Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ALDARMINNING grímsdóttir, og Emil voru þre- menningar, Ludvig Knudsen afi hennar og Guðrún Sigríður, amma Emils, voru systkini. Kært var með öllum Knudsenum. Þorgrimur læknir Þórðarson sem tók við hér- aðslæknisstarfi eftir Þórð Thoroddsen sagði: „Kona af Knudsensætt bregst aldrei.“ Ein- hverjir góðkunningjar okkar Emils voru í glöðum hópi gesta. Emil var lágmæltur, en þurfti enga háreysti til þess að njóta athygli. Mörgum voru enn í fersku minni gamanyrði er hrutu af vörum hans er Ríkis- sjóður hafði nýverið gefið út 1 krónuseðla. Voru þeir prentaðir á lélegan pappír, enda tekið fram í opinberum skrám að erfitt hafi reynst að „afla góðs pappírs“. Hall- dór Pétursson frændi Emils hafði teiknað seðlana. Emil sagði: „Mað- ur má ekki einu sinni svitna, þá er maður orðinn blankur." Að skilnaði gaf Emil okkur hjónum litla mynd er hann hafði teiknað. Blýant- steikningu. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur Eigi má gleyma þætti Emils í leikhússtarfi. Hann samdi leikgerð tveggja skáldsagna afa síns, Jóns Thoroddsens skálds. „Maður og kona“ og „Piltur og stúlka" nutu mikilla vinsælda í búningi þeirra frænda Emils og Indriða Waage. Það er ein besta minning frá unglingsárum að hafa átt þess kost að kynnast þeim frændum og starfi þeirra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Vegna starfa í Útvegsbankanum og vináttu við Indriða og Brynjólf Jó- hannesson tók ég að tilmælum þeirra þátt í starfi félagsins um skeið. Það verður ógleymanlegur þáttur. Emil fylgdist vel með æf- ingum á leikritsgerð þeirra félaga. Svo kom frændi þeirra, Haraldur Á. Sigurðsson, sem þá var fluttur að Drageyri. Kvöld eitt er „Piltur og stúlka" var flutt á sviði og Þor- steinn Ö. Stephensen söng af hjart- ans lyst „Búðarvísur" um Kristján búðarmann og „fyrirtaksklútana Danskinum hjá“ sem Reykjavíkur- stúlkurnar fengu ókeypis hjá Danskinum, þá stóð Haraldur í hópi búðargesta á sviðinu. Hann hafði ekki staðist mátið. Sminkaði sig í skyndi og sté inn á sviðið. Lét mjög að séi' kveða, hafði hönd á öll- um varningi í „búðinni" og laumaði í vasa sína. Tók kröftuglega undir í viðlagi með Þorsteini Ó. Átti sinn ríka þátt í gleði leikhúsgesta það kvöld. Þeir frændur af Knudsen- skyni, Indriði, Emil og Haraldur Á., kunnu að skemmta sér og öðr- um. Emil skrifaði gi'einar í vikublaðið Vörð. Fjallaði þar um framtíð ís- lenskrar tónlistar. Þá ritaði hann um málaralist, leiklist og hljómlist í Morgunblaðið. Hann var um skeið ritstjóri vikublaðsins Freyju er út kom árin 1927-28. „Glaumbæjar- grallarinn" var safn sönglagatexta er Magnús Ásgeirsson og Emil gáfu út. Magnús þýddi ljóðin en Emil valdi lög og bjó til flutnings. Emil þýddi og staðfærði mörg leikrit. Þá átti hann mikinn þátt í revýum mörgum. Ríkisútvarpið varð þeirrar gæfu aðnjótandi að Emil Thoroddsen réðst til starfa sem píanóleikari og starfsmaður tónlistardeildar þegar við stofnun. Emil hafði fastmótaðar skoðanir, sem byggðust á þekk- ingu, sem hann hafði aflað sér á námsárum sínum í menningarborg- um Evrópu. Auk þess naut hann erfða og uppeldis við móðurkné og í föðurgarði. Á þeim grundvelli byggði hann tillögur sínar um sókn til aukinnar menningar og fram- fara í tónlistarmálum þjóðarinnar. Emil birti gi'einar um sönglíf og tónlistai-mál í Verði, málgagni sem Kristján Albertsson vinur hans og skólabróðir stýrði. Þar lýsti hann því, með hvaða hætti hann teldi að keppa bæri að því marki að efla hljómlist og sönglíf í landinu. Emil gat trútt um talað. Afi hans, Pétur Guðjohnsen, var í nánu vinfengi við Andreas Berggren, danskt tón- skáld. Móðir hans, Anna, og Svein- björn tónskáld Sveinbjörnsson voru systkinabörn. Ásta Einarsson, ein helsta stoð hljómlistar í Reykjavík, var dóttir Lárusar Sveinbjörnssonar bróður Svein- björns tónskálds. Túngatan og um- hverfi Landakotstúns, æskustöðva Emils, ómaði af sönglist og ilmaði af gróðri. Þá mun föðurkyn ekki hafa spillt menningararfi hins unga tónlistarmanns. Hvar var hlíðin fríðari og blágresið blíðara en í Barmahlíð, æskustöðvum afa Emils, Jóns Thoroddsens skálds og sýslumanns ... Starf Emils og arfur Strax þegar Emil tók við starfi í Ríkisútvarpinu hófst hann handa um söfnun nótna, raddsetningu tón- smíða, sönglaga og hljómsveitar- verka, með það í huga að mennta þjóð sína með markvissum hætti ... Þeirri ætlun sinni lýsti hann í gi’einaflokki er hann birti í Útvarps- tíðindum ... Emil, sem sjálfur var kominn af embættismönnum og LANDBÚNAÐUR "Jarðir til leigu Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðangreindar jarðir lausartil leigu: 1. Laugaból, Þingeyrarhreppi, Vestur- ísafjarðarsýslu; á jörðinni er 12,6 ha ræktun, æðarvarp, sumarbústaður b. 1980 og þrjár geymslur. 2. Minni-Borg, Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellssýslu; á jörðinni er 27,5 ha ræktun, íbúðarhús b. 1958, tvö fjárhús, hlaða, blás- arahús m/súgþurrkun, hesthús, fjós, vot- heysturn, véla- og verkfærageymsla, flat- gryfja og refahús. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560 9750. Grænt símanúmer 800 6800. Umsóknareyðublöðfást í afgreiðslu land- búnaðarráðu neytisi ns. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík fyrir 1. júlí 1998. Landbúnaðarráðuneytið, 12. júní 1998. NAUÐUNGARSALA Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp að Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 24. júní 1998 kl. 14.30. YX-120 Þ2259 Þ2445 Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 15. júní 1998, Jónas Guðmundsson. KENNSLA © KolbruN Jurtakennsla Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir verður með námskeið í tínslu, notkun og virkni í íslenskum jurtum, einnig verður kennd smyrslagerð. Námskeiðið er tvö kvöld, 18. og 22. júní. Skráning er í síma 552 1103 frá kl. 9—17. TILKYNNIIMGAR - . Lánasjóður íslenskra námsmanna Sumartími ráðgjafa í viðtölum 15. júní—28. ágúst kl. 11 — 15 Þriðjudagar Norðurlönd Fimmtudagar ísland Föstudagar Enskumælandi og önnur lönd. ^Engin viðtöl mánudaga og miðvikudaga. U.S. Green Card Lottery Vinningshafar Líkurnar á að vinna í dvalar- og atvinnuleyfa- happdrætti (Green Card Lottery) bandaríkja- stjórnar eru minni en einn á móti tvö hundruð. Fjórir íslendingar hrepptu hins vegar vinning í DV-99 útdrætti National Visa-Service. Eftirtaldir hafa öðlast rétt á dvalar- og atvinnu- leyfi í Bandaríkjunum fyrir sig og fjölskyldu sína íslenskir vinningshafar: Hans E. Baldursson, 99501551, Guðný E. Fanndal, 99500647, Þröstur Reynisson, 99501966, Rúnar Reynisson, 99501203. BÁTAR SKIP Þessi bátur er til sölu Gáski 1000, árg. 1987, lengdur í 11,20 metra og hækkaður 1997, vel búinn tækjum. Bátur í mjög góðu standi. Selst með eða án aflahlut- deildar (kvóta) sem er 62.519 þorskígildi, þar af 53.526 kg þorskur. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562 2554, fax 552 6726. TIL SÖLU Lausfrystir Til sölu góður færibandalausfrystir með tveim- ur öflugum frystipressum, loftkældum eim- svala og góðu, sléttu stálfæribandi. Frystirinn er tilbúinn til uppsetningar. Gott verð. Kælivélar ehf. Hafliði Sævaldsson, sími 893 1906 eða 587 4530. FUIMOIR/ MANNFAGNAÐUR Vinnuskáli Vinnuskáli um 200 m2 með skrifstofuherbergj- um, eldhúsi og salernisaðstöðu er til sölu. Skálinn er settur saman úr þremur 60 m2 og einni 20 m2 einingu, sem eru vel flytjanlegar. Afhending geturfarið fram nú þegar. Ennfremur er til sölu 55 m2 hífanlegt skýli, hentugt fyrir t.d. járnamenn. Upplýsingar í símum 567 1773 og 567 1691 frá kl. 8.00-16.00. Aðalsafnaðarfundur Ásprestakalls verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 18. júní kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd Áskirkju. FÉLAGSLÍF Skíðadeild Víkings Aðalfundur verður haldinn i Vík- inni 23. júní kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar vel- komnir. Stjórnin. Dagsferðir miðvikudaginn 17. júní Kl. 10.30 frá BSÍ. Leggjarbrjót- ur. Þjóðhátíðarganga úr Botns- dal í Hvalfirði yfir Leggjarbrjót á Þingvelli. Verð 1600/1800. Kl. 10.30 frá BSI. Hjólreiðaferð yfir Leggjarbrjót. Verð 1600/ 1800. Dagsferðir sunnudaginn 21. júní. Kl. 8.30. Baula. Gengið frá Bröttubrekku á Baulu. Kl. 8.30. Árganga. Gengið niður með Bjarnardalsá. Helgarferðir næstu helgi 19,—21. júní. Jónsmessu- næturganga yfir Fimmvörðu- háls. Ein vinsælasta útivistar- ferðin. Gengið verður frá Skóg- um, yfir Fimmvörðuháls i Bása. Hægt að dvelja í Básum fram á sunnudag. í Básum verður boðið upp á gönguferðir, grillveislu og varðeld. 19.—21. júní. Básar um sum- arsólstöður. Fararstjóri verður Anna Soffía Óskarsdóttir. Kvöldvökur, varðeldur, göngu- ferðir og grillveisla. 19.—21. júní. Vík í Mýrdal með jeppadeild Útivistar. Far- arstjóri verður Gisli Einarsson jarðfræðingur. Á leið austur fyrir fjall verður stoppað við Selja- landsfoss. Gist í Vlk í Mýrdal í tjaldi eða skála. Farið að Hafurs- ey og Hjörleifshöfða o.fl. FERÐAFÉLAG <§> ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SiMI 568-2533 Fimmtudagur 17. júní kl. 10.30 Móskarðshnjúkar-Trana. Góð fjallganga. Verð 1.000 kr. Laugardagur 20. júní kl. 18.00 Næturganga á Heklu. Heklu- ganga um sumarsólstöður og að næturlagi er ógleymanleg. Verð 2.800 kr. Göngudagur F.í. og Spron er sunnudaginn 21. júní. Takið daginn frá og mætið í skemmtilegar gönguferðir þar sem allir ættu að finna göngu við sitt hæfi. Kl. 10.30 Nesjavellir — Marardalur — Draugatjörn. Gönguferð vestan undir Hengli. Kl. 13.00 Hellisheiði - Draugatjörn, gömul þjóðleið. Tilvalin fjölskylduganga. Gengið með vörðum. Hellukofinn skoðaður. Hóparnir hittast hjá rústum gamla sæluhússins við Draugatjörn. Brottför frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. Minnum á helgarferðirnar á Fimmvörðuháls og í Þórs- mörk, m.a. fjölskylduhelgi í Þórsmörk 26.-28. júní. Pantíð tímanlega. ÝMISLEGT STJORNUKORT eftir Gunnlaug [ Guðmundsson. Persónu-, framtíðar- og samskiptakort Uppl. í síma 553 7075. Sendum í póstkröfu. KENNSLA • Einkatímar í reikiheilun • Helgarnámskeið í reiki I 20. og 21. júní Á reikinámskeiði lærir þú að heila þig og aðra. Reiki virkar eins og líkamleg og andleg vítamín- sprauta. Því fylg- ir vellíðan, gleði og friður. Upplýsingar og skráning í síma 552 4545. Sólbjört Guðmundsdóttir, reik'meistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.