Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ /72 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 ÖOj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóilii k(. 20.00 LANDKRABBINN — Ragnar Amalds 12. sýn. í kvöld fös. 12/5 örfá sæti laus, fim. 18/5 nokkur sæti iaus, fös. 19/5 nokkur sæti laus, lau. 20/5, mið. 24/5. Áhugaleiksýning ársins 2000 — leiklistarfiópur Ungmennafélagsins Eflingar sýnir SÍLDIN KEMUR OG SÍLDIN FER Höfundar: Iðunn og Kristín Steinsdætur. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. Laugardagur 13. maí. Athugið aðeins þessi eina sýning. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 14/5 kl. 14 50. sýn. uppselt, aukasýning kl. 17 nokkur sæti laus, sun. 21/5 kl. 14 uppselt, sun. 28/5 kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17. DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare 8. sýn. 17/5 örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 25/5 örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 26/5 örfá sæti laus, 11. sýn. lau. 27/5 nokkur sæti laus, 12. sýn. fim. 1/6 nokkur sæti laus. KOMDU NÆR — Patrick Marber Mið. 31/5. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 16/5 næstsíðasta sýning og sun. 21/5 síðasta sýning. SmiðatierkstœSiZ kt. 20.00: VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban I kvöld fös. 12/5, fös. 19/5 næstsíðasta sýning og lau. 20/5, síðasta sýning. Iffia sriffl kt 20.30: V ,v HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir í kvöld fös 12/5, sun. 14/5, fös. 19/5, lau. 20/5. Sýningum fer fækkandi. Mlðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is. LADDI 2000 Föst.12.maíkl.20 Lnu. 20.maí kl.20 Lau. 27.mmkl.20 Pöntunarsimí: 551-1384 BÍÚIEIKHÚS iii—riim isi.i-Nsk v on.it \\ Sími 511 42l)t) Leikhópurinn Á senunni Fös. 12. mai kl. 20 f nrinn Lau. 13. maí kl. 16 Mid. 17. maí kl. 20 tulikomni Fim. 18. mai kl. 20 jafningi Lau.27. maí kl. 20 Sun. 28. maí kl. 20 (á ensku) Leikrit eftir Felix Bergsson í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur Miðasala: sími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 13-19, mán.— lau. og alla sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Símapantanir frá kl. 10. Bandalag "'sl ^s^ens^ra ^ | HP Leikfclaga Bæjarleikhúsið v/Þverholt Mosfellsbæ Leikfélag Mosfeilssveitar sýnir STRÍÐ í FRIÐI eftir Birgi J. Sigurðsson Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson Allra síðasta sýning verður: f kvöld fös. 12. maí kl. 20.30 Miðapantanir í sfma 566 7788. áh*7íi kféi7ag liaé Ö^REYKJAVÍKURJ® BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Cole Porter Sam og Beilu Spewack Fös. 12/5 kl. 19.00 örfa sæti laus lau. 13/5 kl. 19.00 uppsett sun. 14/5 kl. 19.00 örfá sæti laus fim. 18/5 kl. 20.00 örfá saeti laus fös. 19/5 kl. 19.00 örfá sæti laus lau. 20/5 kl. 19.00 uppselt sun. 21/5 kl. 19.00 laus sæti mið. 31/5 kl. 20.00 örfá sæti laus. fim. 1/6 kl. 20.00 laus sæti fös. 2/6 kl. 19.00 laus sæti lau. 3/6 kl. 19.00 nokkur sæti laus sun. 4/6 kl. 19.00 laus sæti Sjáið allt um Kötu á www.borgarleikhus.is Sýningum lýkur í vor Ósóttar miðapantanir seldar daglega.__________ Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. TOBACCO ROAD eftir Erskine Caldwell sýn. fös. 12/5 kl. 20 örfá sæti sýn. lau. 13/5 kl. 20 sýn. fös. 19/5 kl. 20 sýn. lau. 20/5 kl. 20 25% afsl. til handhafa Gulldebetkorta Landsbankans. Miðasaia opin alla virka daga kl. 13—17 og fram aö sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin A valdi lífsnautna Á hvíta tjaldinu er franski aðallinn á sautjándu öld, glamúrinn holdi klæddur, að háma í sig kræsingar. Pétur Blöndal sótti blaðamannafund með aðli þeirrar tuttug- ustu, leikurum og aðstandendum Vatel, opnunarmyndar hátíðarinnar í Cannes. EKKI er hægt að hugsa sér betra val á opnunarmynd á kvikmyndahátíð í Cannes en frönsku myndina Vatel, sem fjallar um kokk Lúðvíks fjórtánda, iburðarmikla veislu fyrir aðalinn frá Versölum, með ægilegum kræsingum, framreiddum af hundruðum manns. Á stundum mætti ætla að andi Vatels svifi yfir vötnum í Cannes, þar sem öll strandlengjan er undirlögð af frumsýningarveislum á hverju kvöldi, og hvergi er til sparað, hvorki í veisluföngum né glamúr. „Þetta er eins og vatnslita- mynd,“ sagði einn frumsýningar- gesta og átti við að ekki væri hægt að finna að sviðsmyndinni, mynda- tökunni, búningunum, tónlist Morricones eða matnum, en það vantaði meiri dýpt í verkið. Ef til vill er það tímans tákn að opnunar- myndin á þessari frönsku hátið, sé af frönskum uppruna, eigi sér stað í Frakklandi, sé með frönskum leikurum á borð við Gerard Depar- dieu, en samt sé töluð enska í myndinni. Það truflar þó ekki Dep- ardieu. „Það veitir mér aukið frelsi,“ segir hann. „Ég elska frönsku og á það til að festast í viðjum tungumálsins. Þeg- ar ég leik á ensku er ég stöðugt að uppgötva tungumálið og hlutverk- ið. Þess vegna nýt ég þess að leika á ensku, jafnvel þótt ég hafi ekki alltaf hugmynd um hvað ég er að segja, - eins og gildir raunar um flesta." Depardieu segist upphaf- lega hafa hrifist af handritinu, sem var endurskrifað af Tom Stoppard efth- upprunalegu handriti Jeanne Labrune. „Ég hafði líka heyrt mik- ið af Vatel látið, manninum sem stakk sig vegna þess að fiskurinn barst ekki á réttum tíma.“ Lífið er mín megrun Depardieu situr fyrir svörum á blaðamannafundi í hátíðarhöllinni, ásamt Umu Thurman, Julian Sands, leikstjóranum Roland Joffé og handritshöfundinum Jeanne Labrune. Það sést óneitanlega á Depardieu að hefur leikið í ein- hverri mestu sælkeramynd sem gerð hefur verið. „Var einhver að tala um megrun?" segir hann skyndilega, stendur upp og vekur hlátur á blaðamannafundinum. „Lífið er mín megrun.“ Blaðamaður hafði daginn áður rætt við Gene Hackman, sem sagði leikara í Evrópu metna eftir getu, en ekki útliti, og nefndi eitt dæmi, Depardieu. Hvað er það eiginlega sem heillar konur við þennan stór- skorna mann? „Hvað get ég sagt?“ svarar Depardieu og hlær, „utan að mér líkar við heiminn og konur fAstAÖHM GAMANLEIKRITIÐ lau. 20/5 kl. 20.30 laus sæti fös. 26/5 kl. 20.30 JON GNARR EG VAR EINU SINNI NÖRD Síáistuisýningar fyrir sumarfrí: ^fkvðld fös. 12.5 kl. 21.00 Jr fös. 19.5 miðnætursýning £ i kl. 24.00 iau. 27.5 kl. 21.00 MIÐASALA í S. 552 3000 og á loftkastali@islandia.is Miðasala eropin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 14 laugardaga og fram að sýningu sýningardaga. Athugið — ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu. 30 30 30 SJEIKLSPIR EINS OO HANN LEGGLJR SIG lau 13/5 kl. 20 örfá sæti laus fim 18/5 kl. 20 örfá sæti laus fös 19/5 kl. 20 UPPSELT lau 20/5 kl. 20 örfá sæti laus fim 25/5 ki. 20 nokkur sæti laus STJÖRNUR Á MORG UNHIMNI sun 14/5 kl. 20 nokkur sæti laus sun 21/5 kl. 20 laus sætí lau 27/5 kl. 20 nokkur sæti laus LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS Kl. 12. lau 13/5, þri 16/5, þri 23/5 www.idno.is vJ§>mbUs —ALLTZ\f= eiTTHVAO IMÝTT Spark í rassinn Utangarðsmenn telja í á ný Á blaðamannafundi á Kaffívagninum í gær tilkynntu Utangarðsmenn formlega að til stæði að koma saman á ný í sumar. Eftir fundinn hitti Kristín Björk Kristjánsdóttir Bubba Morthens, Pollock-bræðurna Danny og Mike og Magnús Stefánsson trommara og fékk að heyra um „afturgönguna^. EGAR rokkhljómsveit ald- arinnar, Utangarðsmenn, gerði allt vitlaust fyrir um tuttugu árum var blaðamaður enn bara lítill kuðungur. Það er því gífur- legt tilhlökkunarefni að í sumar skuli gefast tækifæri á að sjá og heyra kóngana veiða gítarana upp úr gröf- inni og særa fram ódauðlegt, rúll- andi rokk. Allir nema Magnús hylja augna- ráð sitt með glæsilegum sólgleraug- um eins og sannar poppstjörnur. Fyrir um ári komu Utangarðsmenn saman fyrir sjónvarpsþáttinn Stutt í Spunann og sýndu að þeir höfðu engu gleymt. Nú stendur til að koma saman aftur og halda nokkra flotta tónleika. „Við fríkuðum alveg út á því hvað við vorum góðir í sjónvarp- inu í fyrra,“ segir Mike glottandi og bætir við: „Þetta er rétti tíminn til að telja í, andinn er réttur og spenna í loftinu." Textarnir eiga enn erindi Utangarðsmenn voru þekktir fyr- ir allt annað en afskiptaleysi gagn- vart umhverfi sínu og þjóðfélagi. Þeir segja tuttugu ára gamla texta sína enn eiga fullt erindi til fólks. Munum við fá að heyra nýjar þjóð- félagslegar vangaveltur í bland við þær eldri í sumar? „Að sjálfsögðu," svarar Bubbi, tekur ofan sólgleraugun og setur al- varlegur í brýrnar. „Hins vegar er vitaskuld margt öðruvísi í þjóðfélag- inu í dag en það var árið 1980. Þá var ekkert kvótakerfi, þá höfðu öryrkjar það gott og gamla fólkinu var sinnt betur. Þá var ein þjóð í landinu. Árið 2000 er gífurleg falin fátækt á ís- landi. Það er níðst á öryrkjum og gömlu fólki, það eru tvær þjóðir í landinu og ný tegund af guðum sem heita verðbréfasalar. Þetta eru 25- 26 ára gamlir guttar í Armani- jakkafötum sem eru allir eins og þeir séu klónaðir. Þetta eru hinir nýju af- reksmenn þjóðarinnar, nýju hetj- umar. Það er ofboðsleg firring í þjóðfélaginu okkar og öll gildi snúast um ímyndir. Það er ofboðsleg ver- aldleg sturlun að tröllríða öllu og það kemur fram í tónlistarlífinu og lífinu hjá almenningi þar sem allt snýst um að eignast veraldlega hluti og mann- úðleg gildi eru bara einhvers staðar úti í horni.“ Mike tekur undir þetta. „Það er til dæmis alveg skelfilegt að fara í Kringluna," segir hann. „Það er næstum því eins og að ganga inn í heróínbúllu í New York. Manískt fólkið veður um með glampann í aug- unum, veifandi kreditkortunum. Kaupa, kaupa, kaupa. Firringin er alger,“ segir Mike og Bubbi heldur áfram: „Lítum á hvað er að gerast í miðborginni okkar. Þar eru engin græn svæði þar sem við getum farið með börnin okkar. Og vegna þess hvað er komið mikið af pöbbum út
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.