Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 17

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 17
19 fyrir mjer er þetta: Hvað geta konurnar á ís- landi gjört í þessu máli? — Það er mikið unnið ef vjer gjörum oss ljóst að vjer viljnm ekki láta þessi eða önnur tilræði við sjálfforræði Islands ná framgangi — ef vjer viljum koma oss saman um það, við sjálfar oss að vjer verðum að gjöra allt sem í voru valdi stendur til þess að koma í veg fyrir það. Konum hefir verið sagt og kennt um margar aldir að þær væru ekki jafningjar bræðra sinna að andlegu nje líkamlegu atgerfi. En þegar móðirin sjer barn sitt í lífsháska, gleymir hún öllum kenningum um það hvað hún eigi geti og hvað sje hennar verkahringur. Hún sjer ekkert og veit um ekkert nema barn- ið, og þó má vera að hún stigi ekki feti fram- ar föðurnum í atgerfi. Ekkert getur í einu vet- fangi brotið af konunni hlekki margra alda mis- skilnings og hleypidóma nema sterkar tilfinning- ar. Þegar göfugar tilfinningar gagntaka mann- inn, finnur hann sjálfan sig og þekkir og skil- ur hverju hann getur á orkað. Ef þessi frelsisþrá, sem er hið göfugasta einkenni mannlegrar veru, sem styðst við hið dul- arfulla vald endurminningarinnar og fegurðarinn- ar, og skapar ættjarðarástina, gæti gagntekið huga vorn svo algjörlega, að vjer gengjum fram, upp- litsdjarfir, til þess með stillingu og staðfestu að neyta þess rjettar og þeirra krapta, sem vjer 2*

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.