Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 44

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Síða 44
Aðfangadagskvöldið. Eptir Hedevig Winther. (Þýtt af Nönnu) Vísirinn á klukkunni, sem hjekk á stoð milli glugganna á skrifstofunni, mjakaðist hægt og hægt áfram, hægt og reglulega færðist penni skrifstofufulltrúans eptir pappírnum, og hægt og tómlega læddist dagurinn af lopt- inu, þangað til loksins að dimman fjekk yfir- höndina þann dag, sem merktur var í almanak- inu með svörtu feitu letri, sem 24. dagurinn í desembermánuði — Gasloginn leiptraði undan lampahjálminum, og breiddi birtu yfir fjögur skrifborð, sem náðu frá einum vegg til annars á skrifstofunni; tvö þeirra voru mannlaus, en við tvö var ver- ið að vinna. Skrifstofufulltrúinn sat rólegur og hæglátur, eins og hans var vandi, við verk sitt, og afgreiðslukonan sat álút við höfuðbækur verzl- unarinnar, þolinmóð og þreyjugóð eins og hún átti að sjer. Við og við gafhún klukkunni hornauga, henni miðaði ekkert, svo gaut hún augunum til skrif-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.