landfarsóttir, einkum mislingar, barnaveiki og kíghósti vinna. Ef allir læknar reyna, sem mest þeir mega, að varna útbreiðslu þessara sótta, og væri til þess leyft að nota talsvert fé, þá gæti þar með unnist ómetanlegt gagn. Hve mikið hefði t. d. ekki verið varið í að stöðva mislingana 1882, og óefað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.