Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/J6n G. Guðjónsson Tilbúinn til matar í haust Árneshreppi. Sfldveiðar í lögsögu Jan Mayen Mokveiði en kvótinn að klárast ENN ER rífandi veiði á slóðum norsk-íslensku síldarinnar, en torf- urnar hafa flutt sig úr íslensku land- helginni yfir í lögsögu Jan Mayens. Islenskum skipum á miðunum hefur þó fækkað þar eð mörg hafa náð kvóta sínum. Dæmi um landanir síðustu daga eru Börkur á Neskaupstað sem landaði 1.050 tonnum á sunnudag og á sama stað lönduðu Glófaxi 500 tonnum og Sigla 550 tonnum. A Eskifirði landaði Jón Kjartansson rúmum 1.513 tonnum og Faxi rúm- um 647 tonnum. Guðrún Þorkels- dóttir og Hólmaborgin hafa veitt upp í kvóta. Freysteinn Bjarnason útgerðar- stjóri hjá Síldarvinnslunni á Nes- kaupstað sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærdag, að íslenskum skipum fækkaði mjög á veiðislóðun- um þessa dagana, þetta væru innan við 20 skip sem enn væru að, kvót- inn væri að klárast og menn væru farnir að hugsa um loðnuvertíðina sem hefst 20. þessa mánaðar. „Veið- in hefur að undanfómu verið norðar og vestar og einar 30 mílur utan ís- lensku lögsögunnar. Mjög góð veiði var t.d. í gær (sunnudaginn) á þeim slóðum og síldin er afar feit og fal- leg. Hún er að síga þetta til og frá, það síðasta sem fréttist var t.d. að hún væri enn að byrja að síga í átt til okkar,“ sagði Freysteinn. Þrjár vinnslustöðvar hafa tekið við afgerandi mesta sfldarmagninu það sem af er þessari vertíð. Hjá SR- mjöli á Seyðisfirði hefúr verið landað röskum 24.340 tonnum, hjá Hrað- írystihúsi Eskifjarðar rúmlega 21.012 tonnum og hjá Sfldarvinnslunni á Neskaupstað rúmlega 21.094 tonnum. Aflinn á vertíðinni er nú 166.224,088 tonn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. GUÐMUNDUR Jónsson, bóndi og útgerðarmaður, og dóttir hans Guðbjörg lögðu hákarlalóðir fyrir nokkru um fjórar mflur austur af Selskeri um leið og þau vitjuðu um grásleppunetin. Nokkru síðcir kíktu þau í lóðimar og kom þá 1 ljós hákarl, sem mældist 4,30 metrar að Iengd. Hann var bæði feitur og með góða lifúr og því góður til verkunar. Guðmundur ætlar að verka hákarlinn og ætti hann þá að vera tilbúinn til matar í haust. Auk Guðmundar hafa nokkrir aðrir trillukarlar stundað grásleppuveiði frá Ámeshreppi í vor en veiðin var mjög léleg. Trillukarlamir ákváðu þó flestir að þrauka áfram þar til handfæra- veiðar hæfust í þessum mánuði. Landssmiðjan undirritar 70 milljóna króna samning Reisir pökkunarverk- smiðju í Noregi LANDSSMIÐJAN hf. hefur undir- ritað samning við fiskvinnslufyrir- tækið Bernt Hansen eftf. á Sommaröy í Norður-Noregi um smíði og uppsetningu fullkominnar pökkunarverksmiðju á síld. Samn- ingsupphæðin er 70 milljónir ís- lenskra króna. Þetta er einn af stærri verksamningum sem Lands- smiðjan hefur gert. Smíði verksmiðj- unnar er hafin en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til gangsetningar um miðjan október nk. Búnaðurinn sem Landssmiðjan tekur að sér að smíða er fullkomin móttaka ásamt flokkunarkerfi, full- komið hraðpökkunarkerfi með sjálf- virkri vigtun, alsjálfvirkur búnaður sem lokar kössum og bindur utan um þá, alsjálfvirkur staflari sem rað- ar kössum í frystirekka og alsjálf- virkur búnaður sem afhleður frysti- rekka og setur vöruna sjálfvirkt á palla, vefur þá með filmu og skilar þeim loks í geymslufrysti. Mikil afköst og sjálfvirkni Pökkunarverksmiðjan verður í nýrri byggingu sem verið er að reisa við hlið núverandi vinnsluhúss. Verk- smiðjan er mjög fullkomin og afkasta- mikil. Framleiðslugeta hennar er um 30 tonn á klukkustund, en ráðgert er að framleiða um 500 tonn af frystri sfld á sólarhring. Mikil sjálfvirkni verður við vinnsluna og er því starfs- mannaþörf í lámarki. Verksmiðjan tekur lítið pláss miðað við sambæri- legar verksmiðjur á markaðnum og réð það meðal annars úrslitum, ásamt afköstum og sjálfvirkni, að norska fyr- irtækið kaus að ganga tfl samninga við Landssmiðjuna, að því er segir í fréttatilkynningu. Verkið var boðið út á almennum markaði og komú tilboð frá mörgum fyrirtækjum, jafht ís- lenskum sem erlendum. Bernt Hansen eftf. er rótgróið og virt fjölskyldufyrirtæki sem hefur í áraraðir framleitt ýmsar sjávaraf- urðir, m.a. fryst flök, saltfisk og frysta síld. Ríkiskosningar í Queensland í Astralíu Hægriöfgaflokk- ur vann sigur Sydney. The Daily Telegraph. NIÐURSTÖÐUR kosninganna í Queensland-ríki í Astralíu, þar sem flokkurinn Ein þjóð (One Nation) vann stórsigur, hafa valdið stjórn- arflokkum miklum vonbrigðum og talið er að John Howard, forsætis- ráðherra Ástralíu, fresti áformuð- um þingkosningum um óákveðinn tíma í kjölfar þeirra. Howard var þó hvergi banginn í gær og kvaðst halda áfram umbótastefnu sinni en nokkrir stjómarþingmenn hvöttu hann hins vegar til að leggja um- deild stefnumál, þar með taldar nýjar skattaálögur, á hilluna til að höfða til þeirra íhaldsmanna sem létu heillast af málflutningi Einnar þjóðar. Þingkonan hægrisinnaða Pauline Hanson vann mikinn kosningasig- ur, ásamt flokki sínum Ein þjóð, og er hún talin hafa fengið tólf sæti á rfldsþingi Queensland. Flokkurinn Hanson hlaut um 25% greiddra at- kvæða, en Howard hafði fyrir kosn- ingarnar sagt að Hanson mætti teljast lánsöm ef henni tækist að vinna eitt þingsæti. Ekki var enn orðið ljóst í gær hvort Verka- mannaflokkurinn, sem verið hefur í stjómarandstöðu í Queensland, næði naumum meirihluta á þinginu eða hvort núverandi meirihluti Ihaldsflokksins myndi reyna að taka upp stjórnarsamstarf með Einni þjóð til að halda völdum. Ein þjóð vill banna frekari inn- flytjendur frá Asíu og takmarka réttindi og fjárhagsaðstoð við fmm- byggja Ástralíu, auk þess sem flokkurinn vill koma í veg fyrir að erlendir aðilar geti átt meira en Flugæfíngar NATO við Kosovo Serbar halda upptekn- um hætti Róm, Pristína, Bajram Curri í Albaníu. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, lýsti því yfir í gær að heræfingar bandalagsins yfir Makedóníu og Al- baníu í gær hefðu tekist vel. Fátt benti til þess að æfingamar hefðu orðið til þess að Serbar létu af að- gerðum sínum gegn albanska meiri- hlutanum í Kosovo-héraði. Um það bil sem æfingin Staðfast- ur fálki hófst í gær með þátttöku 84 flugvéla frá 13 aðildarríkjum NATO sást til þungvopnaðra, serbneskra lögreglusveita á leið til átakasvæða í Kosovo. Auk fjölmenns liðs voru fall- byssui’ fluttar norður á bóginn í átt- ina að Pec, helstu stjórnarmiðstöð- inni í vesturhluta héraðsins. Æfingar NATO-liðsins hófust í dögun og vora gerðar frá herstöðv- um á Ítalíu. Þegar þeim var lokið, skömmu eftir hádegi, átti Solana fund með fréttamönnum og var m.a. spurður hvort æfingarnar myndu duga til þess að sannfæra Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, um að hætta aðgerðum gegn Albönunum í Kosovo. Frelsisher Kosovo berst Reuters FLÓTTAFÓLK frá Kosovo. fyrir sjálfstæði héraðsins, en það er hluti af júgóslavneska sambandsrík- inu Serbíu. Ný alda flóttafólks kom til norður- hluta Albaníu í gær, og var fólkið að forða sér frá bardögum í Kosovo, að því er haft var eftir vestrænum emb- ættismanni í landamærabænum Ba- jram Curri. Sagði hann að 365 manns að minnsta kosti hefðu komið yfir landamærin í gær frá bænum Junik í Kosovo. „Það sagði okkur að ráðist hefði verið á bæinn með þyrlum [á sunnu- dag] og ekki hefði verið hægt annað en að flýja,“ sagði embættismaður- inn. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja að átta til tólf þúsund Kosovo- búar af albönskum uppruna hafi flúið yfir landamærin á nýliðnum vikum. Undanfarið hafi allt að 150 manns komið á degi hverjum. Tekist á í þinglok í Noregi Onógur stuðn- ingur við fjárlög Ósló. Reuters. MINNIHLUTASTJÓRN norsku miðflokkanna reynir nú með öllum ráðum að fá nægilegt fylgi við endur- skoðað fjárlagaframvarp þessa árs en þingi lýkur á fóstudag. Hægri- flokkurinn hefur fallist á að greiða atkvæði með framvarpinu en það nægir ekki til að koma því í gegnum þingið. Kjell Magne Bondevik for- sætisráðherra nýtui’ engu að síður mikilla vinsælda samkvæmt skoð- anakönnunum og vilja landar hans engan fremur sem forsætisráðherra. Alls sitja 165 þingmenn á norska þinginu en stjórnarþingmenn eru að- eins 42. Hægrimenn, sem lofað hafa að greiða atkvæði með fjárlagafram- varpinu, era 23. Því skortir stjórnina stuðning fleiri en tuttugu þingmanna til viðbótar. I nýjum og endurskoðuð- um fjárlögum er aukin áhersla lögð á aðhaldsaðgerðir. Þá er hætt við að hækka skatta á rafmagn og lögð til einkavæðing nokkurra ríkisfyrir- tækja. Framfai’aflokkurinn, sem hef- ur 25 menn á þingi, hefur þvertekið fyrir að styðja nýja framvarpið en flokkurinn hefur stutt stjórnina í mörgum málum. I skoðanakönnun sem birt er í Aftenposten í gær reyndust 48% kjósenda helst vflja Bondevik sem forsætisráðherra en aðeins 13% að- spurðra tóku Thorbjorn Jagland, formann Jafnaðarmannaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, fram- yfir hann. Voru fleiri, eða ein 19%, fylgjandi því að flokksbróðir Jag- lands, Jens Stoltenberg, settist í stól forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.