Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 2

Morgunblaðið - 12.05.2000, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frábært veður Ljósmynd/Hafdís Erla Bogadóttir Samkeppnisráð um peningahappdrætti Einkaleyfí verði afnumið BÖRNIN á leikskólanum Frábær á Egilssíööuin voru léttklædd og kát í gær, enda veðurblíðan einstök. Hit- inn fdr vel yfír 20 gráður þegar best lét og útlit er fyrir áframhald- andi sól og hita. -------------------- Dróst með strætisvagni SJÖTUG kona dróst með strætis- vagni 70-80 metra leið í Árbæjar- hverfi í gærmorgun. Konan ökkla- brotnaði á hægri fæti og hlaut áverka á kvið og öxl. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans og gekkst undir að- gerð þar. Konan er töluvert meidd en ekki í lífshættu, að sögn læknis á bráðamóttökunni. Hann á von á að hún muni liggja á spítalanum næstu vikur, en hún þarf að gangast undir frekari aðgerðir á næstunni. Konan var á leið út úr strætis- vagni við biðskýli við Rofabæ þegar vagnstjórinn lokaði dyrum hans og ók af stað. Svo illa vildi til að ökklar konunnar festust í hurð vagnsins með framangreindum afleiðingum. Islensk þrí- víddarbíómynd ISLENSKA fyrirtækið IFF hef- ur ráðist í gerð tölvuteiknimyndar sem hlotið hefur vinnuheitið Fjár- sjóðurinn. Þetta verður fyrsta kvikmyndin af þessu tagi sem framleidd er í Evrópu á alþjóðamarkað íyrir kvikmyndahús. Breskir leikarar leggja aðal- persónunum til raddir. Fram- leiðslutími er áætlaður tæp tvö ár en myndin verður frumsýnd í Bretlandi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 200 milljónir króna og er fjármögnun á lokastigi með þátttöku innlendra og erlendra fjárfesta. Ekki liggur fyrir hve- nær myndin verður frumsýnd en vonir standa til að það verði árið 2001. I Framleiða/Cl SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til dómsmálaráð- herra að beita sér fyrir því að sam- keppnisstaða happdrættanna í land- inu verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum og að einkaleyfi Happdrættis Háskóla Islands til að reka peningahapp- drætti verði numið úr gildi og hinum flokkahappdrættunum veitt leyfi til þess að greiða út vinninga í pening- um. Happdrætti DAS óskaði eftir áliti samkeppnisyfirvalda á einkaleyfi HHÍ til að reka flokkahappdrætti með peningavinningum. DAS hefur samkvæmt núgildandi lögum heim- ild til að starfrækja vöruhappdrætti. DAS telur að losnað hafi um einka- leyfi HHÍ til að reka peningahapp- drætti þar sem löggjafinn hafi heim- ilað samtökum að reka söfnunar- kassa og talnagetraunir þar sem vinningar séu greiddir út í pening- um. í umsögn HHÍ til samkeppnis- ráðs kemur fram að HHÍ hafi látið á þetta reyna til að fá niðurfellt einka- leyfisgjald sitt til ríkisins sem er 20% af hagnaði, eða 70-79 milljónir kr. á ári. HHÍ telur einkaleyfið þó form- lega í fullu gildi og að sá skilningur sé staðfestur með áframhaldandi innheimtu einkaleyfisgjaldsins. I áliti samkeppnisráðs segir að happdrættin, sem starfi samkvæmt núgildandi sérlögum, ættu að njóta jafnræðis hvað varðar skilmála fyrir rekstrinum, þannig að virk sam- keppni geti þróast á milli þeirra. Vinningshafar í vöruhappdrættun- Sýn sýnir leiki Stoke -♦ ♦ ♦ Grunur um íkveikju LÖGREGLAN í Reykjavik rannsak- ar tildrög bruna í glæsibifreið af gerðinni Jaguar sem skemmdist mikið í eldsvoða við Barónsstíg í gær. Grunur er um íkveikju og sást til manns hlaupa af vettvangi skömmu áður en þess varð vart að eldur logaði í bifreiðinni. Tilkynnt var um brunann klukkan 16.25 tíl lögreglunnar og logaði glatt er slökkviliðið bar að nokkrum mín- útum seinna. Gekk greiðlega að slökkva eldinn en bifreiðin er mjög mikið skemmd og jafnvel talin ónýt. Grunnskólanemar gengu með bref frá Vopnafírði til Egilsstaða í gær Vildu vekja athygli á lé legum póstsamgöngum Vaðbrekku. Morgunblaðið. ÁTTA nemendur úr 10. bekk grunn- skólans á Vopnafirði gengu með bréf frá Vopnafirði til Egilsstaða í gær. Þau vildu þannig minna á lélegar póstsamgöngur milli staðanna, en bréf frá Vopnafirði er þrjá daga á leiðinni til Egilsstaða. Nemendumir lögðu af stað með bréfið frá Vopna- firði klukkan 9 í gærmorgun og póst- lögðu um leið annað bréf til Egils- staða. Nemendumir komu til Egilsstaða klukkan 11 í gærkvöldi, þau vom því fjórtán tíma á göngu. Bréfið sem þau póstlögðu kom hins vegar í gær með flugi til Akureyrar og í nótt með bíl til Reykjavíkur. í kvöld fer bréfið svo með bfl til Egilsstaða og verður til afgreiðslu í pósthúsinu þar á mánudag. Veðrið var helsta vandamálið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Helga Ösp Bjarkardóttir og Máney Mjöll Sveinsdóttir með bréfið sem gengið var með frá Vopnafirði til Egilsstaða. um þurfi að hafa fyrirhöfn og vænt- anlega kostnað af því að koma vinn- ingum sínum í peninga. Það sé því óhagkvæmt íyrir neytendur og geti gert vinninga verðminni í hendi vinningshafa en efni standi til. Einkaleyfi HHÍ til þess að greiða vinninga út í peningum gefi happ- drættinu samkeppnislegt forskot gagnvart vömhappdrættunum og torveldi frjálsa samkeppni á mark- aði. Einkaleyfið fari því gegn mark- miðum samkeppnislaga. -------♦-♦-♦------ SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn ætlar að sýna beint frá leikjum enska knattspyrnuliðsins Stoke gegn Gillingham í umspili um laust sæti í 1. deild. Sýn hefur samið við þar- lent fyrirtæki um útsendingu á leikjunum en ekki stóð til að ensk- ar sjónvarpsstöðvar sendu út leik- inn. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lensk sjónvarpsstöð á fmmkvæði að slíkum útsendingum. Hermann Hermannsson, for- stöðumaður Sýnar, segir að undir- búningur hafi staðið yfir síðustu daga. Hann segir að frá íslandi fari íþróttafréttamaður og framleiðandi en leikirnir verði teknir upp á sex tökuvélar. Kostnaður við upptök- una er um þrjár milljónir króna. Nemendurnir söfnuðu 150 þúsund krónum í áheit. Peningarnir renna i ferðasjóð þeirra en þau áforma ferð til Danmerkur. Gönguferðin gekk framar vonum en hópurinn áætlaði að vera á göngu til klukkan 3 í nótt. Helstu erfiðleikar í ferðinni voru veðrið; hiti fór í 20 gráður, glaða- sólskin var og nokkuð um að þátttak- endur sólbrynnu. Má reikna með að einhver hluti af hópnum hafi ham- skipti næstu daga. Krakkamir gengu tveir og tveir i einu, þrjá kílómetra í einu til að byrja með en 500 metra í einu upp Hellisheiðina. Síðan einn og hálfan til tvo kílómetra í einu. Sérblöð í dag luM BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Besti hópur sem ég á völ á, segir Þorbjörn Jensson / B4 Katrín skoraði átta mörk í bikar- ieik í Noregi / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.