Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 76
á?6 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Biðraða- list Á MÁNUDAGINN var setti Bryndís Ragnarsdóttir, nemi í Listaháskóla íslands, upp inn- ísetningu í afgreiðslu Ríkis- skattstjóra á 4. hæð í húsnæði hans við Tryggvagötu. Þar sýnir hún videoverk sem gefur fólki, sem bíður eftir afgreiðslu hjá skattinum, tækifæri til að láta hugann reika, en margir myndu nú telja myndlist nán- ast lífsnauðsyn til að þrauka af langar biðraðir. Bryndís hefur einmitt verið að vinna mikið með muninn á manngerðu umhverfi og nátt- úrulegu og hvemig þessi tvö ólíku umhverfi tengjast dag- legu lífi fólks. Einnig setur hún spurningarmerki við hegðun fólks í nútímaumhverfi, þar sem reglur og ópersónuleg samskipti eru hluti af daglegu lífi þess, eins og til dæmis sú athöfn að bíða í biðröð! Það verður að teljast gott framtak hjá skattstjóranum að setja upp þetta verk því flestir gætu verið sammála því að þessi staður þarfnaðist einmitt ' myndlistar til að lífga uppá umhverfið. Hægt er að sjá verkið út næstu viku á afgreiðslutíma skattstjóra. Unglist 2000 FYRSTA árs nemar í Grafískri hönnun við Listaháskóla Is- lands opna sýningu á morgun, jí laugardag kl:16:00.-18:00 í Gall- eríi Geysi sem er í Hinu Húsinu v/Ingólfstorg. Nemendurnir fengu það verkefni í vetur að hanna veggspjald Unglistar 2000, listahátíðar unga fólksins og er afrakstur þeirrar vinnu nú til sýnis í Galleríinu en margar skemmtilegar hug- myndir bárust. Gallerí Geysir er opið alla virka daga frá kl: 9:00.-17.00 og stendur sýningin frá 13. -28. maí. Ljósmynda- sýning í Beco RAGNAR Leósson ljósmynd- ari opnar sýningu á ljósmynd- um sínum í Beco, Langholts- vegi 84, á laugardag klukkan 13. Myndir hans eru svarthvítar og er myndefni þeirra fólk við hinar ýmsu aðstæður. Sýningin stendur í rúma viku. f heimsókn hjá Sonju Georgsdóttur myndlistarmanni í Brooklyn Þetta verk kallar Sonja Áhugaverða staði. Dagurinn í dag gæti komið veru- lega á óvart Myndlistarmaðurinn Sonja Georgsdóttir hefur búið í New York frá því hún fór þang- ---------------------------------7----- að til framhaldsnáms fyrir 4 árum. I lok mánaðarins verður opnuð sýning á verkum hennar í Galleríi Hlemmi. Hulda Stefáns- dóttir leit í heimsókn til Sonju á fyrrverandi saumastofulofti í Brooklyn þar sem hún sat og fyllti í gömul landakort með bleki. GATAN hennar Sonju í Brooklyn skilur á milli samfélags heittrúaðra gyðinga og blóðheitra salsadýrkenda frá Puerto Rico. Ofan götunnar brun- ar svo lestin í gluggahæð við herberg- ið þar sem Sonja vinnur og býr. Vist- arverumar tók hún á leigu ásamt tveimur skólasystkinum og fyrstu mánuðina unnu þau hörðum höndum að því að koma þessum hráa geymi í viðunandi stand. Hávaðanum og titr- ingnum'frá lestinni segist hún um það bil vera að venjast, þó að það komi enn fyrir að hún hrökkvi upp af svefni við fýrstu ferðir árla dags. Islending- ar í New York hafa margir notið góðs af þessu húsnæði og í „veislusal Sonju“ hefur þoninn verið blótaður tvö ár í röð. „Þegar við tókum við húsnæðinu þá blasti við okkur hreint ótrúlegur haugur af rusli frá gömlu saumastof- unni, saumavélaborð og lampar og endalaust drasl. Jámrimlar vora fyr- ir gluggum og allar rúður brotnar. Þetta var þvi mikið ævintýri." Nokk- uð sem Sonju var einna Ijósast þar sem hún hékk í fimm metra háum stiga við að ganga frá rafleiðslum. Öll vinnan er þeirra eigin að því undan- skildu þegar lagt var íyrir síma, og það hvarflar að manni að sitthvað hafi þau sjálf reynt áður en af þeirri heim- sókn varð. Kortlagning eigin heima Sonja hefur lokið tveggja ára mast- ersnámi í myndlist frá The School of Visual Arts og áður hafði hún verið við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún hefur tek- ið þátt í nokkram hópsýningum eftir Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Úr stúdíóinu. að námi lauk: í New York og í New Jersey og í Aþenuborg í Grikklandi sl. vetur. Heima á íslandi hefur hún hins vegar ekki sýnt fram að þessu en 28. maí verður opnuð sýning á verk- um Sonju í Galleríi Hlemmi. Hún segist alltaf líta á sig sem skúlptúrista þó að hún hafi eingöngu unnið teikningar frá því að námi lauk. „Mér fannst ég einfaldlega ekki vera búin að rannsaka þetta viðfangsefni mitt til hlítar," segh- Sonja. „I skóla er það svo að manni era sett skýr tímamörk fyrir hvert viðfangsefni og keyrslan í náminu er mikil. Mig lang- aði til að staldra aðeins við og gefa mér betri tíma til að skoða það sem ég var að gera.“ Viðfangsefnið, gömul landakort, vinnur hún í með bleki eða hvítum leiðréttingarvökva, svoköll- uðu „white-out“, á ensku. Myndræn tákn hafa lengi verið henni hugleikin. ,Áður en kortin vöktu athygli mína hafði ég verið að vinna skuggamyndir af sjálfri mér. Þetta vora stórar teikningar bæði á vegg og pappír. Ég var í raun að kortleggja tilfinningar með skírskotun til ýmissa líkams- stellinga. Og það var þá sem landa- kortin komu til sögunnar. Fljótlega fór ég að hafa meiri áhuga á kortun- um sem slíkum og hvemig ég gæti umbreytt þeim. Skapað minn eigin heim.“ Þessi sérstaka eyjatilfinning Fyrstu verkin fólu í sér hugmynd- ina um að hella bleki í sjóinn. Drekkja landsvæðum í bleki þannig að einung- is valdir partar stæðu eftir. Önnur lönd urðu að Atlantis-eyjum og neð- arsjávarborgum. „Ég var að gefa iöndum og fylkjum stærri megin- landa færi á að setja sig í fótspor Is- lendingsins, kynnast þessari sér- stöku eyjatilfinningu,“ segir Sonja hálfglottandi. Það var líka hennar eigin forvitni sem réð ferðinni, hver eiginleg lögun tiltekins landsvæðis væri ef allt umhverfis væri undan- skilið. í sumum verkum stendur ekki annað eftir en t.d. landamæri og hraðbrautalínur eða veganúmer eins og í verkinu Leiðarljós þar sem þjóð- vegsnúmer í New York-fylki lýsa sem stjörnur á bleksvörtu himinhvolfi teikningarinnai’. „Myndbygging og formræn hlið verkanna skiptir mig ekld minna máli en sú táknræna," segir Sonja. Vinnan er tímafrek enda era þetta hárnæmar litlar strokur blektússins sem smám saman þekja meira og minna allt yfirborð kort- anna. Segist hún að jafnaði Ijúka tveimur verkum á mánuði. FiskiboIIur, söl og Ellý Vilhjálms Hvað varðar praktísku hhðina á að búa og starfa sem myndlistarmaður í stórborg og láta enda ná saman segir Sonja það mjög skýrt að myndlistin sé númer eitt, tvö og þrjú hjá sér. Hún sinni ýmiss konar ígripavinnu til að framfleyta sér, hefúr t.d. unnið á grænmetismarkaði, hjá skartgripa- hönnuði og við að flytja leikmuni og segir miserfitt að standa undir leigu og öðra um mánaðamót. „Við að koma hingað finnur maður hvernig frægð og frami liggur í loftinu, getur nánast lyktað af því, og auðvitað hef- ur það áhrif á mann,“ segir Sonja. „Síðan hef ég gert mér grein fyrir að það að vera myndlistarmaður er ekki starf sem er tekið með einhverju skyndiáhlaupi. Að þetta er lífsverk og ákveðinn lífsstíll sem maður tileinkar sér.“ Hún segir heimþrána meiri og sterkari eftir því sem frá líður. „Ég birgi mig upp af fiskibollum í dós og sölum þegar ég fer heim. Svo sit ég hér og hlusta á Ellý Vilhjálms undir vinnunni." Hún er þó ekki endilega á heimleið. Segir að það skipti máli að rækta áfram tengslin við myndlistar- heiminn hér að loknu námi. „í New York er svo margt að sjá og til þess þarftu ekki annað en ganga um götur. Hver veit nema einmitt í dag mæti þér eitthvað sem á eftir að koma veralega á óvart.“ Hluti úr verki Steingríms Eyfjörðs. Tvær sýningar í Gula húsinu Kvenímyndir og dreif- býlisævintýri Á MORGUN, laugardag, kl: 16:00 verða opnaðar tvær sýningar í Gula húsinu á horni Lindargötu og Frakkastígs. Steingrímur Eyfjörð mun sýna teikningar á efstu hæð húss- ins en þær sýna kvenímyndir í huga nokkurra íslenskra karl- manna. Þar koma fram nánar lýsingar á því hvað þeim finnst að eigi að einkenna þeirra draumakonu; hvað sé það sem kveiki blossann. Adda (Arnþrúður Ingólfsdóttir) mun sýna á jarðhæð hússins verkið „Allt sem gerist þegar ungir menn sleggja til innkíttaða Mazda-bifreið“, ævintýri í myndum, hljóðum og tónum. Þetta er saga frá dreifbýlinu um tvo unga stráka sem láta drauma sína rætast. Sýningarnar eru opnar frá og með 13. maí til 28. maí, alla daga frá kl.15 - 18, og eru allir velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.