Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 57 var mikið áfallaár í lífí Jóníu. í janú- ar brann bærinn þeirra og misstu þau þar allar eigur sínar nema fötin sem þau voru í. Nutu þau þá góðrar aðstoðar sveitunga sinna og fleirri góðra manna. Um vorið var ráðist í að byggja nýjan bæ sem stendur enn, en um haustið deyr Kristófer maður hennar fyrir aldur fram. Jónína dvelur áfram nokkur ár á Finnmörk og hjá systur sinni, er þá var flutt á Hvammstanga og hafði vinnu í rækju á staðnum. Þegar ár- unum fjölgaði flytur hún sig um set, dvelm- á vetuma hjá okkur í Alfta- mýrinni en á sumrin hjá bömum sín- um fyrir norðan. Var hún aufúsu- gestm- hjá okkur og rækti ömmu- hlutverldð vel. Aldrei kom hún til baka fyrr en að loknum réttum. Lík- lega hafa réttardagamir minnt hana á blómadaga lífsins og þá tók hún á móti manni sínum og sonum er þeir komu með heiðarsafnið til réttar. Að sjá þúsundir af hraustu fé fara yfir eyramar að réttinni og taka á móti sveittum hestum og þreyttum gangnamönnum hlýtur að vera há- punktur þessa fólks er lifir á því sem landið gefur. Jónína var starfsöm kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Eftir að hún kom til okkar prjónaði hún mikið. Bæði til gjafa og eins seldi hún til verslana. Vora prjónaflíkur hennar notaðar til viðmiðunar um gott handbragð. Minni hennar á mynstur og liti við handavinnu var mikið, t.d. gat hún prjónað 10-15 munstur á húfur og vettlinga án þess að líta á blað. Jónína tók mik- inn þátt í félagslífí aldraðra í Bú- staðakirkju og eignaðist hún þar marga vini. Þar var mikið spilað og alltaf spilað til vinnings. Henni þótti leiðinlegt að tapa. Þegar bama- bömin komu í heimsókn átti hún alltaf mola í litla munna. Alltaf kunni hún eitthvað spil sem bömin gátu tekið þátt í en Svarta Pétur spilaði hún við þau yngstu. Þegar áranum fjölgaði og líkamlega þrek- ið minnkaði hafði hún framkvæðið að því að komast á Sjúkrahúsið á Hvammstanga til dvalar. Hún vildi ekki vera öðrum byrði. Þar var hún á heimavígstöðvum, þekkti þar flesta enda gamlir sveitungar henn- ar. Var vel um hana hugsað enda ekki í kot vísað hjá tengdadóttur sinni. Andlegri heilsu hélt Jónína fram að síðustu stundu, fylgdist með fréttum og öllu sem máli skipti er viðkom fjölskyldu hennar og af- komendum. Við þökkum þér fyrir samfylgdina. Minning þín lifir þótt þú sért horfin á braut. Þú varst góð móðir, góð amma og umfram allt góður vinur. Guð blessi þig. Hörður Ivarsson. Ég vihyóða um Drottin meðan lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til. (Davíðss. 14:33.) Elsku amma á Finnmörk er dáin. Sum ævintýri eru falleg og góð og enda vel. Líf ömmu var lofsöngur. Lofsöngur lífs og reynslu, viðbrögð við þeim veruleika að Guð er góður og hjálpar í nauð, gefur maka og börnum og bamabömum bjartar nætur á sumrin, og skjól í hremm- ingum. Þegar amma er nú horfin eftir nærri 100 ára lífshlaup er gott að staldra \úð og leyfa minningun- um um merka konu að líða um. Ég var svo lánsöm að fá að alast upp með henni heima á Finnmörk og fá að taka þátt í ævintýrinu með henni. Ég naut góðs af því að bera nafn hennar og fannst mér ég oft eiga hana meira en aðrir. Það var allt í lagi þó að lítil stelpa þyrfti að þvo sér alltof oft því amma var alltaf góð og skainmaði mann aldrei. Blaut eða skítug föt eftir volkið í bæjarlæknum þoma líka, svo er betra að ræða saman um hvernig og af hverju hlutirnir ganga fyrir sig á annan hátt. Ég minnist þess að ég fylgdist með af lotningu hvernig hún um- gekkst dýrin og gróðurinn og öll verk, húsverk og hannýrðir af svo mikilli fegurð og natni. Og svo var frí á sunnudögum, það var frátekinn dagur og þá fór ég oft á hestbak. Þegar heim var komið biðu svo pönnukökur með rjóma. Elsku amma kenndi mér margt og sagði mér frá mörgu. Ég á henni svo margt að þakka. Lofsöngur hennar bjartur og fal- legur er þagnaður en lífið hennar lifir. Góði Guð sem tekur nú við henni geymir hana í faðmi sínum. Sá sem orti Davíðssálminn vissi hvaðan honum kom gott til, hvaðan honum barst andi til að skapa. Ég vil, segir hann, skapa Ijóð um Guð meðan líf mitt varir, meðan blossinn lifir. Kærar þakkir fyrir allt. Þín nafna. Fyrstu kynni mín af Jónínu Árnadóttur hófust fyrir tæpum tuttugu árum. Þá var ég innan við tvítugt og kom ásamt Axel, dóttur- syni Jónínu, í áttræðisafmæli henn- ar. Ég mætti strax vinsemd og hjartahlýju, sem ávallt stafaði frá henni í minn garð, og fyrir það vil ég nú þakka. Það sem fyrst og fremst ein- kenndi Jónínu var háttprýði, hóg- værð, látleysi og virðing fyrir þeim sem hún umgekkst. Jónína var sér- staklega falleg og elskuleg kona. Hún hafði mjög gaman af því að vera fín og var það ávallt. Þremur vikum áður en hún andaðist fóram við fjölskyldan til hennar ásamt Jó- hönnu dóttur hennar. Hún hafði þá klætt sig upp, því í kjól fór hún alltaf á sunnudögum. Við spjölluð- um heilmikið saman því þrátt fyrir háan aldur var minni hennar óskert og gat maður sótt til hennar fróð- leik um gamalt og nýtt. Hannyrðir Jónínu vora með ein- dæmum fallegar og sjást sjaldan svo fáguð vinnubrögð sem hennar hjá konu á tíræðisaldri. Það eru ófáir sokkar og vettlingar eftir hana, sem yljað hafa fólkinu henn- ar. Jónína hafði mjög gaman af að spila. Minnist ég þess þegar hún bjó hjá Erlu dóttur sinni að ég sótti hana stundum í spil og mátti hún þá varla vera að því að drekka eða borða því það varð að halda áfram spilamennskunni. Eftir að hún kom á sjúkrahúsið á Hvammstanga voru margir sem styttu henni stundir við spil, þar á meðal Jónas Stefánsson frá Húki í Miðfirði, sem lést fyrir tæpum mánuði. Söknuður Jónínu var mikill þegar Jónas var farinn og kom ekki lengur í spil. Hafi hann bestu þakkir fyrir félagsskapinn. Umhyggja Jónínu fyrir sínum nánustu var einstök, og er hennar nú sárt saknað. Hún hringdi oft í sitt fólk til að fá fréttir af okkur og fylltist maður þá stolti yfir því að amma á tíræðisaldri skyldi vera að hringja frá Hvammstanga. Áhugi hennar á lífinu var óvenjumikill og alltaf fann hún eitthvert tilefni til að lifa fyrir, til dæmis einhver í fjöl- skyldunni að koma norður eða barn í vændum. Jónína var trúkona mikil og ræktaði trú sína alla tíð. Hún ef- aðist ekki um tilvist Guðs né annað líf eftir þetta. Jónína andaðist 7. júní, á 100 ára afmælisdegi Kristín- ar systur sinnar. Það kom sér því vel að geta mætt í afmæli hennar og endurnýjað kynnin að loknu jarðlífi. I dag kveðjum við hinstu kveðju ömmu okkar eða langömmu Jónínu, eins og hún var kölluð á mínu heim- ili. Á þessum tímamótum finnum við bæði til gleði og eftirsjár. Hvað er dásamlegra en að fá að lifa í nær 98 ár og halda andlegu atgervi sínu? Minningin um Jónínu mun gera okkur færari um að takast á við vandamál lífsins og er ég þess full- viss að fyrirbænir hennar eiga eftir að fylgja okkur um ókomna framtíð. Elsku ömmu biðjum við guðs bless- unar, óskum henni góðrar heim- komu og kveðjum hana með þakk- læti og virðingu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin jjúfii og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa varð það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Erna Stefánsdóttir. Nú þegar ég kveð ömmu Jónínu í hinsta sinn er mér efst í huga virð- ing og þakklæti fyrir að hafa átt þessa einstöku konu fyrir ömmu. Ég tel mig vera heppinn að hafa kynnst henni og umgengist hana, sem eru ákveðin forréttindi, og mun ég búa að því alla ævi. Elsku amma mín, þú sem varst fastur punktur í tilveranni en núna veit ég að góður Guð tók á móti þér hinum megin og þú ert komin á góð- an stað og þér líður vel. Minningarnar hrannast upp og ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við átt- um saman. Það var svo gaman að koma til þín að spila og spjalla við þig, því þú vildir alltaf fylgjast með búskapnum í sveitinni. Hún amma var full að fróðleik enda upplifði hún gífurlegar breyt- ingar íslensks þjóðfélags á 20. öld. Hún gerði ekki miklar kröfur í líf- inu, var alltaf sátt við sitt hlutskipti og tók því sem að höndum bar með æðraleysi, enda átti hún djúpa og einlæga trú á hið góða og vissi að allt færi á þann veg sem Guð og for- sjónin höfðu ætlað. Hún kenndi mér að meta það sem maður hafði, enda er ekki allt sjálfgefið í lífinu. Hún var samnefnari hins góða og stöðuglynda, sem gerir lífið svo dýr- mætt. Frá henni streymdi mann- kærleikur í sinni stærstu mynd. Aldrei sat amma Jónína auðum höndum og ekkert þótti henni leið- inlegra en að hafa ekkert að gera. Hún var alltaf vinnandi á meðan hún gat, prjónaði heil ósköp og sá um að á litlum höndum og fótum væru hlýir vettlingar og sokkar. En allt tekur enda og nú hefur þú fengið hvfldina, en eftir á ég það sem aldrei verður frá mér tekið; yndislegar minningar um einstaka ömmu sem ég mun aldrei gleyma um ókomin ár. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmermska í raun. Við kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig. Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl við aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Elsku amma mín, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst mér og fjöl- skyldu minni. Við munum minnast þín með þakklæti og hlýhug. Hvíl í friði. Guðmundur Rúnai' Skúiason. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson M Presthólum) Það var amma sem kenndi mér bænirnar og faðirvorið, þegar hún fór með þær fyrir mig, heima hjá henni og afa á Finnmörk. Ég var annað barnabarnið henn- ar og fyrsti drengurinn. Ég naut þeirrar gæfu að fá að dvelja lang- dvölum hjá ömmu, sumur og vetur, þar til ég byrjaði í grannskóla í Hafnarfirði. Það var amma sem kenndi mér stafina og að lesa. Hún las fyrir mig á hverju kvöldi fyrir svefninn, alltaf bænimar en oft líka sögur, eða sagði mér frá einhverju, sem hún hafði upplifað fyrr um æv- ina. Amma átti langa ævi, hún var fædd aldamótaárið og vantaði að- eins rúm tvö ár í 100 ára aldurinn. Amma var af þeirri kynslóð sem fannst heimurinn stór. Hún mundi þá tíma sem varð að fara á hestum allar sínar ferðir, og jafnvel eftir að bflar komu, var það full dagsferð að fara til Reykjavíkur. Það var líkast ævintýri fyrir mig, litla strákinn, að fara með henni á hesti fram í Krók að heimsækja Stínu systur hennar. Oft löbbuðum við amma út að Fitj- um að heimsækja Lára og bræð- urna þar. Það var alltaf svo gaman að hlusta á ömmu spjalla við full- orðna fólkið í þá daga. Árið 1966 var mikið áfallaár í lífi ömmu. Afi dó þá um haustið, en hann hafði verið veikur og á sjúkra- húsi nokkurn tíma. Stuttu eftir áramótin það ár brann íbúðarhúsið á Finnmörk. Húsið sem amma og afi höfðu búið í mestallan sinn bú- skap og alið börn sín upp í. Þar missti hún mestallar eigur sínar. Amma hafði dálæti á tónlist og átti safn af plötum með íslenskum söngvum og söngvurum. Hún átti ísaumaðar myndir og mikla handa- vinnu. Allt þetta brann sem henni var svo kært. Sumarið eftir var hafist handa við byggingu nýs hús og sváfum við amma í vegavinnu- skúr það sumarið, því nokkrum skúrum var komið fyrir á meðan byggt var. Eftir að nýja húsið var tilbúið, og Jói sonur ömmu og fjölskylda hans flutt, hafði amma alltaf sitt litla her- bergi þar. Hún skreytti veggina með myndum af fjölskyldumeðlim- um og handavinnu sem hún gerði svo listavel. Nokkra vetur dvaldi amma hjá Stínu systur sinni á Hvammstanga, og vann við mat- vælavinnslu. Þær systur voru sér- lega samrýndar, og er það kannski ekki tilviljun, að amma dó einmitt þann dag sem Stína systir hennar hefði orðið 100 ára. Fyrir meira en 20 áram veiktist amma hastarlega og var ekki hugað líf í marga daga. Hún náði sér þó vel eftir langa legu á Landakoti og Reykjalundi. Það var helst svimi, sem kom eftir þessi veikindi, og olli henni ávallt erfið- leikum við göngu og ferðir. Síðustu árin áður en hún fór á Sjúkrahúsið á Hvammstanga, dvaldi hún á heimilum bama sinna. Oft kom amma í helgarheimsókn til okkar á Brekkugötuna og þá var spilað, oft langt fram á nótt. Amma hafði mjög gaman af spilamennsku, og gat haldið áfram klukkutímum saman við að spila vist, marías, kana eða næstum hvað sem var. Oft lagði hún líka kapal, ef enginn spilafélagi var til staðar. Handa- vinnan hennar ömmu var einstök, hún prjónaði og heklaði. Það era margir fallegir hlutir sem við eigum eftir hana ömmu okkar. Elsku amma mín, ég sakna þín sárt. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Guð blessi þig. Kristófer Þórir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Víðilundi 14F, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að J| kvöldi 12. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Svaia Gunnarsdóttir, Einar Gunnarsson, María Jóhannsdóttir, Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuieg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA ÁRNADÓTTIR, fyrrverandi húsfreyja á Finnmörk, Miðfirði, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju í dag, þriðjudaginn 16. júní kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 10.00 og til baka að athöfn lokinni. Jóhanna Kristófersdóttir, Erla Kristófersdóttir, Jóhannes Kristófersson, Árný Kristófersdóttir, Gunnar Kristófersson, barnabörn, barnabarnabörn og Hörður ívarsson, Soffía Pétursdóttir, Skúli Axelsson, Guðrún Sigurðardóttir, barnabarnabarnabarn. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, SOFFÍA G. JÓNSDÓTTIR frá Deildartungu, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavfk, lést á Landspítalanum 14. júní. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og barnabörn. Minningarteiti um DIETER ROTH myndlistarmann, verður haldið á Hótel Holti laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Bálför hefur farið fram. Dieter verður jarðsettur í kyrrþey á Hellnum á Snæfellsnesi. Karl Roth, Lára Magnúsardóttir, Bjöm Roth, Þórunn Svavarsdóttir, Vera Roth, Guðríður Adda Ragnarsdóttir og barnabörn. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.