Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 84
MÖMEfölLESE GoTTBÁDUMMEGIH/ « JARK mrn KOMIN UT! MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R/TSTJlSMBUS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Kristinn Frá hátíðarkvöldverði til heiðurs pólsku forsetahjónunum. Á myndinni eru frá vinstri: Ástríður Thorarensen .rjjgrsætisráðherrafrú, Aleksander Kwasniewski forseti Póllands, Ólafur Ragnar Grímsson forseti fslands, Jol- anta Kwasniewska forsetafrú, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Gekk á pólinn öðru sinni sér til skemmtunar HARALDUR Örn Ólafsson norður- pólsfari ákvað í gær að halda af stað áleiðis á norðurpólinn öðru sinni eftir að hafa sigrað hann fyrstur íslend- inga á miðvikudagskvöld. Hann rak 10 km til suðurs frá pólnum í fyrri- nótt og ákvað að leita pólinn uppi að nýju sér til skemmtunar og hugðist láta vita af sér í nótt. Haraldur sagði í símaviðtali sem Morgunblaðið átti við hann í gær, að norðurpólsferðin hefði verið þrískipt og að hver hluti hennar hefði haft sín einkenni. í gær var ekki útlit fyrir að hægt yrði að sækja Harald út á ísinn í dag, föstudag, vegna slæmrar veðurspár. Hann er hins vegar vel birgur af mat og bíður þolinmóður eftir bakvarða- sveitinni. ■ Er búinn/43 Verslunarmenn og SA Samningur í augsýn SAMKOMULAG var í augsýn í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna um nýjan kjarasamning seint í gærkvöldi. Landssamband verslunarmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur eiga þátt í viðræðunum við at- vinnurekendur sem hafa staðið undanfarna daga. Samningur tæki til tæplega 30 þúsund verslunar- manna um land allt. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, staðfesti við Morgunblaðið um miðnætti í gærkvöldi að vel horfði í viðræðun- um og hann væri bjartsýnn á framhaldið. Undir þau orð tók Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, og taldi að saman myndi ganga í dag eða allra næstu daga, kæmi ekkert óvænt upp á. Kvöldverður á Bessa- stöðum FORSETI Póllands, Aleksander Kwasniewski, og eiginkona hans, Jolanta Kwasniewska, komu í opin- bera heimsókn til íslands í gær. Heimsóknin hófst með hátiðlegri athöfn að Bessastöðum laust fyrir hádegi en síðdegis heimsótti for- setinn Alþingi og Höfða. Forseti ís- ds bauð í gærkvöldi til hátíðar- kvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs pólsku forsetahjónunum, en heimsókn þeirra lýkur í dag. ■ Forsetaheimsókn/6 --------------- A RSI semur við ríkið SAMNINGAR tókust seint í gær- kvöld milli Rafíðnaðarsambands íslands og fjármálaráðuneytisins um nýjan samning fyrir 116 rafiðn- aðarmenn sem starfa hjá ríkinu. ^Fundur um verkfallsboðun var boðaður í dag, en honum hefur verið frestað. Samningurinn gildir til 2004, með uppsagnarákvæðum þó, og var gerður með fyrirvara um niðurröðun í launaflokka. Samningur Atlantsskips framlengdur í eitt ár FLUTNINGADEILD bandaríska hersins tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að framlengja samninga við Atlantsskip og Transatlantic Lines í eitt ár, en fyrirtækin hafa annast flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli frá því í árslok 1998. Þessi ákvörðun er tekin aðeins degi eftir að utanríkisráðherra ís- lands ákvað að gera tillögu um að fresta í eitt ár gildistöku ákvæða um verktöku i frumvarpi um fram- kvæmd tiltekinna þátta í varnar- samstarfi Islands og Bandaríkj- anna. Utanríkisráðuneytið hafði í viðræðum við bandarísk stjórnvöld lagt áherslu á að efnt yrði til nýs útboðs. Samningar Atlantsskips og Transatlantic Lines, sem gerðir voru haustið 1998 að undangengnu útboði, voru til tveggja ára með möguleika á árlegri framlengingu í þrjú ár. Hinn framlengdi samning- ur gildir frá nóvember nk. til nóv- ember 2001. Hann gerir ráð fyrir sömu greiðslum fyrir flutningana og komdu heim frá London eda inarri borg í Evrópu fyrir sama verd. Bókunarsími 569 1010 og sá samningur sem rennur úr gildi í haust. Stefán Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskips, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri mjög ánægður með þessa nið- urstöðu. Hún væri í samræmi við það sem hann hefði átt von á. Þetta sýndi að flutningadeild bandaríska hersins væri ánægð með þjónustu fyrirtækisins. Nefnd skipuð til að ræða um verktöku Hann sagði fyrirtækið staðráðið í að veita öfluga þjónustu með það að markmiði að halda samningnum næstu fjögur ár. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra mælti í gær fyrir breytingartillögu við frum- varp um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Islands og Bandaríkjanna. Tillagan gerir ráð fyrir að gildistöku þess hluta frumvarpsins sem fjallar um verk- töku verði frestað í eitt ár. Halldór sagði að náðst hefði samkomulag við stjórnvöld í Bandaríkjunum um að þjóðirnar settu á fót nefnd hátt- settra manna til að fjalla um verk- töku fyrir varnarliðið. Þar með gæfist tækifæri til að ræða frekar við Bandaríkjamenn um ýmsa þætti þessa máls. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gangrýndu hvernig utanríkisráð- herra hefði staðið að málum. Sig- hvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, minnti á að við aðra umræðu um málið hefði stjórnarmeirihlutinn fellt tillögu sem hefði efnislega verið samhljóða þeirri tillögu sem utanríkisráð- herra væri nú að bera fram. Sverr- ir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, lagði fram tillögu um að frumvarpinu yrði vísað frá. Reiknað er með að greidd verði at- kvæði um frumvarpið á morgun. ■ Samkomulag/lO Einmuna hlýindi á norðan- og austanverðu landinu Lerkið varð sumar- grænt á tveimur dögum LERKIÐ í Kjarnaskógi við Akur- eyri hefur orðið sumargrænt á tveimur dögum að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu, það þarf ekki nema eitt gott vor- hret til að það skemmist. Lerkið lætur alltaf plata sig, en það gerir birkið ekki,“ sagði hann. Mikil hlýindi hafa verið á Norð- ur- og Austurlandi síðustu daga og fór hiti upp í 23 stig á Hall- ormsstað um miðjan dag f gær. Hitinn á Akureyri fór í 21 gráðu svo og í Ásbyrgi. Örlftil rigning var á Akureyri í Morgunblaðið/Kristján Hitamælirinn á Ráðhústorgi rauk upp f 24 stig um miðjan daginn í gær. vikunni og hún ásamt nægum raka í jörðu eftir veturinn sem og veð- urblfðunni undanfarna daga hefur orðið til þess að gróður hefur injög tekið við sér. Raunar svo mikið að lerkið í Kjarna varð sum- argrænt á tveimur dögum. Skógræktarfélag Eyfirðinga átti 70 ára afmæli í gær, 11. maí, og grennslaðist Hallgrímur af því til- efni fyrir um það hjá Veðurstofu íslands hvernig veðrið hefði verið á Akureyri þennan sama dag árið 1930. Þá var annað uppi á teningn- um en nú, sjö áratugum sfðar, en veðurlýsingin var svohljóðandi: Norðanátt, skýjað, súld og fjög- urra stiga hiti. Spáð er hlýindum bæði nyrðra og syðra um helgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.