Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.05.2000, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valdabar- áttan í Iran AP Tveir þriðjungar allra Lrana eru undir 25 ára aldri og það er unga fólkið, ekki síst konur, sem vill brjótast undan kúgun klerkanna. Hér er verið að kjósa í síðari umferð þingkosninganna 5. maí sl. eftir Birqitte Granville ©The Project Syndicate 13 ÍRANSKIR gyðingar voru ný- lega dæmdir fyrir njósnir. Réttar- höldin yfír þeim er nýjasta dæmið um andspymu íhaldsaflanna gegn umbótaöflum í landinu þar sem for- setinn, Mohammed Khatami, er í broddi fylkingar. Markmið aftur- haldsaflanna er ekki eingöngu að þagga niður í umbótasinnum heldur einnig að valda árekstrum. Útgáfa dagblaða, sem hlynnt eru umbótum, hefur verið stöðvuð og umbótasinnaðir blaðamenn hafa verið handteknir. Pessir atburðir eru skipulagðir í þeim ásetningi að ýta við umbótasinnum en þeir unnu meirihluta sæta í fyrstu umferð þingkosninganna í febrúar síðast- liðnum. Ef umbótasinnar bregðast við með mótmælum og einhvers konar öngþveiti skapast á götum úti fær öryggislögreglan góða ástæðu til að grípa til aðgerða. í kjölfarið yrðu neyðarlög væntanlega sett og setningu þings yrði frestað. Leiðtogar umbótasinna gera sér grein fyrir þessu og hafa hvatt skoðanasystkini sín til að sýna still- ingu. Þeir eru vissir um að ná sínu fram fyrr eða síðar þar sem meiri- hluti ungs fólks og kvenna eru fylgj- andi breytingum en 2/3 hinna 65 milljóna írana eru undir 25 ára aldri. Ungt fólk er ekkert sérlega þolinmótt og svo er einnig með ungt fólk í íran. Þar er mest hætta á að sjóði upp úr. Spennan sem liggur i loftinu er landlæg. Ein ástæðan er að þótt efnahagur landsins sé í rúst eru engar ráðstafanir gerðar til að reisa hann við. Baráttumenn fyrir breyt- ingum sækjast fyrst og fremst eftir félagslegum umbótum sem og um- bótum á stjómmálasviðinu. Því hef- ur Khatami stefnt að í anda sið- menntaðra samfélaga og réttarríkja. En forsetinn virðist sjálfur ekkert sérlega áhugasamur um efnahagsmálin. Það ætti hann að vera. Atvinnuleysi er mikið, sér- staklega hjá ungum írönum. 1,9 milljónir ungs fólks sem lokið hafa framhaldsnámi eru væntanlegar á vinnumarkað á næstu 5 árum. 15,2% þeirra geta gert ráð fyrir að fá enga vinnu. 17,7 milljónir manna verða á vinnualdri í lok þessara 5 ára og af þeim verða 2,8 milljónir eða 15,8% atvinnulausar. Meira en helmingur fólks með háskólapróf finnur enga vinnu og leitar nú fyrir sér í öðrum löndum. Þeir sem ekki komast utan bætast í stóran hóp menntaðra, atvinnulausra ung- menna en sagan kennir okkur að slíkur hópur er líkegur til að valda óróa í samfélaginu. Vöxtur er eina raunhæfa leiðin út úr þessari klemmu. Hann er þó ekki mögulegur vegna hafta af ríkisins hálfu og víðtækrar spillingar. Verg þjóðarframleiðsla eykst líklega ekki meira en um 1,5% milli ára. Tekjur eru lágar hjá þeim sem hafa vinnu og eru hlutfallslega lægstar hjá menntafólki. Allir hópar segja að orsaka bágs efnahags landsins sé að leita í hinu skaðvænlega stríði við Irák, á ár- unum 1980-1988, og í viðskipta- banni sem Bandaríkjamenn settu á landið. En raunveruleg orsök er að- gerðaleysi stjómvalda. Hagkerfið er að 80% í eigu ríkisins (byggir á stjómarskrá byltingarinnar, grein 44) og verðmyndun á helstu vömm er miðstýrð. Ríkisfyrirtæki þiggja mikla fjármuni til hráefniskaupa og stór hluti olíugróðans (10% þjóðar- framleiðslunnar) fer til þeirra. Styrkir samfara ofvaxinni stjómsýslu (ríkisstarfsmenn em 2 milljónir) viðhalda tekjuhalla í rík- isbúskapnum. Hann er áætlaður vera um 5% af þjóðarframleiðsl- unni. Verra er þó að hallanum er mætt með prentun peningaseðla en það ýtir svo aftur undir verðbólgu. Hún var 24% 1998-1999 og eykst stöðugt. Verðbólga og atvinnuleysi munu fara vaxandi þar til ríkis- „Meira en helmingur fólks með háskóla- próf finnur enga vinnu og leitar nú fyr- ir sér í öðrum lönd- um. Þeir sem ekki komast utan bætast í stóran hóp mennt- aðra, atvinnulausra ungmenna en sagan kennir okkur að slík- ur hópur er líklegur til að valda óróa í samfélaginu." stjómin fær vilja og umboð til að halda áfram með umbætur sínar. Henni mun mæta andstaða íhalds- og byltingarafla sem og ákveðinna hagsmunaaðila, forréttindahóps sem byltingin skapaði. Aukið frelsi á vinnumarkaði er mjög aðkallandi. Núverandi vinnu- löggjöf (var komið á eftir 1979) er dýr fyrir atvinnnurekendur sem þurfa að reiða sig á starfsmenn sem fá lögbundinn kaupauka og ríflegar greiðslur við starfslok. Einnig þarf að taka til athugunar bonyads (góð- gerðar- og líkanarstofnanir). Þær em undanþegnar skatti og stjórn- endur þeirra, skipaðir af ríkinu, em vellauðugir og fara með mikil völd í atvinnulífinu. Sams konar spillingu er að finna hjá bazaaris, hálfopin- bemm kaupmönnum, sem velta um 10% þjóðarframleiðslunnar. Þeir, ásamt ýmsum skriffinnum, njóta sérstakra forréttinda, t.a.m. að- gengi að gjaldeyri á sérkjömm. I stað spillingarinnar þurfa að koma til fjárfestingar, með endur- heimtum fjármunum sem komið var úr landi en einnig erlendis frá. Það ætti að vera hægðarleikur því landið býr yfir miklum, náttúraleg- um auðlindum. Fjárfestingar em þó ekki mögulegar nema að einka- væðing komi til en hún stangast á við hugmyndafræði klerkaveldis- ins. Sættir við umheiminn myndu einnig bæta ástandið og þar væm Bandaríkin í lykilhlutverki. Nokkur tilslökun hefur orðið í valdatíð Khatamis en hún gæti verið í hættu vegna andstöðu innanlands eða vegna ósveigjanleika Bandaríkj- anna (þ.e. hvað varðar viðskipta- bannið). Einnig er hætt við að litið verði á þátttöku Bandaríkjanna sem afskipti af innanlandsmálum í íran. Þar sem umbætur á stjórn- málasviðinu ganga hægt fyrir sig ætti Khatami að einbeita sér að því að blása lífi í efnahag landsins. Það mun einnig blása lífi í hvað annað sem Khatami og stjórn hans stefnir að. Birgitte Granville veitir forstöðu alþjóðahagfræðideild Konunglegu alþjóðastofnunarinnar í London. Skoðanir þær sem fram koma í greininni eru höfundar en ekki stofnunarinnar. Sasha - kr. 39.800,- Bedford - kr. 24.900,- Kingston - kr. 9.900,- Uppgcfið verð er staðgreiðsluvcrð Opið á morgun iaugardag írá kl. 11-16 GulBST Smiðjuvegi 6D Rauð gata 200 Kópavogur Sími 554 4544 Lögreglurann- sókn á rússnesk- um fjölmiðlum Moskva. AP. RANNSÓKNARMENN í fylgd vopnaðs lögregluliðs gerðu í gær húsleit í skrifstofum hins rússneska Media-Most-fjölmiðlarfyrirtækis. Bæði dagblöð og sjónvarpsstöð í eigu fyrirtækisins hafa verið gagn- rýnin á ríkisstjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og segir Media- Most húsleitina tengjast þeirri gagnrýni. Fyrirtækið fordæmdi leitina, sem það sagði tilraun til hegningar fyrir frásagnir af spillingu og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. „NTV- sjón- varpsstöðin, útvarpsstöðin Bergmál Moskvu og dagblaðið Segodnya fjalla stöðugt um spillingu í efri lög- um ríkisstjórnarinnar," sagði í yfir- lýsingu Media-Most. „Það leikur enginn efi á því að tilgangurinn með aðgerðunum... er að hindra starf- semi þeirra." Tengl við grein í Segodnya Á sjónvarpsstöðinni NTV, flagg- skipi Media-Most, vom uppi getgát- ur um að húsleitin kunni að tengjast grein sem nýlega birtist í Segodnya um meintar misgjörðir yfirmanna rússnesku leyniþjónustunnar FSB, arftaka KGB. Pútín starfaði sem njósnari KGB í 15 ár og var yfir- maður FSB áður en hann var varð forsætisráðherra á síðasta ári. Neitar pólitískum tengslum Alexander Zdanovítsj, talsmaður FSB, neitaði hins vegar að ástæður húsleitarinnar væru pólitískar, heldur sagði hana tengjast rann- sókn á sakamáli. Verið væri að kanna hvort starfsmenn öryggis- þjónustu Media-Most veittu upplýs- ingar sem brytu í bága við banka- leynd og lög um einkalíf. Leitinni var stjórnað af skrifstofu saksókn- ara, innanríkisráðuneytinu og skattalögreglunni. í yfirlýsingu sem skrifstofa sak- sóknara sendi frá sér í gær var leit- in sögð tengjast sakamáli sem rann- sókn hefði hafist á 26. apríl sl. Saksóknarar hefðu þar komið niður á upplýsingar um starfsmenn Media-Most þegar verið var að rannsaka fjárdrátt á ríkisfjármun- um. Líkt og aðrir rússneskir fjölmiðl- ar em fyrirtæki í eigu Media-Most undir miklum áhrifum eiganda síns, Vladimírs Gusinský, eins gagnrýn- enda Pútíns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.