Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 15

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags - 01.01.1897, Page 15
i7 talið sjer og öðrum trú um að hitt og þetta gjör ekkert til, sje hreint þýðingarlaust og gengið á bug við einföldustu skyldur sínar. Sumir álíta það hið eina nauðsynlega að geta sniðið allar hug- myndir, sannleik, frelsi, dyggð og ærn eptir per- sónulegum hagsmunum sínum í það og það skipt- ið. Svona menn eru alltaf til allstaðar. En kjör þjóðarinnar fara eptir því, hvaða fylgi þessir menn hafa. (Það er ekki til neins að sneiða hjá því að sjá sannleikann). Þetta er afarhættulegur eiginleiki hjáýmsumíslendingum. Alliríslendingar hljótaað sjá það ljóslega, að vjer erum komnir að kross- götum. Og eitt hljóta allir íslendingar, sem vilja hafa augun opin, að sjá, og það er, að vjer vær- um öll illa farin, ef vjer ættum að fara á sjó, og enginn væri fáanlegur til að gá að hvort nokkur negla væri í bátnum, heldur segðum vjer hvert öðru að neglan mundi vera í bátnum og ljetum þar viðsitja. Maður, sem ætlar að síga fyr- ir björg í vað, lætur sjer ekki lynda að halda að vaðurinn muni vera traustur. Hann reynir vaðinn áður en hann fer af stað. Hann veit, að lífið er í veði ef vaðurinn skyldi bila. Að ýmsum skuli ekki hafa dottið í hug að álíta að í »tilboðinu« feldist uppgjöf á lög- mætum rjettarkröfum Islands, sem vjer þrátt fyr- ir alla eymd og hörmungar, höfum þó aldrei sleppt, ætti að vera nóg til þess að hver hygg- inn Islendingur, karl og kona, sem þó skilur til- 2

x

Ársrit Hins íslenzka kvenfélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenzka kvenfélags
https://timarit.is/publication/150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.