Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 15
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 15 AKUREYRI Safnaðarheimili Gierárkirkju Kaffihlað- borð Bald- ursbrár KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá verður með kaffihlaðborð eins og undanfarin ár í safnaðar- heimili Glerárkirkju 17. júní frá kl. 15-17. Einnig verður sýning á handverki sem fé- lagskonur hafa unnið í vetur. Kvenfélagið Baldursbrá sinnir líknarmálum eins og önnur kvenfélög. Það veitir Glerárkirkju allan stuðning sem það má en sinnir einnig ýmsum öðrum málum sem að- kallandi eru á hverjum tíma. Að þessu sinni mun allur ágóði renna til kaupa á sónar- tæki fyrir mæðraverndina á Akureyri. Verð í kaffihlað- borðið er kr. 600 fyrir mann- inn og frítt fyrir böm yngri en 13 ára. Messu aflýst LAUGARLANDSPRESTA- KALL: Af sérstökum ástæð- um er áður boðaðri messu sem vera átti í Grundarkirkju þann 17. júní hér með aflýst. Sókn- arprestur. aíáiIÍHHÍÍ Morgunblaðið/Bjöm GLslason Fyrsta skemmtiferðaskipið FYRSTA skemmtiferðaskipið á þessu sumri sigldi inn á Pollinn við Akureyri snemma í gærmorgun. Skipið, sem kom til Akureyrar frá Svalbarða, heitir Costa Marina og er ítalskt en um borð voru tæp- lega 800 franskir ferðamenn og um 400 manna áhöfn. Skipið er rúmlega 25.000 tonn að stærð og 175 metrar að lengd. Costa Marina sigldi frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur eftir há- degi í gær en um 140 farþegar skipsins fóru landleiðina yfir Kjöl með rútu. ~W--- Morgunblaðið/Björa Gíslason KÚTTER Jóhanna kom til Akureyrar um helgina en skipið verður í siglingum um Eyjafjörð í sumar. Um borð eru sjö færeyskir sjómenn af eldri kynslöðinni sem kunna ýmislegt fyrir sér. Siglt með kútter Jóhönnu BOÐIÐ verður upp á nýjung f ferðaþjónustu á Akureyri í sumar. Um er að ræða siglingar um Eyja- Qörð með kútter Jóhönnu, um 100 ára gömlum færeyskum kútter, sem nýlega var endurgerður frá grunni og tekinn hefur verið á Ieigu frá Færeyjum. Kútterinn er 29 m langt skip sem tekur allt að 50 manns í skoð- unarferðir og býður upp á aðstöðu fyrir ferðamenn neðan þilja. Á 17. júní verður Akureyringum og nær- sveitamönnum boðið f siglingu með kútter Jóhönnu gegn vægu gjaldi og gert ráð fyrir að hver ferð taki um eina og hálfa klukku- stund. Af þessu tilefni eru allar konur sem bera nafnið Jóhanna boðnar velkomnar í fría siglingu. I sumar verður farið daglega í siglingu frá Torfunefsbryggju. Kl. 9 árdegis er farið í 4-5 tfma ferð og siglt að Hrísey, rennt fyrir fisk og landslag og fuglalff skoðað. Kl. 18 er farið í 8-9 tíma ferð, siglt út í mynni Eyjafjarðar, svipast um eft- ir hvölum, rennt fyrir fisk og landslag og fuglalff skoðað f birtu miðnætursólarinnar. Grunur um ölvun í umferðarslysi í Eyjafjarðarsveit Þrír slösuðust UMFERÐARSLYS varð í Eyja- fjarðarsveit aðfaranótt laugardags, með þeim afleiðingum að þrír slösuð- ust. Tvær bifreiðar lentu hvor fram- an á annarri og var annar ökumann- anna grunaður um ölvun. Sá sem grunaður var um ölvun ók á öfugum vegarhelmingi framan á hina bifreiðina. í tilkynningu lög- reglunnai- á Akureyri sagði að slys af þessu tagi hafi verið fleiri á þessu ári, þar sem margir hafi slasast mik- ið og því miður einnig látið lífið. Það sýnir hversu hættulegir þeir eru sem aka ölvaðir og í hversu mikla hættu þeir setja aðra vegfar- endur. Fólk sem ekur á sínum vegar- helmingi er almennt ekki undir það búið að fá á móti sér bifreið á öfug- um vegarhelmingi. Margir með þungan bensínfót Alls urðu fjórtán umferðaróhöpp í síðustu viku og urðu slys á fólki í fjórum þeirra. Eins og venjulega voru margir teknir fyrir mismunandi umferðarlagabrot. Þar af voru 79 teknir fyrir of hraðan akstur, 22 höfðu ökuskírteini sitt ekki meðferð- is, 17 notuðu ekki bílbelti og 7 voru teknir fyrir ölvun við akstur. Arni Bjarnason áfram sveitarsljóri Svalbarðsstrandarhrepps Ibtíum hefur Qölgað á undanförnum árum ÁRNI Bjamason verður áfram sveitarstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps en hann hefur verið við stjórnvölinn í sveitarfélaginu frá haustinu 1992. Hringur Hreinsson var kjörinn oddviti hreppsins á fyrsta fundi sveitarstjómar nýlega og Ami varaoddviti. íbúai- í hreppnum em um 340 og hefur heldur fjölgað á undan- gengnum ámm, að sögn Áma sveitarstjóra. „Mér sýnist að sú fjölgun eigi eftir að halda eitthvað áfram. Það er ekki mikið um bygg- ingaframkvæmdir en einkaaðilar þó aðeins farnir að hugsa sér til hreyfmgs." I síðasta mánuði luku starfs- menn Jarðborana við að bora 9 rannsóknarholur eftir heitu vatni á Svalbarðseyri og var að jafnaði borað niður á 60 metra. Holurnar vom boraðar á svæði sem áður hafði verið rannsakað. Árni sagði niðurstöður ekki liggja enn fyrir en að menn væntu jákvæðrar nið- urstöðu. Eftir væri að skoða málið í heild og þá hvenær áframhald- andi skref í þessum málum verða tekin. Þurfum að styrkja vatnsbúskapinn „Við þurfum að styrkja vatnsbú- skap hitaveitunnar og jafnframt hafa menn væntingar um að geta þjónað stærra svæði í sveitarfélag- inu en gert er í dag,“ sagði Ami. íbúar í þéttbýliskjaranum á Svalbarðseyri búa við hitaveitu en holan sem vatnið kemur úr er krafth'til og gefur aðeins 5 sek- úndulítra af 55 gráðu heitu vatni í holutoppi. Ami sagði orðið aðkallandi að endumýja lagnir, hitaveitu- og vatnslagnir á Svalbarðseyri sam- hliða því að ljúka frágangi gatna. Hann sagði stefnt að því að ljúka undirbúningsvinnu á þessu ári, þannig að hægt yrði að fara í þær framkvæmdir á næsta ári. „Við emm að ljúka endanlegum Morgunblaðið/Kristj án ARI Jónsson á Sólbergi á Svalbarðsströnd og sonur hans Úlfar eru að byggja einbýlishús í nýjum byggingareit í landi Sólbergs en þar er gert ráð fyrir 7 lóðum undir einbýlishús. frágangi við gmnnskólann og þá liggur fyrir að innrétta aðstöðu fyrir hreppinn og bókasafnið sam- eiginlega á fyrstu hæð ráðhússins og verður ráðist í þá framkvæmd á næstu dögum. Einnig em í gangi viðhaldsverkni og umhverfismál en við emm með átak í því að fegra í kringum okkur.“ Til viðræðu um sameiningarmál Sameining sveitarfélaga hefur verið mikið í umræðunni og að- spurður um hugsanlega samein- ingu t.d. Svalbarðsstrandarhrepps og Akureyrar sagði Ami: „Miðað við yfirlýsingar sem gefnar hafa verið, hlýtur fmmkvæðið að koma frá Akureyri, þannig að við bíðum og sjáum tíl. Ég held þó að menn hér séu almennt jákvæðir til þeirra viðræðna. Menn hafa jafnframt metið það sem eina kostinn að sam- einast Akureyri." Iðnaðarsafn opnað FORMLEG opnun Iðnaðar- safnsins á Akureyri fer fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 17.00. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri opnar safn- ið með ávarpi, ásamt því að ræsa gömlu Gefjunargufiiflaut- una sem vakti Akureyringa í hálfa öld. Iðnaðarsafnið er í gömlu Hekluhúsunum á Gler- áreymm og em allir velkomnir á opnunina. Aksjon Þriðjudagur 16. júní 21.00ÞSumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólkí á Akureyri og Akureyringum í ferðahug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.