Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 45

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 45
47 stofufulltrúans, henni fannst penninn hans standa kyr á pappírnum, og hún grúfði sig aptur yfir bækurnar, fletti upp í einni og færði til reikn- ings í hinni. — A skrifstofunni var dauðaþögn, því skark- alinn náði ekki þangað af götunni. I kveldloptinu kvað við klukknahljómur í fjarska, og brá hátíðabrag yfir hýbýli mannanna. »Þar boða kirkjuklukkurnar komu jólanna«, sagði skirifstofustjórinn hæglátur, og fór að stryka næstu blaðsíðu í bókinni. »Þá er klukkan hálf sex«, svaraði hún og fögnuður hló í augum hennar. Sömu orðin, sama svarið á sama tíma í síðastliðin 5. ár. Hann lagði reglustikuna frá sjer, spennti greipar á borðinu og horfði á hana. „Hlakkið þjer til að komast heim". Hún leit upp og roðnaði. Hún átti ekki von á slíkri spurningu frá honum, því hann hafði hingað til látið sig litlu skipta hennar hagi. »Já«, svaraði hún. Hann greip reglustik'una og hjelt áfram vinnu sinni, sama gerði hún. —- »Bíður yðar nokkur«, spurði hann aptur að óvörum. »Jeg á gamla móður á lífi, og hdn þráir að jeg komi heim sem fyrst«.

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.