Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 29
ic>9 hann var bæði forsjáll og duglegur. En síðan þau mistu einu snemmbæru kúna sína fimta búskaparárið, hafði alt sigið niður á við. — Pað var ekki Pórði að kenna. — Hún gekk inn í stofuna — gamalt hrörlegt hús með gisnuð- um þiljum — og skoðaði í kaffibelginn. Pað var ekki mikið eftir í honum; en hvað um það. Hún tók fáeinar kaffibaunir í lófa sinn, bætti við úr rúgpokanum og fór að brenna.------------ Meðan Guðrún var í þessum hugleiðingum inni í bænum, þreifaðist Pórður um úti í hríðinni. Vindstaðan var norðlægari en um morguninn, frostið meira og veðrið jafnara; þá gerði enn sterka bylji. Pórður sá fljótt, að þetta var meiningarlítið ferðalag; en hann hafði ekki skap til að snúa svo búinn heim aftur. Jörðin mátti heita snjólaus enn, og hann þekti hverja hæð og hverja dæld í túninu og kringum það, svo ekki var hætta á ferðum; enda varð hann aldrei hræddur í hríðum, nema fyrst í svip. Hann hafði hleypt ánum norður fyrir túnið, seint um daginn áður, og þótti ekki ólíklegt, að sumt af þeim hefði komist heim í húsin. þetta reyndist þó ekki svo; hríðin hafði að líkindum brostið snögg- lega á. Fyrstu kindurnar, 2 ær, fann hann undir rinda norðan við túnið, en lét þær vera og hélt áfram út í lækjargil nokkru norðar. Norðanmegin í gilinu fann hann 5 kindur; fjórar þeirra stóðu, en ein var lögst og var fent yfir hana að mestu. Eftir að J*órður hafði leitað um gilið, upp og niður, hélt hann heimleiðis með þess- ar 5 kindur. Ærnar, sem hann fann fyrst, voru horfnar, þegar þangað kom; höfðu eflaust slagað undan hríðinni suður um. Pegar Pórður hafði komið kindunum úr gilinu heim í hús, beið hann við um hríð. Hann sá glögt, að það var þýðingariítið að leita sunnan við; þó hann fyndi einhverja skepnu, sem ekki var ólíklegt, var tæplega viðlit, að henni yrði komið á móti hríð- inni. Hinsvegar Jhafði hann sterka óbeit á því, að koma heim í bæinn; það var eins og alt hans eðli spyrnti á móti þvf. Niður- staðan varð sú, að hann lagði út í hríðina aftur til að leita. Hann fann 3 ær undir kvíaholtinu, sunnan og ofan við túnið, bjóst við að þær kynnu að hrökkva undan hríðinni, ef hann gengi frá þeim, og lagði því af stað með þær heim á bóginn. Honum gekk all- vel niður með holtinu; en þegar hann vildi beita þeim í veðrið, hrukku þær undan og snerust við. Pórður þreytti þetta um stund og vann ekki á. Hann tók þá 2 ærnar, sína hvorri hendi, og dró

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.