Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 31 ERLENT Borgarstjóri New York og kona hans skilja vegna meints framhjáhalds hans Kyndir undir efasemdum um framboð Giulianis New York. Reuters, AFP, The Washington Post. RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri New York, og eiginkona hans skýrðu frá því í fyrradag að þau hygðust skilja að borði og sæng og talið er að meint ástarsamband hans við aðra konu sé meginástæðan. Hefur þetta kynt undir efasemdum um að borgar- stjórinn verði frambjóðandi repúblik- ana gegn Hillary Clinton forsetafrú í þingkosningunum í nóvember. Hálfum mánuði áður hafði Giuliani skýrt frá því að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli á byrj- unarstigi. Borgarstjórinn og kona hans, Donna Hanover, fimmtug leikkona og fyiTverandi sjónvarpsfréttamað- ur, hafa verið gift í sextán ár en sjald- an komið fram saman opinberlega á síðustu árum. „Ég er mjög dapur og mér líður hræðilega," sagði Giuliani á tilfinn- ingaþiungnum blaðamannafundi á Manhattan þegar hann skýrði frá því að þau hjónin hefðu slitið samvistir. „í rauninni er mér sama um stjórn- mál á þessari stundu. Ég hugsa að- eins um fjölskyldu mína, fólkið sem ég ann og hvað hægt sé að gera til að vemda það.“ Hjónin eiga tvö börn, 10 og 14 ára, og þau eiga að dvelja hjá móður sinni i bústað borgarstjórans, Gracie Mansion, næstu mánuðina „af örygg- isástæðum", að sögn Hanover. Orðaður við tvær konur Hanover ræddi við blaðamenn í borgarstjórabústaðnum skömmu eft- ir tilkynningu Giulianis og ýjaði að því að þau hefðu slitið samvistir vegna meints ástarsambands hans við tvær konur. „I nokkm- ár vai- erf- itt að taka þátt í opinberu lífi Rudys vegna sambands hans við eina af starfskonum hans.“ Talið er að Hanover eigi hér við Cristyne Lategano, 35 ára fyrrver- andi fjölmiðlafulltrúa borgarstjórans. Tímaritið Vanity Fair hélt því fram fyrir tæpum þremur árum að Lateg- ano væri ástkona borgarstjórans en hann hefur alltaf neitað því. Hún varð seinna forstjóri ferðaskrifstofu borg- arinnar og gifti sig í febrúar. Hanover grét á blaðamannafund- inum og kvaðst hafa reynt að bjarga hjónabandinu en það hefði ekki tek- ist. „Frá maí á síðasta ári reyndi ég allt sem ég gat til að koma okkur saman á ný og samband okkar var orðið nokkuð náið um haustið. Hann valdi þá aðra leið.“ Þessi „önnur leið“ mun vera Judith Nathan, 45 ára hjúkrunarkona, sem hefur oft sést með borgarstjóranum á veitingahúsum frá því á síðasta ári og jafnvel við opinberar athafnir síðustu mánuði. Kjósendurnir láta sér fátt um finnast Giuliani sagði að þau Nathan væiu „mjög góðir vinir“. „Ég reiði mig á hana, hún hefur veitt mér mikinn Judith Nathan, vinkona borgarstjórans. Rudolph Giuliani, borgarstjóri New York, skýrir frá því að hann og eiginkona hans ætli að skilja að borði og sæng. AP Donna Hanover, eiginkona borgarstjórans, staðfestir sambúðarslitin. stuðning og ég þarfnast hennar sennilega meira nú en áður,“ sagði borgarstjórinn. Giuliani hefur sagt að hann sé að íhuga hvers konar meðferð hann vilji við krabbameininu og líklegt þykir að hann ákveði á næstu dögum hvort hann gefi kost á sér í baráttuna við Hillary Clinton um sæti öldunga- deildai-þingmanns fyrir New York- ríki í kosningunum í haust. Skoðanakönnun, sem gerð var á mánudag, bendir til þess að tveir þriðju kjósendanna í New York telji að meint framhjáhald Giulianis hafi ekki áhrif á kosningabaráttu hans gefi hann kost á sér. 77% aðspurðra sögðu að kjósendum kæmi ekki við hvað borgarstjórinn hefðist að í einkalífinu og kvennamál hans myndu ekki minnka sigurlíkur hans í kosningunum. Giuliani, sem er 55 ára, var kjörinn borgarstjóri New York árið 1994 og endurkjörinn 1998. Hann hefur notið mikilla vinsælda í borginni fyrir að skera upp herör gegn glæpum en sú barátta hefur þó sætt gagnrýni að undanfornu vegna meints harðræðis lögreglunnar. Flestar skoðanakannanir, sem gerðar hafa verið að undanförnu, benda til þess að Hillary Clinton hafi saxað á forskot Giulianis. George Arzt, pólitískur ráðgjafi í New York, sagði að orðrómur væri á ki'eiki í ráðhúsinu um að borgarstjór- inn hygðist hætta við framboð í þing- kosningunum. Giuliani yrði að ákveða innan tíu daga hvort hann gæfi kost á sér til að repúblikönum gæfist tími til að koma framboðsmálum sínum á hreint fyrir flokksþing þeirra 30. þessa mánaðar. Margir forystumenn repúblikana í New York lýstu yfir stuðningi við Giuliani og sögðu að fréttirnar um sambúðarslitin myndu ekki hafa áhrif á hylli hans meðal kjósenda. Ljóst var þó að þeir höfðu miklar áhyggjur af því að vandamál hans í einkalífinu yrðu til þess að hann hætti við fram- boð eða veiktu framboð hans ef hann ákvæði að gefa kost á sér. Nokkrir repúblikanar efuðust um að Giuliani væri vel til þess fallinn að vera frambjóðandi fiokks sem hefur lagt áherslu á hefðbundin fjölskyldu- gildi. Tveir repúblikanar hugleiða framboð Foi-ystumenn repúblikana hafa þegar beint sjónum sínum að tveimur mönnum sem hafa hug á að etja kappi við Hillary Clinton ef Giuliani hættir við framboð. Annai- þeirra er Rick A, Lazio, full- trúadeildarþingmaður frá Long Is- land, sem ræddi hugsanlegt framboð sitt við formann repúblikanaflokks- ins í New York í fyrrakvöld. Hinn er Theodore F. Forstmann, auðugur fjárfestir á Wall Street, sem hefur stofnað sjóð til að gera fátækum börnum kleift að ganga í einkaskóla. Hvorugur þeirra ætlar að gefa.kost á sér ef Giuliani ákveður að hætta ekki við framboðið. 10.000 bjargað úr klóm mann- ræningja Peking. AFP. KÍNVERSKA lögreglan hefur á undanförnum vikum bjargað 10.000 konum og börnum sem rænt hafði verið, að því er eitt hinna rík- isreknu dagblaða greindi frá, en staðið hefur verið fyrir herferð í landinu öllu til að bjarga fólki úr ánauð. Liu Hairong, formaður vinnu- nefndar um konur og börn, sagði herferð ríkisins hafa hafist í byrjun aprilmánaðar og hefði sérstök „ör- yggisnefnd almennings“ haft yfir- umsjón með leit víðsvegar um landið. Hann neitaði að veita nánari upplýsingar um málið, en að sögn dagblaðsins Sing Tao, sem gefið er út í Hong Kong, er heildsölumark- aður með ungabörn meðal þeirrar starfsemi sem herferðin leiddi í ljós. Grunur hefði vaknað vegna skyndilegra auðæfa Niu Xiangni, ekkju á miðjum aldri sem býr í Henan héraðinu í mið-Kína, og hefði hún í kjölfarið verið handtek- in og ákærð fyrir sölu 110 ung- barna. Frá því herferð yfirvalda hófst hafa reglulega birst sögur í kín- verskum fjölmiðlum af börnum sem hefur verið rænt og konum sem neyddar hafa verið til að stunda vændi. Samkvæmt opinber- um tölum yfirvalda hefur 7.600 konum og 1.814 börnum verið rænt á síðasta ári, sem telst 11,4% aukn- ing frá árinu áður og er gangverð á dreng eða stúlku almennt um 8.000 kr. Lögregla telur þó líklegt að her- ferðin muni leiða í ljós að mannrán séu ennþá algengari. Margir þeirra sem verði fyrir barðinu á mann- ræningjum séu nefnilega í hópi 150 milljón farandverkamanna sem ferðist um landið í leit að vinnu. Þetta fólk hiki gjarnan við að leita til lögreglu, sérstaklega ef kín- versk fjölskyldulöggjöf hafi ekki veitt leyfi fyrir getnaði barnsins. NÝJA BÍLAHÖLLIN Funahöfða 1, www.notadirbilar.is 8 þ. km. g„ 38" dekk. breynur fyrir 44" o.fl. OMW 32SM, árg.08, ek. 1Z5 (|. km, ssk„ grænn, vindskeii, álfelgur, græjur o.ll. Verð 790 |)ós.. gullmoli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.