Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Um merkingu „Þetta er sþurning um að komast handan við skynjunina, að vera ekki bara tvö stór augu og eyru, vera ekki bara skilningsvana skinnhrúgald. “ Við eigum okkur þá ósk heitasta að finna einhverja merkingu í öllu þessu kraðaki af textum, undirtextum og yfirtextum, huldutextum, neðanmálstextum - og svo auð- vitað túlkunum á öllum þessum textum, oftúlkunum, rangtúlk- unum, mistúlkunum. Þetta er spurning um að lifa af í merk- ingarfræðilegum skilningi. Að vita. Að skilja. Þetta er spurning um að komast handan við skynj- unina, að vera ekki bara tvö stór augu og eyru, vera ekki bara skilningsvana skinnhrúgald. Þetta er spuming um að sjá og vita, heyra og skilja, snerta og finna. Texti er bara piknikk þar sem höfundurinn VIÐHORF Eftir Þröst Helgason kemur með orðin en les- endurnh' koma með vitsmun- ina, eins og rússneski heimspek- ingurinn Tzvetan Todorov segir. Texti og túlkun eru systkin. Kannski tvíburar. Eineggja? Veit ekki. Texti og túlkun eru hefðbundin systkin (að minnsta kosti samkvæmt minni reynslu) þar sem systirin ræður alltaf út- komunni þótt bróðirinn eigi alltaf frumkvæðið (mín vegna mætti heimfæra þetta upp á karla og konur almennt). Sá sem heldur að hann ráði öllu, ræður sem sé engu. Eða hvað? Erum við kannski að gleyma einhverju? Hvar á merk- ingin eiginlega upptök sín? Sum- ir segja í ætlun höfundar, sem vissulega er afar erfitt að koma höndum yfir og margir seinni tíma fræðimenn segja að skipti engu máli. Aðrir segja, eins og Todorov ýjar að hér að framan, í ætlun túlkandans sem jafnvel er sagður lemja textann til hlýðni við sig. Italski táknfræðingurinn, Umberto Eco, heldur því hins vegar fram í bók sinni, Inter- pretntion and overinterpretation (1992), að rétt eins og til er ætl- un höfundar og ætlun lesanda sé til ætlun textans. Þar með hefur texta verið ljáð einstaklingseðli, texti er að minnsta kosti orðinn heimur út af fyrir sig en ekki að- eins mynd af heiminum eins og við höfum flest skilið þetta hing- að til. Við höfum lengi lesið heiminn sem texta en nú lesum við textann sem heim. Skoðum aðeins nánar hlut- verk höfundar og lesanda í merkingarmynduninni (enn með hjálp Eco). í sumum tilfellum hljótum við að leita að merking- unni í fórum höfundarins; þegar við til dæmis lesum bréf frá vini okkar viljum við umfram allt komast fyrir um það hvað hann vill segja okkur. Þegar texti er hins vegar ekki stílaður á ein- hvern einn viðtakanda heldur á tiltekið samfélag, einhvern les- endahóp, veit höfundur að hann mun verða lesinn og túlkaður á ýmsa vegu, og þá ekki endilega með það í huga hvað höfundur- inn vildi sagt hafa. Þessi tiltekni lesendahópur hefur að geyma fjölda ólíkra einstaklinga sem búa yfir mismunandi þekkingu á tungumálinu, menningarlegum fjársjóði þess og túlkunarsögu hans. Lestur þessa texta er þannig háður ýmsum öðrum þáttum en ætlun höfundarins, þáttum sem sumir telja vega þyngra en hún. I þessu tilfelh verður lesturinn spurning um eins konar átök eða árekstur á milli færni lesandans annars vegar, þekkingar hans á heimin- um, og færni höfundarins hins vegar, þekkingarinnar sem fram kemur í textanum, svo sem menningarlegra tilvitnanna hans. Einnig verður að hafa í huga tilgang lesandans; það er munur á því að nota og túlka texta; við getum notað texta til að sýna fram á ákveðna virkni hans eða vekja hjá okkur inn- blástur en ef við ætlum að túlka texta einhvers verðum við að taka tillit til menningarlegs og mállegs bakgrunns hans. Það mætti síðan gera að því skóna að í hverjum texta byggi inn- byggður lesandi, innbyggður túlkandi sem væri þá sú menn- ingar- og túlkunarhefð sem hann er skrifaður í, þannig væri ætlun textans komin til; ímyndið ykkur bara að þið séuð að lesa texta sem þið þekkið ekki höf- undinn að, nærtækt dæmi er lestur okkar inn í ætlun íslend- inga sagnanna (fræðimönnum hefur reyndar þótt það svo óhugsandi að texti gæti haft merkingu án höfundar að mest- ur tími þeirra til þessa hefur farið í að finna höfunda sagn- anna). Þegar á allt er litið verðum við að sætta okkur við að merk- ingin hefur farið á flot. Það er ekkert fast í hendi lengur. Einu sinni skiptust tákn í táknmynd og táknmið og við þóttumst þekkja þau lögmál sem bjuggu á bak við tengslin þama á milli. Nú hefur táknmiðið, það er inn- tak eða skírskotun táknsins, tek- ið á rás og ómögulegt að ná taki á því. Að ætla sér að fanga tákn- miðið - að ná utan um merking- una - er eins og að reyna að veiða lax með berum höndum. Táknmiðin eru sjaldnast feng- sæl mið. En þótt við höfum ekki merk- inguna lengur í hendi okkar er ekki þar með sagt að við þurf- um endilega að grípa í tómt. Sökum kviklyndis merkingar- innar hefur misskilningurinn (og ýmis systkin hans) fengið aukin þegnrétt í hinum ýmsu orðræðusamfélögum, þó mis- mikinn. I bókmenntalö'eðsun- um hefur hann nánast hlotið fulla viðurkenningu sem gildur þáttur í hinni eilífu sannleiks- leit. Sumar húmanískar fræði- greinar hafa sömuleiðis tekið honum fagnandi sem nýrri þekkingarvídd en hinar, sem þjást af skerandi raunvísinda- komplex, hafa sett honum fót- inn fyrir dyrnar. Raunvísinda- menn vilja ekki viðurkenna til- veru misskilningsins, þeir vilja ekki hleypa túlkuninni og fylgi- fiskum hennar inn í kreðsur sínar vegna þess að hún er ógn- un við veldi þeirra yfir orðræðu sannleikans. En raunvísinda- menn þurfa fyrr eða síðar að viðurkenna að þekkingaröflunin er í öðrum farvegi nú en hún var í byrjun aldarinnar. úvLr/ SAFFRON frá Laxárnesi og Hrafnhildur þurftu að hafa fyrir sigrinum í unglingaflokki en allt hafðist þetta að lokum og nú er stefnan sett á landsmótið. SIGURÐUR Sigurðarson uppskar ríkulega á mdti Harðar og var valinn knapi mótsins. Hér situr hann Prins frá Hörgshóli, sem sigraði í A-flokki gæðinga. Sigurður á sigurbraut HESTAR Varmárbakkar HESTAMÓT HARÐAR Hörður í Kjósarsýslu hélt sitt árlega hestamót á Varmárbökkum. Mótið hófst siðdegis á fimmtudag og lauk undir kvöld á laugardag. Góð þátt- taka var á mótinu og vekur athygli að hún er svipuð og hjá Fáki, stærsta félagi landsins. SIGURÐUR Sigurðarson var sá knapi mótsins sem kom sá og sigraði. Stóð hann uppi sem sigurvegari í A- flokki gæðinga á Prins frá Hörgshóli, í B-flokki á Kringlu frá Kringlumýri, í unghrossakeppni á Hvessingi frá Sperðli og í 150 metra skeiði á Seiru frá Miðdal. Þá hefði hann án efa get- að unnið í töltkeppninni ef hann hefði kært sig um með því að skrá Kringlu, en þau eru sem kunnugt er Islands- meistarar í greininni. Aldeilis frábær árangur hjá Sigurði, sem er án nokk- urs efa kominn í röð fremstu knapa landsins og að sjálfsögðu hlaut hann knapaverðlaun mótsins. I barnaflokki sigraði níu ára stúlka, Linda Rún Pétursdóttir, á Fasa, en hún er systir þess kunna knapa Guðmars Þór Péturssonar, sem átti glæsilegan feril í gegnum tvo yngstu flokkana, og má ætla að litla systir feti í fótspor stóra bróður. í unglingaflokki var keppnin geysi- hörð þar sem Hrafnhildur Jóhannes- dóttir á Saffron frá Laxárnesi háði harða keppni við Sigurð S. Pálsson á Rimmu frá Ytri-Bægisá. Þurfti bráðabana til að útkljá hver hlyti sig- ursætið en það dugði ekki til og var því gripið til þess ráðs að varpa hlut- MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson MAGNEA Rós Axelsdóttir hampar hér sigurlaunuin að loknum úr- slitum ungmennaflokks á Vafa sinum. Næst er Garðar á Ónari, Helga á Glóa og Berglind á Iðunni. kesti og lék þar lánið við Hrafnhildi. Rislítil unghrossakeppni I unghrossakeppninni, sem á sér langa hefð hjá Herði, var keppt eftir nýjum reglum, sem féllu í vægast sagt grýttan jarðveg. Þóttu þær setja hömlur á keppnina sem gerðu hana lítt spennandi eða skemmtilega á að horfa. Aðeins mátti nota 8 mm skeifur, engar hófhlífar. Þá var sýnd- um hryssum bönnuð þátttaka og sömuleiðis stóðhestum. Útkoman varð sú að flest hrossin fóru á skeið- tölti meira og minna, sum hver brokkuðu ekki og þar á meðal sigur- vegarinn. Það hefur lítinn tilgang að bjóða upp á keppni þar sem hross fara á skeiðtölti og bestu hrossunum meinuð þátttaka. Slík stefna flokkast undir afdalamennsku og afturhvarf til þeirra tíma þegar ekki þótti til- tökumál þótt flest sýningarhross kjöguðu á „nettu og fimu“ skeiðtölti. Ættu Harðarmenn að bregðast skjótt við og sníða vankantana af þessari keppni, sem notið hefur mik- illa vinsælda á mótum félagsins. Mótið fór vel fram í góðu veðri, þar sem fagurt umhverfi naut sín til hins ýtrasta. Valdimar Kristinsson Tæplega fimmtíu hross náðu inn á landsmót — MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson GLAMPI frá Kjan i sem Einar Öder sýndi stóð efstur hesta sex vetra og eldri eftir harða rimmu á yfírlitssýningu. HÉRAÐSSÝNING kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum var að venju mikil og stóð yfir að heita má í tvær vikur. 384 hross mættu til dóms en á sjötta hundrað voru skráð til leiks. Tæplega 50 hross náðu ein- kunn inn á landsmót og kvaðst Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur sem jafnframt var for- maður dómnefndar ánægður með niðurstöðu sýningarinnar. Tölulega séð væri útkoman mjög í samræmi við það sem verið hefiir á sýningum á Gaddstaðaflötum undanfarin ár. Hann taldi fjögurra vetra hryss- umar hafa komið best út þótt hér hafi verið virkilegur floti af góðum hrossum í öllum flokkum. Þá kvaðst hann bjartsýnn eftir þessa sýningu að nægjanlegur fjöldi næðist inn á mót og allt útlit væri fyrir að ekki þyrfti að lækka lágmarkseinkunnir þótt ekki væri alveg útséð með lág- mörk fjögurra vetra hestanna en það kæmi í ljós eftir sýninguna í Borgamesi nú í vikulokin. Hart var barist um efstu sætin í flokki stóðhesta sex vetra og eldri. Eftir yfirlitssýningu sem stóð yfir í einar tíu klukkustundir vora þrír þeirra efstir og jafnir með 8,18. Glampi frá Kjarri hafði vinninginn þegar reiknaðir voru aukastafir, Álfur frá Akureyti kom næstur og Stirnir frá Syðra-Fjalli þriðji. Frami frá Svanavatni stóð efstur 5 vetra hesta með 8,26 og hafði hann nokkra yfirburði á næsta hest, Adam frá Asmundarstöðum, sem var með 8,16 og Ögri frá Háholti var þriðji með 8,14. Af fjögurra vetra hestum stóð efstur Óskar frá Litladal sem nú náði inn á landsmót í annarri at- rennu, Dynur frá Hvammi kom næstur og Kórall frá Kálfholti þriðji. Að öðru leyti vísast til úrslit- anna. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.