Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 13

Morgunblaðið - 12.05.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 1 3 FRÉTTIR Visitala neysluverðs hækkar um 0,4% Jafngildir tæplega 5% verðbólgu á ársgrundvelli VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í maíbyrjun 2000 var 198,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði, en þetta jafngildir 4,97% verðbólgu á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 197,1 stig og hækkaði um 0,2% frá apríl. Að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands hækkaði verð á mat og drykkjarvöru um 1,3% (vísi- töluáhrif 0,21%) og ræður þar mestu verðhækkun á ávöxtum um 7,9% (0,08%) og grænmeti um 7,4% (0,09%). Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,7% (0,16%). Bílar lækkuðu í verði um 1,8% (0,17%) sem stafar aðallega af lækkun vörugjalds. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluyerðs hækkað um 5,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% sem jafngildir 7,4% verðbólgu á ári. Verðbólgan í ríkjum EES frá mars 1999 til mars 2000, mæld á sam- ræmda vísitölu neysluverðs, var 1,9% að meðaltali. A sama tímabili var verðbólgan 2,3% í helstu við- skiptalöndum íslendinga en 4,6% á íslandi. Sambærilegar verðbólgutöl- ur fyrir ísland eru 5,1% í apríl og 5,0% í maí 2000. Birgir Isleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir hækkun neyslu- verðsvísitölunnar í samræmi við nýja verðbólguspá Seðlabankans og að hún komi ekki á óvart. „Þessi undir- liggjandi verðbólga er á mjög svip- uðu róli og verið hefur.“ Sl. 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,9% en við síðustu mælingu vai' 12 mánaða hækkunin 6%. Birgir ísleifur segir þennan mun of lítinn til að hægt sé að fullyrða að verðbólga fari minnkandi en telur að aðgerðir Seðlabankans í formi vaxtahækkana hafi þar áhrif. Morgunblaðið/Kristinn Vilborg heiðruð og kvödd ÞRIR rithöfundar voru á miðviku- dag sæmdir bókmenntaverðlaunum IBBY á íslandi fyrir störf sín í þágu barna og framlag sitt til bama- menningar. Um er að ræða þau Vil- borgu Dagbjartsdóttur, Stefán Að- alsteinsson og Yrsu Sigurðar- dóttur. Vilborg hefur kennt börnum í Austurbæjarskóla í 45 ár. Hún er núna að ljúka sínu síðasta starfsári við skólann og af því til- eftii komu nemendur Vilborgar í 5. bekk í Austurbæjarskóla til at- hafnarinnar í Norræna húsinu og sungu og fóru með (jóð eftir hana. ' : mm# • • • Vélarstærð 1800 cc Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Hátalarar Lengd I 112 já 2 5 já 4 4,60 m Verð frá 1.589.000 kr. Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er ( margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bilasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bilavík ehf. s. 421 7800. - PEUGEOT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.