Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 73
153 böger for nordisk Oldkyndighed og Historie« (XV, 4). W. A. Craigie er þeirrar skoðunar (sbr. Eimr. V, 118), að írar (Keltar) hafi haft mjög lítil áhrif á þjóðerni, tungu og siði Norðmanna og íslendinga, en dr. A. Bugge er gagnstæðrar skoðunar. Höf, sýnir fram á, að rök þau, sem Bugge færir máli sínu til sönnunar, séu bæði fá og veik. //. P. UM FUGLARÍKI ÍSLANDS hefur mag. Benedikt Gröndal ritað grein á þýzku í tímaritið »Ornis«, XI, 1901 (París), bls. 449—459. — Höf. skýrir fyrst frá því, sem ritað hefur verið um íslenzka fugla. Síðan telur hann upp um 40 tegundir (sjaldgæfra) íslenzkra íugla og skýrir frá því, hvar og hvenær þeir hafi sést á íslandi eða þeirra sé fyrst getið þar. Grein þessi er mjög góð og gagnleg. En því miður eru í henni allmargar prentvillur. H. P. FRAMFARIR ÍSLANDS á 19. öldinni eftir dr. Valtý Guðmundsson eða rétt- ara sagt hin þýzka þýðing yfirkennara R. Palleskes á þeirri ritgerð hefur vakið mikla athygli í útlöndum og mikið verið um hana ritað, eins og þegar hefur verið getið í Eimr. (IX, 159). Þannig hafa, auk áðurnefndra greina, meðal annars staðið ritdómar um hana í »Mitteilungen aus der historischen Litteratur« (Berlín), bls. 26—27 (1903), í »Petermanns Geogr. Mitteilungen« (1903), í »Annales de Geographie« (París, 1903) og í »Tágliche Rundschau« (13. júlí 1903). Er einkum hin síðasttalda grein (eftir dr. Gúnther Saalfeld) næsta yfirgripsmikil og skýrir nákvæmlega frá efni ritgerðar- innar. Hann skorar og fast á landa sína að ferðast til íslands og gefur ýmsar leið- beiningar um, hvernig þeir skuli haga ferðum sínum. Er auðséð, að hann hefur sjálfur komið til íslands. H. P. GYLFAGINNING Á DÖNSKU. Snorri Sturiuson er altaf síungur og lifandi. Skáldum og listamönnum er hann altaf ótæmandi uppspretta háfleygra hugmynda og ágætra yrkisefna og óþrjótandi rannsóknarefni vísindamönnum vorra tíma. Á erlend- um málum er til mesti fjöldi af útgáfum á ritum hans og skýringum og þýðingum á þeim — og altaf bætist við í bókmentir þær, er helgaðar eru Snorra. En vér íslendingar, þjóðin hans, eigum enga góða, handhæga og ódýra útgáfu af ritum hans, sem er við alþýðuhæfi. í’að væri þó bezti og traustasti bautasteinninn, er vér reistum minningu hins frægasta Islendings, er nokkru sinni hefur verið uppi. Fyrir skömmu hefur prófessor Finnur fónsson þýtt nokkurn hluta Eddu hans á danska tungu, eða formálann, Gylfaginning eða goðafræðina, og kafla úr skáld- skaparmálum. Aftan við hefur hann hnýtt nokkrum fróðlegum athugasemdum og skýringum og loks er nafnaregistur með þýðing á sumum nöfnunum. Þýðingin er hin vandaðasta, sem vænta mátti. S. G. KONUNGSANNÁLL. Um þetta merkilega handrit hefur dr. H. K\ H. Buei'gel í Munchen ritað doktorsdispútazíu, og er í henni lýsing á handritinu, sögu þess og hverskonar málmyndum, er fyrir koma í því, og er þessu öllu lýst með stakri vísinda- legri nákvæmni. Síðar er von á stafréttri útgáfu af annálnum eftir sama höfund. V G. UM SKÁLDAKVÆÐIN norrænu (»Skaldenpoesie«) hefur prófessor R. Meissner í Göttingen samið fróðlegan fyrirlestur, sem prentaður er í Halle (1904), þar sem hann lýsir þessum kvæðum, kenningum þeirra, löstum og kostum, en þó einkum kostunum. Er þar til skýringar tilfærður fjöldi af vísum fornskáldanna í þýzkri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.