Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 33 Úr barnaleikritinu Glanni glæpur í Latabæ. 50. sýning á Glanna glæp 50. SÝNING á bamaleikritinu Glanni glæpur í Latabæ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu verður nú á sunnu- dag. Höfundur verksins er Magnús Scheving og gerði hann jafnframt leikgerðina ásamt Sigurði Sigur- jónssyni, sem einnig leikstýrir verk- Ævintýralegir íbúar í Latabæ era m.a. Solla stirða, bæjarsljórinn Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, að ógleymdum sjálfum íþróttaálfinum. En gesturinn sem kemur í Latabæ er sjálfur Glanni glæpur. Leikendur eru Stefán Karl Stef- ánsson, Linda Asgeirsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Vigdfs Gunnarsdótt- ir, Magnús Ólafsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Gunnar Hansson, Sigurður Sigurjónsson, Ólafur Darri Ólafsson og Magnús Scheving. Aukasýning (51. sýning) á Glanna glæp verður kl. 17 sunnudaginn 14. Fálkinn snýr sér í hring MYIVDLIST Gallerí Áhaldahúsifl í Vestmannaejjum BIRGIR ANDRÉSSON, KRISTJÁN GUÐMUNDS- SON, ÁSGEIR LÁRUSSON OGÓLAFUR LÁRUSSON BLANDAÐEFNI Sýningin stendur til 14. maí. MYNDLISTARVORIÐ í Eyjum stendur nú sem hæst og þriðja sýningin af fjórum hangir nú uppi í gamla áhaldahúsinu upp af höfn- inni sem er orðið helsta miðstöð menningarinnar í þessum rótgróna útgerðarbæ, vettvangur metnaðar- fullra myndlistarsýninga sem eru dyggilega studdar af bæjarstjórn og ýmsum fyrirtækjum á staðnum, auk þess sem þar eru haldnir tón- leikar og námskeið í málaralist. Þeir fjórir, sem nú sýna, eiga allir að baki langan feril og hafa staðið af sér stoi-ma síðustu áratuga á einu mesta umbreytingaskeiði í myndlistinni. Sýningin er fjölbreytileg og mis- mikið sýnt frá hverjum fjórmenn- inganna, Kristján Guðmundsson sýnir aðeins þrjú verk úr einni myndröð, Ásgeir Lárusson sýnir eitt verk þótt reyndar sé það sam- sett af þrettán myndum, Ólafur Lárusson sýnir allmargar myndir sem flokkast í tvær myndraðir, en óhætt er að segja að þáttur Birgis Andréssonar sé sverastur í sýning- unni en hann sýnir fjölda teikn- inga sem allar eru unnar á síðustu þremur árum. Birgir er afbragðsteiknari þótt flestir listunnendur tengi líklega nafn hans frekar við óhefðbundn- ari miðla, ljósmyndaverk, prjónaða lopafána og samsetta skápa sem endurspegla formbyggingu gam- alla íslenskra frímerkja. í myndunum á þessari sýningu tekur hann fyrir þemu úr náttúr- unni og teiknar mosagróið hraun og ýfðan sjó. Auk þess sýnir hann sex teikningar af fálka, sitjandi á klettasnös, frá ýmsum sjónarhorn- um og ber myndröðin yfirskriftina „Sú undarlega hegðun íslenska fálkans að snúa sér stöðugt í hringi“. Nú skal ekki sagt til um hér hvaða náttúrufræði liggur hér að baki, en myndirnar eru áleitnar og þær má kannski allt eins skoða sem táknhugmynd um listina sjálfa, samfélag okkar eða lífið allt; það er ekki bara fálkinn sem hefur undarlega hneigð til að snúa sér stöðugt í hringi heldur virðist stundum sem við öll séum á eilíf- um hringsnúningi. Ljósmynd/Jón Proppe Verk eftir Birgi Aiidrésson. Verk Ólafar Lárussonar á þess- ari sýningu eru hraðunnin mál- verk, eins konar myndspuni eða impróvísasjón, sem hann tekur síð- an til eftirvinnslu og mótar áfram út frá stöngum formrænum reglum. I myndröðinni sem mesta at- hygli vekur hefur hann skorið hornrétta fleti út úr myndunum og fært þá til, ýmist með því að víxla þeim innan málverksins eða með því að taka þá alfarið út og hengja við hliðina á sjálfri myndinni. Verk Ásgeirs Lárussonar hefur beina tilvísun til Vestmannaeyja og miðpunktur þess er ljósmynd af Kristínu Gísladóttur, föðurömmu listamannsins, sem fædd var í Eyj- um árið 1897. í kring um þessa mynd raðar Lárus smáum myndum sem helst eru ætlaðar til að benda á tákn- rænar íhugunarleiðir út frá eyja- landslagi og sögu. Kristján Guðmundsson, fjórði þátttakandinn í sýninguni, sýnir fjölfeldi, verk sem búin eru til í tíu eintökum hvert og mynda auk þess eins konar röð eða mynd- heild. Verkin nefnir hann litaljóð og þau byggja, eins og verk Kristjáns gera gjarnan, á beinum línum og einfaldri, naumri samsetningu. I hverju verkanna kemur fyrir eitt orð, orðið „og“, á ensku, sænsku og þýsku, en verkin heita eftir því „Amerískt litaljóð“, „Sænskt lita- ljóð“ og „Þýskt litaljóð". Sýningin í áhaldahúsinu er efn- ismikil og í henni ýmislegt bita- stætt og umhugsunarvert og hlýt- ur hún að teljast gott innlegg í myndlistarvorið í Eyjum. Jón Proppé Orkan jókst til muna ! „Ég hef tekið NATEN 1 2 3 samfleytt í 2 ár. Ég varð fljótt þróttmeirí, orkan jókst til muna og svefn varð betri. Naten hefur einnig góð áhrif á kynorkuna og kemur jafnvægi á líkama og sál." > $ c s ,o> E oí cn c .£ æ a aj § QQ KYNNING í HÁALEITISAPÓTEKI 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR Kynning föstudaginn 12.5 frá kl 14- 17 Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt. Fæöubótareffníö sem fólk talar um! Litskyggn- ur við tónlistar- undirleik MAGNÚS Einarsson verður með litskyggnusýningu í Hafn- arfjarðarleikhúsinu á sunnudag kl. 17. Sýningin felur í sér 420 litskyggnur af náttúru íslands á öllum árstíðum sem sýndar eru með fjórum slidesýningar- vélum, auk þess sem tónverkið Pláneturnar eftir G. Holst stýr- ir því hvernig litskyggnurnar birtast hver á fætur annarri. Pláneturnar eru í sjö þáttum í þessari röð: Mars, Venus, Merkúr, Júpíter, Satúrnus, Úr- anus og Neptúnus, en hverri plánetu fylgja litskyggnur af náttúru íslands. Tæknileg úr- vinnsla sýningarinnar er þann- ig úr garði gerð að myndir og tónlist fléttast saman til að kalla fram ákveðin hughrif. Sýningin stendur yfir í eina klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Menningarmálanefnd Hafn- arfjarðar hefur veitt styrk til sýningarinnar. Ein af tímaófreskjum Kristins Pálmasonar á Mokka. Splunkuný málverk á Mokka NÚ stendur yfir málverkasýning Kristins Pálmasonar á Mokka. Sýn- Nýjar plötur • NORR 4 er með lögum samnefnds norræns kvartetts sem skipaður er tónlistarmönnunum Agli Ólafssyni, söngur, Birni Thoroddsen, gítar, Ole Rasmussen, bassi, og P.A. Tollbom, trommur. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Kvartettinn er hugarfóstur Björns Thoroddsen gítarleikara, sem eftir nokkra velheppnaða djammfundi með hinum kunna danska djass- bassaleikara Ole Rasmussen á Kringlukránni árið 1995 fékk styrk frá norrænu tónlistarnefndinni Nordisk Kulturfund til að setja sam- an kvartettinn tveim árum síðar með þátttöku þeirra Oles á bassa, Egils Ólafssonar í sönghlutverki og Pers Arnes Tollboms frá Malmö á tromm- ur, enda regla hjá tónlistamefndinni að styrkja aðeins tónlistannenn frá minnst þremur þjóðum Norðurlanda í senn. Áuk fréttainnslags í Sjón- varpi kom kvartettinn það ár fram í Reykjavík, Hafnarfirði, á Selfossi og Akureyri, og hljóðritaði geisladisk. Þá léku fjórmenningarnir einnig á aðaldjassstað Kaupmannahafnar, Copenhagen Jazzhouse, og í Lundi á Skáni við góðar undirtektir." Útgefandi er Geimsteinn ehf. Upptökur fóru fram í Sýrlandi 17. og 18. mars 1997. Endanieg vinnsla og frágangur í Stúdíó 60B Keflavík. inguna nefnir listamaðurin Tíma- ófreskjur, og eru verkin öll unnin á síðustu helgi og fram á mánudag. Verkin eru sett fram sem sería sérstaklega- fyrir Mokka og segir í fréttatilkynningu að innihald þeirra beri keim af rannsóknum Kristins á sambandi og samruna skáldskapar ímyndarinnar annars vegar og raunsæis efnisins hins vegar. Sýningin stendur til 10. júní. Málverka- sýning í Lóuhreiðri JÓNÍNA Björg Gísladóttir opnar sýningu á málverkum í Lóuhreiðri, Kjörgarði á Lauga- vegi, á morgun kl. 16. Sýningin stendurtil3.júní. Meðgöngufatnaður ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136 Aðsendar greinar á Netinu mbUs __/\LLTJ\f= eiTTH\0\Ð /V^TT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.