Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 31

Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 31 ERLENT Geislavirkt ský sem mældist um hálfa Evrópu Madríd. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD á Spáni reyna nú að komast til botns í því hvers vegna geislavirkt ský, sem talið er að hafi sloppið úr stálverksmiðju á suður- strönd Spánar fyrir tveimur vikum, mældist ekki fyrr en það hafði borist til flestra landa Evrópu. Kjarnorkuöryggisnefnd Spánar viðurkenndi um helgina að reykský af alkalímálmtegundinni sesíum 137, sem er geislavirkt efni, hefði mælst í Frakklandi, Sviss, Austurríki, Italíu og í Þýskalandi en ekki á Spáni þar sem það átti uppruna sinn. Sérfræð- ingar í Evrópu auk Greenpeace- samtakanna segja mæhngar geisla- virkra efna upp undir þúsund sinn- um hærri en við venjulegar kring- umstæður. Alþjóða kjamorkustofn- unin, sem hefur aðsetur í Vín, telur hins vegar magn sesíum 137 í and- rúmsloftinu langt undir hættumörk- um og að engin ástæða sé fyrir al- menning að hafa áhyggjur. Hóf stofnunin þó þegar rannsókn á upp- runa geislamengunarinnar. Það var hins vegar ekki fyrr en um helgina að lítil stálverksmiðja í hafnarbænum Algeeiras, nærri Gí- braltar, tilkynnti geislavirkni í ösk- um málmsteypu sem mögulegan or- sakavald mengunarinnar. Er talið líklegt að geisiavirkt brotajám úr læknatólum ýmiskonar hafí verið brætt fyrir mistök í verksmiðjunni í lok maí. Hluti verksmiðjunnar hef- ur nú verið girtur af og mun starfs- lið hennar gangast undir nákvæma læknisskoðun. Fatima Rojas, talsmaður spænsku kjamorkuöryggisnefndar- innar, sagði eiturskýið ekki hafa mælst á Spáni vegna þess að það væri „langt undir áhyggjumörkum“. Stjómvöld á Ítalíu hafa hins vegar sakað Spánverja um að viðhafa lé- leg vinnubrögð við mælingar og að þeir hafi síðan ekki tilkynnt meng- unina þegar hún kom fram. ----------------- 1.500 Boeing- þotur verði skoðaðar SKOÐA þarf hliðarstýrisfótstig á um 1.500 Boeing þotum í kjölfar þess að fótstig flugstjóra á 737 þotu duttu úr sambandi í lendingu fýrir skömmu, að því er Associated Press greindi frá í gær. Aðstoðarflugmað- ur tók við stjórn vélarinnar og lend- ingin gekk að óskum. Bandaríska loftferðaeftirlitið, FAA, mun senda út fyrirmæli um skoðun innan skamms og eiga þau við þotur af gerðunum 737, 747, 757, 767 og 777, en tækin sem um ræðir em með svipuðu sniði í öllum þess- um gerðum. Gefínn verður níutíu daga frestur til að ljúka skoðuninni og sé endur- bóta þörf skulu þær gerðar sam- stundis. Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? Er ættarmót í UPPSIGUNGU? Á stóru ættarmóti er tilvalið að næla nöfn þátttakenda í barm þeirra. í Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnurtilefni. Einnig fást þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 562 8501 eða 562 8502. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar 562 8501 og 562 8502 1 >A- SSA Fæst einnig í BYKO og Byggt&Búið Fyrir 33 cl og 50 cl dósir • Stórsparar geymslurýmið • Mjög auðveld í notkun P FAI F cHeimilisUekjaverslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.