Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 29

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 29
ic>9 hann var bæði forsjáll og duglegur. En síðan þau mistu einu snemmbæru kúna sína fimta búskaparárið, hafði alt sigið niður á við. — Pað var ekki Pórði að kenna. — Hún gekk inn í stofuna — gamalt hrörlegt hús með gisnuð- um þiljum — og skoðaði í kaffibelginn. Pað var ekki mikið eftir í honum; en hvað um það. Hún tók fáeinar kaffibaunir í lófa sinn, bætti við úr rúgpokanum og fór að brenna.------------ Meðan Guðrún var í þessum hugleiðingum inni í bænum, þreifaðist Pórður um úti í hríðinni. Vindstaðan var norðlægari en um morguninn, frostið meira og veðrið jafnara; þá gerði enn sterka bylji. Pórður sá fljótt, að þetta var meiningarlítið ferðalag; en hann hafði ekki skap til að snúa svo búinn heim aftur. Jörðin mátti heita snjólaus enn, og hann þekti hverja hæð og hverja dæld í túninu og kringum það, svo ekki var hætta á ferðum; enda varð hann aldrei hræddur í hríðum, nema fyrst í svip. Hann hafði hleypt ánum norður fyrir túnið, seint um daginn áður, og þótti ekki ólíklegt, að sumt af þeim hefði komist heim í húsin. þetta reyndist þó ekki svo; hríðin hafði að líkindum brostið snögg- lega á. Fyrstu kindurnar, 2 ær, fann hann undir rinda norðan við túnið, en lét þær vera og hélt áfram út í lækjargil nokkru norðar. Norðanmegin í gilinu fann hann 5 kindur; fjórar þeirra stóðu, en ein var lögst og var fent yfir hana að mestu. Eftir að J*órður hafði leitað um gilið, upp og niður, hélt hann heimleiðis með þess- ar 5 kindur. Ærnar, sem hann fann fyrst, voru horfnar, þegar þangað kom; höfðu eflaust slagað undan hríðinni suður um. Pegar Pórður hafði komið kindunum úr gilinu heim í hús, beið hann við um hríð. Hann sá glögt, að það var þýðingariítið að leita sunnan við; þó hann fyndi einhverja skepnu, sem ekki var ólíklegt, var tæplega viðlit, að henni yrði komið á móti hríð- inni. Hinsvegar Jhafði hann sterka óbeit á því, að koma heim í bæinn; það var eins og alt hans eðli spyrnti á móti þvf. Niður- staðan varð sú, að hann lagði út í hríðina aftur til að leita. Hann fann 3 ær undir kvíaholtinu, sunnan og ofan við túnið, bjóst við að þær kynnu að hrökkva undan hríðinni, ef hann gengi frá þeim, og lagði því af stað með þær heim á bóginn. Honum gekk all- vel niður með holtinu; en þegar hann vildi beita þeim í veðrið, hrukku þær undan og snerust við. Pórður þreytti þetta um stund og vann ekki á. Hann tók þá 2 ærnar, sína hvorri hendi, og dró
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.