Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 37 LISTIR _ Greinagóð Islandslýsing BÆKUR Sagnfræði ISLAND FRA SAGA TIL SAMTID eftir Knut Odegárd. Formáli eftir Vigdísi Finnbogadóttur. 256 bls. Aschehoug. SMÆÐiUI sinnar og sérstöðu vegna eru íslendingar öðrum næm- ari fyrir því sem erlendir menn segja um landið. Knut Odegárd telst tvímælalaust vera í hópi þein-a höfunda sem skrifað hafa um land og þjóð af hvað mestri þekkingu. Hann dvaldist hér árum saman. Og starfs síns vegna hlaut hann að kynnast hér fjölda ein- staklinga, sem og flest- um hliðum þjóðlífsins. Ljóst er að hann hefur hrifist af landi og þjóð. Grandgæfilega hefur hann sett sig inn í dag- lega lífið og hugsunar- háttinn. Þar sem bókin er skrifuð fyrir norræna lesendur er bent á hvaðeina sem hér er öðruvísi. Til dæmis ís- lenskar nafnavenjur. I símaskránni íslensku sé raðað eftir skírnarnöfnum gagnstætt því sem annars staðar gerist. Útlendingur, sem gerist íslenskur ríkisborgarari, verði að taka upp íslenskt nafn. Ný- búi frá Suðaustur-Asíu geti því heit- ið alíslensku nafni. Höfundur lítur ekki á Islendinga sem einsleitan hóp. Einstaklingamir beri hver sitt svipmót; hinn dæmigerði íslending- ur sé ekki til. Víst hefur höfundur komið auga á hinar margflóknu geðflækjur íslendinga. En hann fer um þær mildum höndum. Þannig af- sakar hann ritháttinn pá Island í stað i Island eins og t.d. i England og i Skotland. En þetta sé nú einu sinni norsk málvenja. Og reyndar sé líka sagt pá Kuba og pá Malta. Að sjálfsögðu fær veðráttan hér sína skyldugu umfjöllun. Réttilega er þess getið að vindar blási hér nær linnulaust og veðrið sé síbreytilegt. En janúarhitiastigið sé nú samt hærra en í New York og Vínarborg! Þjóðemi Leifs Eiríks- sonar og Snorra St- urlusonar og annarra afreksmanna til foma sé hér viðkvæmara mál en margur Norðmaður geri sér ljóst. Og bók- menntir þær, sem norskum skólanemend- um hafi löngum verið sagt að skrifaðar væra á gammelnorsk - þær séu reyndar íslenskar. Minnt er á stærð lands- ins, sagt frá búsetu ng gróðurfari; einnig frá óbyggðunum með jökl- um sínum og eyðisönd- um. Ennfremur era raktar breytingar þær sem hér hafí sannanlega orðið á gróðurfari og búsetuskilyrðum frá því er hinir fyrstu landnámsmenn stigu hér á land. Minnt er á rannsóknir sem benda til að miðað við aðra séu Is- lendingar ánægðir með hlutskipti sitt, hamingjusamt fólk. Eftir að hafa rakið sögu þjóðar- innar aldirnar i gegnum og varpað ljósi á helstu samtímamálefni lýsir Odegárd hringferð um landið og nemur þá staðar við það sem helst vekur athygli. Á ferð sinni um Vest- firði minnir hann á Hrafna-Flóka sem gaf landinu hið kuldalega nafn sem það síðan ber. Hann staldrar við á Siglufírði. Síldarævintýrinu, sem hann segir að staðið hafi í fjöratíu ár, líkir hann við Klondyke og getur þess að landar sínir frá Sunnmæri hafi verið upphafsmenn síldveiðanna. Að öðra leyti gerir hann hvergi meira en efni standa til úr umsvifum Norðmanna og áhrif- um þeirra á íslenskt atvinnulíf. Þau voru þó sannarlega merkur kapítuli í íslenskri atvinnusögu, bæði á Vest- fjörðum, Norðurlandi og ekki hvað síst á Austfjörðum. Hann bregður sér til Vestmannaeyja og lýsir þjóð- hátíðinni, skýrir og frá upprana hennar. Og Bláa lónið fer ekki fram hjá gjöggu gests auga ferðamanns- ins. I Reykjavík tekur hann upp hætti heimamanna og fer allra sinna ferða akandi á eigin bíl. Til að fylgja lífsstílnum ekur hann niður í bæ á sumardaginn fyrsta. Þar óska menn honum gleðilegs sumars þótt veðrið sé ekki beint sumarlegt. Og mann nokkum hittir hann sem rek- ur ættir sínar til Noregs fyrir land- nám! Þannig lifi fortíðin í meðvitund þjóðar þessarar. I augum Islendings er bók þessi ef til vill fróðlegust fyrir þá sök að þarna kemur svo glögglega fram hvað Norðurlandabúi telur sig þurfa að skýra fyrir löndum sínum áður en þeir sæki Island heim. Og það þarf ekki ævinlega að vex-a hið sama sem við heimamenn teljum hér mark- verðast eða frásagnai’verðast. Textinn er skipulega saminn, ljós og léttur. Höfundur hefur sýnilega tekið eftir hverju einu sem fyrir augu bar. Frásögn hans er hlutlæg en eigi að síður yljuð ágætum húmor. Fyrir nú utan að lofið er gott kemur dulin gamansemi höf- undar manni í notalegt sumarskap. Bókina prýða margar og afar greinagóðar litmyndir, teknar af Páli Stefánssyni. Flestar eða allar sltírskota þær til textans. Erlendur Jónsson Knut Odegárd Einn virtasti orgelleikari 20. aldar látinn EINN virtasti orgel- leikari 20. aldar, Fem- ando Germani, lést í Rómaborg 10. júní sl., á 93. aldursári. Útfór hans fór fram hinn 11. júní frá Santa Prisca- kirkjunni í Róm, en hann var jarðsettur í Toscana-héraði við hlið konu sinnar. Germani var um ára- tugaskeið aðalorganisti Péturskirkjunnar í Róm. Hann fór í hljóm- leikaferðir um allan heim, lék sömuleiðis í útvarpi og sjónvarpi, bæði í heimalandi sínu, ítaliu, sem og ex-lendis. Þá voru einnig gerðar fjölmargar hljóðritanir með leik hans fyrir hljómplötur og hljóm- diska. Germani var aðalorgelkenn- ari Santa Cecilia-tónlistarháskólans í Róm og hélt árlega í meira en þrjátíu ár sumarnámskeið í orgel- leik, „master class“, í Siena á Ítalíu. Nemendur víða að sóttu námskeið hans, en hann kenndi einnig um tíma við Curtis-Institute í Banda- ríkjunum. Germani hlaut fjölda við- urkenninga víða um lönd. Nótnasafn Germanis varðveitt hér á landi Árið 1974 kom Germani hingað til lands til tónleikahalds á vegum tveggja íslenskra nemenda sinna, Hauks Guðlaugssonar og Guðmund- ar H. Guðjónssonar, og Félags ís- lenskra organleikara. Lék hann á tónleikum í Dómkirkjunni, Krists- kirkju, Selfosskirkju, Akureyrar- kirkju, Akraneskii’kju og Vest- mannaeyjakirkju, hvarvetna fyrir fullu húsi. í fréttatil- kynningu frá „The Femando Germani Society in Iceland" seg- ir að Germani hafi hrif- ist mjög af landi og þjóð og kynnst í ferðinni mörgum Islendingum. Hann hafi ávallt haldið tryggð við landið og oft talað um að Island væri land hinnar sönnu vin- áttu. Nótnasafn Germanis var keypt hingað til lands árið 1990. í fréttatilkynningunni kemur fram að safnið sé mikill fjársjóður fyrir tónlistar- menn og tónlistarnema, þar sem þar sé að finna útskrift á spilaað- ferðum hans, fingrasetningu og fótsetningu. „Germani skilur eftir sig víðtæk árhif meðal tónlistarfólks og tónlist- arunnenda um allan heim, ekki síst organleikara, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta leiðsagnar hans,“ segir ennfremur í fréttatil- kynningunni. Félagsskapurinn „The Fex-nando Germani Society in Iceland" var stofnaður í sambandi við nótnasafn Germanis, sem varð- veitt er hér á landi. Auk íslendinga era í félaginu núverandi aðal- organisti Péturskirkjunnar í Róm, James Göttsche, og ennfremur breski organleikarinn Nicholas Ky- neston, sem báðir voru nemendur Germanis. Á þessu ári koma út fyrsta og annað bindi af kennslubók í organ- leik, sem byggð er á aðferðum Fernandos Germani og skrifuð af Hauki Guðlaugssyni. Fernando Germani Bókasafns- fræðingar Ómissandi bækur BÆKUR Barnabækur BÖRN OG SORG og BÖRN OG BÆNIR eftir Sr. Sigurð Pálsson Skálholtsút- gáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar 1998. TVÆR góðar bækur er í stuttu máli það sem segja þarf um bækur Sr. Sigurðar Pálssonar, Börn og bænir og Börn og sorg en þær era ný- komnar út hjá Skál- holtsútgáfunni. Á því er enginn vafi að á fjör- ur allra uppalenda, for- eldra jafnt sem ann- ari’a, hefur rekið bæk- ur sem fengur er í. Böm og sorg er dá- samleg bók. Þar fjallar höfundur á auðskilinn og nærfærinn hátt um sorg barna og unglinga og hvemig ættingjar og vinafólk jafnt sem skólakerfið skuli bregðast við þegar dauðinn kveður dyra og börn verða sorgmædd. „Að tala við böm um dauðann er að tala við þau um lífið,“ segir í bókinni og segir þessi setning fleira en mörg orð um inni- haldið. Á hverri einustu blaðsíðu er eitthvað nýtt að uppgötva sem skerpir skilning manns á lífinu og því að vera til. Bókin hefur þann góða kost að hana þarf ekki að lesa frá upphafi til enda heldur er hægt að grípa niður í hana hvar sem er. Hún ætti að vera til á hverju einasta bóka- safni landsins og höfð á áberandi stað. Þá á hún erindi á staði eins og sumarhús þar sem gjarnan er lesið í ró og næði. Hún kostar á við tvö tímarit en úreldist ekki heldur er sígild. Eiga Guð að förunaut Bókin Börn og bænir fjallar um það að eiga Guð að förunaut. Þar eru kenndar fjölmargar bænir um allt milli himins og jai’ðar, frá morgni til kvölds og íslenskar sem lengra að komn- ar. I lok bókarinnar er síðan rætt um skírnina og tilgang hennar og um bænalíf barna. I kaflanum ræðir höfundur um atriði sem líklegt er að fáir leiði hugann að í erli dagsins en sem er svo mikilvægt vilji fólk lifa innihaldsríku lífí með Jesú sér við hlið. Þar er t.d. sagt frá muninum á því að tala við barn um Guð og að tala við Guð með barninu. Fleira er þar fróðlegt að finna og svo sannarlega er margt í kaflan- um sem vekur til umhugsunar. í bókai’lok beggja bókanna er ágæt skrá yfir heimildir og ítarefni þar sem marga foi’vitnilega bókatitla er að finna vilji menn glöggva sig betur á viðfangsefni höfundar. Afai /a Hrönn Gunnarsdóttir BÆKUR Stéttatal ÆVISKRÁR ÍSLENSKRA BÓKASAFNSFRÆÐINGA 1921-1996 Mál og mynd, Reykjavík 1998, 440 bls. BÓKASAFNSFRÆÐINGAR eru til þess að gera ung starfsstétt. Löggildingu fékk stéttin fyrst árið 1984. Um alllangan tíma áður hafði samt verið veitt kennsla í bóka- safnsfræði við Háskóla íslands eða frá árinu 1956. En áður höfðu þrír Islendingar lært bókasafnsfræði er- lendis. í ritinu sem hér kemur fyrir sjón- ir ei’u 306 bókasafnsfræðingar, 267 konur og 39 karlar. Má því segja að þetta sé kvennastétt enn sem komið er. Ekki skyldi ragla stéttarheitinu bókasafnsfræðingur saman við bókavarðarheitið. Hið síðarnefnda er mun víðtækara og tekur til allra er annast bókavörslu, hver svo sem menntun þeiiTa er. Þetta má vel greina á Bókavarðatali sem út kom árið 1987. Þar era 565 æviágrip, en af þeim eru 114 bókasafnsfræðing- ar. Allmargir hafa komið að útgerð þessa verks. Taldar era upp þrjár nefndir: undirbúningshópur, rit- nefnd og útgáfunefnd, alls níu manns, sýnist mér. En mér virðist Kristín H. Pétursdóttir eiga mestan hlut að verki, enda ritar hún for- mála bókarinnar. Æviskrárnar era sérlega vandað- ar og yfirgripsmiklar. Sá sem um er ritað er vitaskuld tilgreindur með fd., ári og fæðingarstað, en að auki er getið hvar hann ólst upp. Þá er hann vel ættfærður bæði í fóður- og móðurætt og er sama að segja um maka. Ártöl og dagsetningar fylgja þar sem við á. Þá er nám tilgreint, aðalstarf, fé- lags- og trúnaðarstörf og ritstörf. Böm era talin upp og skyldleika- tengsl við aðra í ritinu. Er hið síð- astnefnda óvenju ítarlegt, allt upp í fjór- og fimmmenninga. Bendir það til að býsna ættfróður höfundur hafi um fjallað, enda leynir það sér ekki í heimildaskrá í bókarlok. Heimildir eru tilgreindar í lok hverrar æviskrár. Ef ég ætti að leiðbeina einhverj- um um hvernig gera ætti æviskrár fyrir stéttatöl myndi ég hiklaust benda á þetta ágæta rit. I bokai’lok era miklar skrár. Þar er fyrst að telja skrá um BA-verk- efni í bókasafnsfræði. Eru þau til- greind í stafrófsröð eftir titlum verka. Þá er skrá um bókasafns- fræðinga útskrifaða frá Háskóla ís- lands eftir árum og önnur skrá er um þá sem lokið hafa prófum er- lendis. Birtur er spurningalisti með skýringum, sem sendur var þeim sem vera áttu í ritinu. Getur sá listi komið sér vel fyrir þá sem stéttartöl ætla að semja. Þá kemur nokkuð skrítin og óvenjuleg skrá, en það er afmælisdagatal eftii’ stjörnumerkj- um. Ekki skil ég vel tilgang hennar. Itarleg heimildaskrá er hér að sjálf- sögðu og að lokum er mikil nafna- skrá. Bókin er prentuð á góðan pappír svo að myndir njóta sín vel. Þessi bók er einstaklega vönduð og vel unnin og að öllu leyti til sóma þeim sem að henni hafa staðið. Sigurjón Björnsson Jazz á Alftanesi Þ JÓÐHÁTÍÐ ARNE FND Bessastaðahrepps og lista- og menningarfélagið Dægx-advöl standa fyrir jazzkvöldi í Haukshús- um, Álfta- nesi, þi’iðju- daginn 16. júní kl. 21. Þ a r munu þeir Carl Möller píanóleik- ari, Árni Scheving bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari leika létta jazztónlist. Magdalena Margrét sýnir í Kaup- mannahöfn NÚ STENDUR yfir sýning Magdalenu Margrétar Kjart- ansdóttur í Kaupmannahöfn. Á sýningunni eru verk unnin á þessu ári, dúkristur á papp- ír. Magdalena Margrét út- skrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1984. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga á ís- landi og erlendis. Sýningin er styrkt af Nor- rænu ráðherranefndinni sem Uður í norrænu samstarfi og er í húsnæði ráðherranefndar- innar að Store Strandstræde 18 við Nýhöfn. Sýningin stendur til loka júlímánaðar. Sr. Sigurður Pálsson Carl Möller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.