Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, í broddi fylkingar við upphaf leiðtogafundar ESB í Cardiff. Að baki má sjá forsætisráðherra nokkurra Evrópuríkja, f.v.: Finnann Paavo Lipponen, Göran Persson frá Sví- þjóð, Jose Maria Aznar frá Spáni, ítalann Romano Prodi og hinn gríska Constantinos Simitis. Cook segir EMU-aðild líklega eftir aldamót London. The Daily Telegraph. EFTA-dómstdlIinn Norðmenn mega banna sænskt klám EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg sendi á fostudag frá sér ráðgefandi álit um túlkun svokallaðrar sjón- varpstilskipunar Evrópusambands- ins, sem gildir á Evrópska efna- hagssvæðinu. Málið snerist um rétt norskra stjórnvalda til að banna endurvarp í Noregi á útsendingum sænskrar sjónvarpsstöðvar, sem hefur klámmyndir á dagskrá. Málavextir eru þeir að sænska sjónvarpsstöðin TV 1000 sendi út efni um gervihnött til áskrifenda Film-Max-sjónvarpsstöðvarinnar. Útsendingar TV 1000 í Noregi fóru um kapalkerfi og gervihnött. Á dagskrá stöðvarinnar voru m.a. myndir, sem norsk stjórnvöld tejja klámmyndir, og bönnuðu þau því útsendingar stöðvarinnar. Sænska stöðin fór í mál við norska ríkið og taldi sjónvarpstil- skipunina ekki leyfa slfka íhlutun stjórnvalda. EFTA-dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niður- stöðu að stjórnvöldum í viðtöku- ríki útsendingar væri rétt að meta hvort sjónvarpsefni gæti haft alvarleg skaðleg áhrif á lík- amlegan, andlegan og siðferðileg- an þroska barna og ungmenna, eins og áskilið er í tilskipuninni, og líta til eigin löggjafar og eigin gilda við það mat. Ekki væri við neitt sameiginlegt evrópskt við- mið að styðjast í því efni. Dómstóllinn taldi að ekki skipti máli þótt útsendingartími væri valinn og tæknilegum aðferðum beitt til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni hefðu aðgang að útsendingum klámmynda, þar sem tilskipunin gerði greinarmun á efni sem væri til þess fallið að hafa alvarleg skaðvænleg áhrif á þroska barna og ungmenna og efni sem kynni að hafa skaðvæn- leg áhrif á þroska þeirra. „Val á útsendingartíma og tæknilegar hindranir geta aðeins komið til álita að því er lýtur að efni sem ekki er talið geta haft alvarleg skaðvænleg áhrif á þroska barna og ungmenna," segir í fréttatil- kynningu frá EFTA-dómstóInum. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í sjónvarpsþætti á sunnudag sterklega í skyn að Bret- land myndi ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) fljót- lega eftir næstu kosningar, sem sennilega verða haldnar árið 2002. Ráðherrann sagði að það gæti haft neikvæð áhrif á fjárfestingar i Bret- landi að standa utan evró-svæðisins. í þætti sjónvarpsmannsins David Frost, sem sendur var út rétt fyrir upphaf leiðtogafundar Evrópusam- bandsins í Cardiff, var rætt við þá Cook, Jacques Chirac forseta Frakklands og Jacques Santer, for- seta framkvæmdastjórnar ESB. Aðspurður sagði Cook að takmörk væru fyrir því hversu lengi Bret- land gæti beðið með ákvörðun um aðild að EMU eftir að evróið, hin nýja Evrópumynt, yrði komið í um- ferð. „Því lengur sem sameiginlega myntin verður í umferð, þeim mun stöðugri verður hún álitin, þeim mun fremur virðist hún vera ein af staðreyndum lífsins og þess vegna framtíðarinnar, þeim mun fremur mun fólk, sem tekur ákvarðanir um fjárfestingar, spyrja sig þeirrar spumingar hvers vegna það eigi frekar að fjárfesta utan evrósvæðis- ins en innan þess,“ sagði Cook. Hann lagði áherzlu á að enn sem komið er væri ekki tímabært að ganga í EMU, vegna þess að Bret- land væri ekki statt á sama stað í hagsveiflunni og önnur ríki ESB, en ríkisstjómin hefði málið áfram til skoðunar. „Við munum ákveða okk- ur á grundvelli kalds mats á efna- hagslegum hagsmunum Bretlands. Það kann að mæla með því að göng- um inn einhvem tímann snemma á næstu öld. Ef við tökum þá ákvörð- un, mun þjóðin hafa síðasta orðið í atkvæðagreiðslu.“ Ekki spuming um hvort, heldur hvenær Chirac sagði í þættinum að hann væri sannfærður um að Bretland yrði gengið í EMU árið 2002 og hann væri reiðubúinn að veðja upp á það. Santer sagði: „Það er ekki lengur spurning hvort Bretland verður með, heldur hvenær.“ Búizt var við að leiðtogafundur ESB, sem hófst í Cardiff í gær, tæki fáar stefnumarkandi ákvarðanir og að frá fundinum kæmu aðallega al- mennt orðaðar yfírlýsingar. Leið- togamir ræddu meðal annars áhrif efnahagskreppunnar í Japan og ástandið í Kosovo. Jón Signrðsson bankastjóri NIB EFTA-ríkin verða mjög háð evróinu JON Sigurðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) sagði í ræðu á ráðstefnu um hina sameiginlegu Evrópumynt, evr- óið, í Helsinki í síðustu viku að evróið yrði mikilvægasti erlendi gjaldmiðill- inn í öllum EFTA-ríkjunum og að þau yrðu að haga gengisstefnu sinni mjög eftir gengi evrósins. Öll EFTA-ríkin verzla í enn ríkari mæli við ríki Evrópusambandsins en sum ríki ESB sjálfs. Jón Sigurðsson sagði að af þessum sökum myndu svissnesk stjómvöld án efa reyna að halda gengi frankans gagnvart evró- inu eins stöðugu og mögulegt væri. Svisslendingar yrðu að sýna að frankinn væri ekki mun sterkari gjaldmiðill en evróið. „Þetta þýðir að til þess að koma í veg fyrir geng- ishækkun frankans verða vextir í Sviss að vera lægri en á evró-svæð- inu,“ sagði Jón. Hann sagði að hinn sterki auð- lindagrunnur Noregs hefði í för með sér að líklegt væri að stöðugur þrýstingur yrði á gengi norsku krónunnar upp á við gagnvart evró- inu. „Jafnvel þótt norsk stjórnvöld kunni fyrr eða síðar að hverfa frá til- raun sinni til að tengja gengi krón- unnar við ECU/evró munu þau til lengri tíma litið verða að fylgjast vel með gengi evrósins, þar sem fjórir fimmtuhlutar utanríkisverzlunar Noregs em við ESB,“ sagði Jón. Hann sagði að staða íslands væri „að sumu leyti svipuð og Noregs, jafnvel þótt viðskipti íslands við ríki utan ESB séu hlutfallslega nokkuð meiri.“ Skugga-aðildarríki gengissamstarfs ESB „í framtíðinni verður evróið aug- ljóslega mikilvægasti erlendi gjald: miðillinn fyrir öll EFTA-ríkin. í raun er því líklegt að þau muni haga sér eins og skugga-aðildarríki ERM 2,“ sagði bankastjórinn. ERM 2 er endurbætt gengissamstarfskerfi ríkja ESB, þar sem gengi gjaldmiðla ESB-ríkja, sem standa utan EMU, verður haldið stöðugu gagnvart evr- óinu. Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra þú Saga félaganna Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.