Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 75

Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 75, Tónleíkar Eltons John 1. júní Sviðið flutt til landsins frá Hollandi ELTON John er sem kunnugt er væntanlegur hingað til lands til tónleikahalds 1. júní og munu tón- leikarnir fara fram á Laugar- dalsvellinum. Sérstakur dúkur verður lagður á völlinn og sviðið sem Elton mun nota kemur alla leið frá Hollandi en Rolling Stones hafa notast við þetta sama svið. „Elton kemur með sitt eigið píanó en við sjáum um að útvega sviðið,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, einn að- standenda tónleikanna. Sviðið er risastórt; tæpir fjörutíu metrar á lengd og fjórtán á hæð. „Með sviðinu koma sex manns er- lendis frá til að setja það upp en auk þeirra munu menn á vegum Sparra koma að uppsetningu sviðs- ins.“ Vænta má að það taki þrjá daga að setja sviðið upp en aðeins einn að taka það niður aftur. Sviðið verður við suðurenda vall- arins og verða bæði seldir miðar í stúku og stæði. Miðasalan hófst í morgun og fer hún fram í hrað- bönkum allra útibúa fslandsbanka. Ákveðið hefur verið að setja upp sérstaka „VIP-stúku“ við sitt hvorn enda sviðsins. I þær stúkur verða aðeins seldir rúmlega hundrað mið- ar sem kosta 20 þúsund krónur hver. Allur ágoði af sölu miðanna rennur til Krafts sem er stuðnings- félag fyrir ungt fólk með krabba- mein og aðstandendur þess en hægt að fá nánari upplýsingar um starf- semi félagsins á krabb.is/kraftur. Auk einstaklega góðs útsýnis yfir Svona lítur sviðið út sem Elton John kemur til með að nota á Laugar- dalsvellinum. Til stærðarviðmiðunar er lítill karl á miðju sviðinu. Reuters Elton John kemur með sitt eigið píanó en sviðið sem það mun standa á kemur frá Hollandi. sviðið munu sérstakar veitingar fylgja „VIP stúkunum" sem og teppi, ef með þarf, og önnur þæg- indi. Sala á miðum í þessar stúkur hefst mánudaginn 15. maí. Lofthræðsla og sviðsskrekkur Halldór Jónsson hjá Sparra segir að sínir menn séu vanir að reisa stálgrindarhús og að sú reynsla komi vonandi að góðum notum við uppsetningu sviðs- ins. „Það verða há- loftamenn í þess- ari vinnu því svið- ið er hátt og mikið,“ segir Hall- dór. „Það þýðir ekkert að vera með lofthrædda menn í svona lög- uðu! Það á að taka um þrjá daga að setja sviðið upp, rétt eins og að smíða lítið hús, en aðalmálið verður að eiga við hæðina á sviðinu,“ segir hann og hlær. „Þannig að við erum komnir með smásviðsskrekk." Halldór segir að hann og hans menn muni svo að sjálfsögðu skella sér á tónleikana að kvöldi 1. júní. Tónleikasvæðið verður opnað kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir með upphitun kl. 19:00. Guðrún segir að viðræður standi yfir við þekktar íslenskar hljómsveitir íþví sambandi og mun það skýrast á næstu dögum hverjir komi til með að spila. Dýptog fegurð Udi Hrant. Traditional Crossroads, USA. GAMLI maðurinn sem lítur út eins og Derrick og pi'ýðir þennan disk var mesti ud-leikari allra tíma en ud er fornt arabískt hljóðfæri, náskylt gítar eða lútu. Það á rætur sínar að rekja allt til fomald- ar og í persneskum þjóðsögum er sagt frá Lamak sem hengdi lík sonar síns upp í tré; er líkið tók að rotna og er holdið leystist frá beinun- um myndaði líkam- inn form fyrsta ud- hljóðfærisins. Þessi dularfulla saga á vel við hljóðfærið sem plokkað er á með arnarfjöður og gefur frá sér reykelsis- mettaða tóna. Udi Hrant var Horowitz ud-hljóðfærisins og í miklum metum hjá austrænum tónlistarmönnum. Hann fæddist í Tyrklandi um alda- mótin, blindur við fæðingu en lærði að spila á hljóðfærið sitt betur en nokkur hafði gert áður. Hann náði hylli almennings í Tyrklandi og tók að ferðast um heiminn og kynna tónlist sína. Markmið hans var að færa aust- ræna tónlist frá knæpum og götu- homum og gera hana jafnvirta vest- rænni tónlist. Hann vann því mikið brautryðjendaverk í að koma arab- ískri tónlist á kortið heimafyrir og á Vesturlöndum. Um ævi sína lék Udi Hrant á tónleikum um allan heim en gerði fáar hljóðupptökur. Á tónleika- og kennsluferð hans um Bandaríkin 1950 tók einn nemandi hans upp kennslu- stund með meistar- anum á hótelher- bergi í New York sem nú nýlega var gefin út. Diskurinn er hreinasta perla, gamli maðurinn heyrist röfla lítillega og slá taktinn með fótunum milli þess sem hann syngur og spilar fyrir einn upp^, áhalds nemanda sinn. Það er gífurleg nálægð og stemmn- ing í upptökunum. Þó ég verði að viður- kenna að ég þekki ekki ud-tónlist vel er þetta einhver falleg- asti diskur sem rekið hefur á fjörur mínar. Dýptin, feg- urðin og snilldin er alger hjá Udi Hrant. Ragnar Kjartansson^ Udi Hrant fæddist í Tyrk- landi um aldamótin, blind- ur við fæðingu, en lærði að spila á hljóðfærið sitt betur en nokkur hafði gert áður. Guðmundur Ólafsson og Theódór voru kynnar kvöldsins og sáu til þess að allt færi vel fram. A Siglfirðingar og Olafsfírðing- ar sameinuðust á Broadway SKEMMTIKVÖLD með Siglfirð- ingum og Ólafsfirðingum var haldið á skemmtistaðnum Broadway um helgina. Fjöldi skemmtikrafta frá stöðunum tveimur kom fram, m.a. hljómsveitin Fílapenslar, Gautar eins og hún var árið 1964, Leikfélag Ólafsfjarðar, Miðaldamenn, Storm- ar, Maggi og Gulli og leikararnir Guðmundur Ólafsson og Theódór Júlíusson. Lék Hljómsveitin Storm- ar fyrir dansi í aðalsal og var þar glatt á hjalla og stiginn dans fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hópur frá leikfélagi Ólafsfiarðar söng saumaklúbbssönginn. og DÚstadurinn WISH-CLEAN gluggaþvegillinn er bæði hægt að nota tii að þvo og skafa glugga og spegla. Verð með 25% afslætti aðeins: Hágæða stálpottur > sem hægt er að hella úr án “ þess að taka lokið af! Amerlskur og endingargóður. Verð aðeins: Meira en 1000 kr. afsláttur! Kjötgaffall með hitamæli Einstök nýjung! 500 kr. afsláttur. Hitabrúsi úr ryðfriu stáli Tvöfaldur og engin glerflaska! 20% afsláttur. Verð aðeins: Melissa grillofnlnn Bakar og hitar. Verð aðeins: Furusnagi með sex krókum Fallegur snagi sem rúmar fjölmargar flíkur. Verð aðeins: 1.800 kr. 600 kr. afsláttur! , Sparaðu um 1.500 kr. á þessum netta grillofni. Hjólalás á hálfvirði! Níðsterkur, festist beint á gjörðina, þvælist ekki fyrir og kostar aðeins Þessi 2,3 I ! blandari er sérhannaður fyrir fæðubótarefni. Verð aðeins: Garðáhöld á frábæru verðil Prjú stykki saman með 40% afslætti á aðeins Sex bretti á standi Alveg gráupplagt (bústaðinn Verð aðeins: 20% afsláttur! Rýmingarsala á ferðaspilurum og vasadiskóuml Þú sparar 350 krónur! Kringlunni Sími 568 9400 Opið sunnudag 13-17 < r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.