Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 31
111 það hafði altaf verið eins og þau stefndu sitt í hvora áttina — eins og þau toguðust á urn eitthvað, sem hann vissi ekki hvað var. Hann gekk í hjónabandið með örugga, sigurglaða von og sterkan vilja til að gera sér og henni lífið notalegt. Peim leið bærilega fyrstu árin. Guðrún var ónærgætin í orðum og verkum þegar í fyrstu, en fús og fljót til sátta. En gróið er ekki heilt. Vonarflugið lækkaði; svo hafði viljaþrekinu hnignað á eftir — einkum í seinni tíð. — Pað var einkum frá því, er þau mistu kúna og hestinn, fimta búskaparárið, að alt hafði sigið niður á við. Hann komst í skuldir, börnin fjölguðu, geðríki Guðrúnar óx; hann réð ekki við neitt. — IJórði fanst altaf eins og guð hefði kipt undan sér fótunum, þegar kýrin fórst. Já, það hafði altaf sigið niður á við með efnin. En þó var hjónabandið erfiðara en allar þær áhyggjur, sem fátæktin skapaði. Alt hið bezta í eðli hans hafði hniprast saman og þokast undan ónotum konunnar og ónærgætni — þokast undan aftur á bak, niður í sálarmyrkrið. — Hans vegur lá ekki til himnaríkis; það var gefið. Lífsþróttur hans var eins og höfuðstóll frá fyrri dögum, sem altaf var tekið af, en aldrei bætt neinu við; lífið einsog sífelt hrap í snarbrattri lausaskriðu. — Einangur í vofuríkinu — úti í myrkrinu og kuldanum — það var það, sem fyrir honum lá. — Hugsun um Sigríði brá fyrir eins og leiftri: jafnvel í vofuríkinu mundi lifandi í nærveru þess, er maður unni. Pað færðist hlýlegt gleðibragð yfir andlit hans. — Svo dimdi aftur: að draga hana með sér út í kuldann og myrkrið — þá var þó betra að vera einn. Alt, sem eftir var í Pórði af karlmannlegum þrótti, reis upp við þessa hugsun; hann stóð á fætur, þoldi ekki að vera kyr. Sigríði varð að bjarga, hvað sem það kostaði. — — — — — En hríðarbylurinn kom norðan eftir hlíðinni, öskugrár, illskinn og harðfylginn sér; hann rakst skáhalt á baðstofustafninn, svifaði austur með honum og frá honum aftur í hálfhring, út að skaflinum norðan við, rann upp með honum og vestur með og myndaði hvelft snjóbarð skamt frá stafninum. Á barðbrúninni gekk hann í félag við bróður sinn, sem kom á eftir norðan að. Peir stukku hvatlega upp á baðstofustafninn og runnu suður eftir, hvæstu í strompinn og hrinu á þekjunni, tóku saman yfir mæninn og sviftust á, svo baðstofan nötraði við. Svo steyptu þeir sér suður af, hlóðu ofan á skaflinn sunnan undir og héldu svo áfram suður eftir túninu og suður í hlíðina, þangað sem féð stóð undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.