Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 54

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 54
56 verður glatt á hjalla hjá okkur í kvöld, en þa3 verður ekki yfir »púnskollunum«. Jeg leit til loptsins og var á sama máli. Undirstýrimaðurinn var nokkrum árum eldri en jeg, af góðu efnuðu fólki kominn, það var allt útlit fyrir að hann myndi innan skamms verða skipstjóri, og það var svo umtalað milli okkar, að jeg yrði stýrimaður hjá honum. Heit- mey átti hann, sem honum þótti mjög vænt um, og hann var í alla staði hinn viðkunnan- legasti og bezti drengur. A meðan við vorum að spjalla saman, kom skipstjórinn upp á þilfarið og spurði okkur, hvað við álitum uin veðrið- „Við fáum hann hvassan í nótt“, svaraði undirstýrimaður „ Það lítur s vo út, aðþj er sj euð smeikur um að jóla- treyjan vökni og unnustan vatni músurn". Und- ir kvöld skall á með ofsastorm og grimmdar- frost. Þilfarið, hástokkur, siglutrje og reiði, allt varð eins og glerhállt svell og lífsháski að kom- ast um skipið. Ofviðrið og ósjórinn lamdi skip- ið á báða bóga, og það var eins og því mið- aði hvorki fram nje aptur. Þá brotnaði önnur siglan, datt útbyrðis og lamdist við skipið, en það sjálft fleygðist á aðra hliðina. Nú var allt undir því komið að geta losn- að við sigluviðina og siglutrjeð; engan af há- setunum fýsti að gefa sig fram til þess starfa,

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.