Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 25.09.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tölvunefnd verður við beiðni fyrrverandi borgarstarfsmanns Greinargerð eytt úr skjölum Dag vist ar barna DAGVIST barna í Reykjavík hef- ur, að tilmælum Tölvunefndar, eytt greinargerð sem leikskóla- stjóri leikskólans Laufásborgar skrifaði til framkvæmdastjóra Dagvistar barna í nóvember 1996, í framhaldi af því að starfsmanni á leikskólanum var sagt upp störf- um. Starfsmaðurinn fyrrverandi, Guðrún María Óskarsdóttir, segir greinargerðina hafa verið stór- kostlega árás á persónu sína. Hún segist ítrekað hafa spurst fyrir um tilvist þessarar greinargerðar hjá framkvæmdastjóra Dagvistar barna. Framkvæmdastjórinn hafi tvívegis neitað tilvist greinargerð- arinnar skriflega og ekki viljað kannast við hana fyrr en eftir að málið var komið til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis. Brotið gegn upplýsingalögum og lögum um skráningu per- sónuupplýsinga Guðrún María segir að með þessu hafi Dagvist barna brotið gegn rétti sínum samkvæmt upp- lýsingalögum og lögum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýs- inga. Hún hyggst krefja borgar- sjóð um bætur vegna þess tjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna málsins. Hún segist munu krefjast tæplega 5 milljóna króna bóta. „Það eru laun fyrir þennan tíma og bætur fyrir æru mína,“ segir Guðrún María. Guðrún María segir að sér hafi verið sagt upp eftir sex ára starf á Laufásborg í október 1996. Skömmu síðar komst hún að því að leikskólastjórinn á Laufásborg hafði samið um hana þessa grein- argerð og sent Dagvist barna. Guðrún María telur að vegna þess sem standi í greinargerðinni hafi henni reynst útilokað að fá vinnu á leikskóla síðan, bæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún var sérhæfður starfsmaður í Sókn og hafði lokið öllum uppeld- ismenntunarnámskeiðum ófag- lærðs starfsfólks. Hún sagði að þegar hún lagði fram ósk um aðgang að greinar- gerðinni hefði hún átt skýlausan rétt á því, samkvæmt upplýsinga- lögum og samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga. Samkvæmt 9. grein laga um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga sé skylt að verða við beiðni þess sem óskar upplýsinga um hvort persónuupplýsingar um hann séu færðar í tiltekna skrá. Eins eigi aðili, samkvæmt 14. grein laganna, rétt á að krefjast þess að upplýsingar, sem skráðar eru um hann, verði færðar í rétt horf eða.þær afmáðar ef haldin er skrá yfír upplýsingar sem ekki var heimilt að skrásetja. Tölvunefnd Það var loks eftir að Umboðs- maður Alþingis hafði afskipti af málinu, segir Guðrún María, sem það fékkst viðurkennt að fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna hefði fengið leikskólastjórann á Laufásborg til þess að útbúa greinargerð til að leggja fyrir stjórn Dagvistar barna um ástæð- ur uppsagnarinnar. Hún segir að sú greinargerð sé full af óhróðri, dylgjum og röngum fullyrðingum um persónu sína. Umboðsmaður Alþingis tók ekki efnislega afstöðu í málinu og leitaði Guðrún María til Tölvunefndar vegna málsins. Tölvunefnd fór yfir þau gögn í vörslu Dagvistar bama sem tengjast máli hennar og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að greinargerðin hefði m.a. að geyma mat þess sem hana skrifaði á per- sónuleika Guðrúnar Maríu, upplýs- ingar sem orki tvímælis að séu réttar. Tölvunefnd beindi því til Dag- vistar barna að virða vafa um rétt- mæti upplýsinganna Guðrúnu Maríu í hag og fór þess á leit að skjalinu yrði eytt. Tölvunefnd hef- ur síðan fengið staðfestingu Dag- vistar á því að skjalinu hafi verið eytt og að það finnist ekki lengur í neinu skjalasafni hjá stofnunum borgarinnar. Sverrir Hermannsson Brottkastið er 100-200 þúsund tonn „í REIKNILÍKANI Hafrann- sóknastofnunar er reiknað með að brottkast þorsks af íslands- miðum sé í kringum 10 þúsund tonn. Ég fullyrði að brottkastið sé á milli 100 og 200 þúsund tonn,“ sagði Sverrir Her- mannsson, sem í gær kynnti stofnun nýs stjórnmálaflokks, Frjálslynda flokksins, en meg- inverkefni hans er að berjast fyrir breytingum á fiskveiði- stefnunni. Sverrir sagði að þekking fiskifræðinga á fiskistofnum og aðstæðum þeirra í hafinu væri ekki næg og hana þyrfti að stórauka. Sverrir sagði að þegar kvótakerfinu var komið á hefði markmiðið með því verið að bjarga fiskistofnunum og hag- ræða í sjávarútvegi. Hann full- yrti að þessi markmið hefðu ekki náðst. Sverrir benti á að meðalþorskafli af íslandsmið- um á ári á 20 árum áður en kvótakerfinu var komið á hefði verið 440 þúsund tonn. Núna væri þorskaflinn að komast upp fyrir 200 þúsund tonn. ■ Tekur tvö ár/10 Veglyklarnir eru komnir Morgunblaðið/Golli STARFSFÓLK og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja gengu á Keili á árlegum göngu- degi skólans í gær. Alls mættu um 600 manns og þar af gengu um 400 þeirra á fjallið. Tilgang- ur göngunnar var tvíþættur, ann- ars vegar að vekja athygli á ósk Suðurnesjabúa um að fjallið yrði áfram í eigu þeirra, en Hitaveita Reykjavíkur gerði tilboð í jarð- hitasvæði á landræmu á Vatns- leysuströnd upp að Keili og átti Qallið að fylgja með í kaupunum. 400 manns á Keili Af þeim verður þó ekki því Vatnsleysustrandarhreppur hef- ur tilkynnt að hann muni nýta sér forkaupsrétt á landsvæðinu. Hins vegar vildu nemendur og starfslið skólans njóta útiveru í góðu veðri og búa sig undir eril- sama námsönn. Að sögn Höllu Bjargar Evans, gjaldkera Nem- endafélags Fjölbrautaskólans á Suðumesjum heppnaðist dagur- inn vel, pylsur voru grillaðar, farið var í fótbolta, ræður fluttar og ljallið klappað og knúsað. Halla Björg sagði að nemendur hefðu einkum viljað hafa gaman af deginum og sagði að þeir hefðu tekið hugmyndina mis- alvarlega. Hún sagði að pólitísk- ur tilgangur fararinnar hefði þó aðeins verið í bakgrunni. SAMTALS 4.000 veglyklar, sem veita afslátt í Hvalfjarðargöngin, komu til landsins í fyrradag en lykl- arnir komu seinna en áætlað var þai- sem sending þeirra misfórst á leið til landsins, að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar framkvæmdastjóra Spalar ehf. Upphaflega áttu lyklarn- ir að vera komnir til landsins um síð- ustu helgi. Hægt er að kaupa veglyklana á þremur bensínstöðvum í Reykjavík, en þær eru Olís við Sæbrautina, Essó á Ártúnshöfða og Shell við VesL urlandsveg. Lyklamm eru einnig seldir hjá olíufélögunum í Borgarnesi og á Akranesi. Mestur afsláttur fæst með því að kaupa 40 ferðir í Hval- fjarðargöngin með veglykli og kosta þær samtals 24.000 krónur auk 2.000 króna sem fást endurgreiddar þegar veglyklinum er skilað. Hver veglykill er skráður á við- komandi bíl og festur á framrúðu hans. Er síðan sjálfkrafa lesið af DREGIÐ var úr Heita pottinum hjá Happdrætti Háskóla íslands í gær og hlaut Hafnfirðingur hæsta vinning, 10 milljónir króna. Annar Hafnfirðingur átti einfaldan miða og fékk rúmar 1,2 milijónir króna. Sá sem fékk 10 millj. átti tromp- honum þegar keyrt er inn í Hval- fjarðargöngin. Grænt ljós kemur við gangaopið ef búið er að greiða ferð- ina fyi-irfram en rautt ljós ef ferðin er ógreidd og sjálfkrafa tekin mynd af bílnum. --------------- Forsætis- ráðherra til Mexíkó FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson og frú Ástríður Thorai-en- sen fai-a í opinbera heimsókn til Mexíkó dagana 8. og 9. október nk. í boði Ernesto Zedillo forseta Mexíkó. I framhaldi af heimsókninni munu ráðherrahjónin og fylgdarlið fara til borganna Guymas og Mazatlan í Mexíkó og heimsækja fyrirtæki í eigu Islendinga, sem þar reka starf- semi. miða auk þriggja einfaldra miða með númerinu sem dregið var. í fi-étt frá happdrættinu er bent á að Hafnfirð- ingar hafi átt láni að fagna að undan- fómu því í síðasta mánuði fékk Hafn- firðingui', sem átti trompmiða, tæpar 7 millj. og annar fékk nýverið 10 millj. Fékk 10 milljónir 8SÍMIR Á FÖSTUDÖGUM Spennan magnast fyrir úrslitaleik KR og ÍBV/C1 Manchester United í þriðja sætið/C3 Fylgstu með nýjustu f réttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.