Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 24

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 24
Hin rússneska kona. (Ágrip af grein eftir Zenatde Wenguerow). I. Rússnesk kona er að því leyti einkenniieg, að hún hefur æsta skapsmuni og virðingarvert starfsþrek um aðrar konur fram. Frjálslyndi lýsir sér í athöfnum hennar og ríkir þó enn meir í tilfinningalífi hennar. Eins og hin rúss- neska kona hefur komið fram á sjónarsviðið í mannkynssögunni, þannig er hún enn í daglegu lífi. Kapp hennar og þolgæði til að hugsa sér- hverja hugsun út í yztu æsar, ásamt hæfileika og hvöt til framkvæmda, er þjóðareinkenni, gagnstætt tilhneigingu þeirri, er karlmaðurinn hefur til slæpingsskapar og aðgerðaleysis — Rúss- ar og Slafar eru almennt hneigðari fyrir að taka ástfóstri við hugsjónir en að byggja þeim inn í lífið. Það er hlutverk konunnar að framkvæma allt það, sem sefur í hinu vel gáfaða, en fram- takslausa slafneska eðli. I, öllum félagslegum hreyfingum taka konur jafnmikinn þátt sem karl- menn eða eru öllu fremur í fararbroddi, þar eð vilji þeiraa er staðfastari, þótt sjóndeildarhring-

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.