Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ f- FRETTIR r Upplýsingar Búnaðarbanka fsiands til viðskiptaráðherra Fimm laxveiðiferðir í Rangá vantaði BUNAÐARBANKA Islands láðist að geta um fimm veiðiferðir í Rangá á fimm ára tímabili er bankinn gaf viðskiptaráðherra upplýsingar um laxveiðiferðir bankans vegna fyrir- spumar á Alþingi í vetur. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra fundaði með formanni og varaformanni bankaráðs og aðalbankastjóra bank- ans á sunnudagskvöld í kjölfar frétta í fjölmiðlum um þessi efni og í gær- morgun gerði hann forseta Alþingis grein fyrir því að í þær upplýsingar sem hann byggði á svar sitt til Al- þingis hefði vantað kostnað vegna þessara fimm laxveiðiferða. Kostnaður Búnaðarbankans vegna veiðiferðanna er að mati hans kr. 745.422 og er ástæðan fyrir því að þessa kostnaðar var ekki getið í upp- lýsingunum til ráðherra 19. janúar í vetur sögð sú að af vangá hefði verið gengið út frá þeirri forsendu að allur kostnaður vegna veiðiferða væri færður í bókhaldi aðalbankans. Þessi kostnaður hefði hins vegar verið greiddur af útibúi bankans á Hellu. Hannar bankinn þau mannlegu mis- tök sem hér hafi átt sér stað og biðst afsökunar vegna þeirra. Jafnframt er ráðherra beðinn velvirðingar á þvi að honum hafi ekki verið gerð grein fyr- ir málinu fyrr en nú. „Bankastjórnin taldi hins vegar rétt að bíða eftir nið- urstöðum Ríkisendurskoðunar og gera yður grein fyrir málinu þegar þær lægju fyrir, enda taldi hún að vinna Ríkisendurskoðunar tæki skemmri tíma en raunin hefurt orð- ið,“ segir meðal annars í bréfi banka- stjómarinnar til viðskiptaráðherra. Kostnaður saman- lagt talinn nema rúmum 745 þús- und krónum að ræða. „Það geta öllum orðið á mis- tök, en þetta er engu að síður mjög alvarlegt," sagði Finnur. Aðspurður hvort ástæða væri til að ætla að reynt hefði verið að leyna upplýsingum, sagði hann að það kæmi skýrt fram í bréfi bankastjóm- arinnar að um mistök væri að ræða og beðist væri velvirðingar á þeim bæði gagnvart viðskiptaráðherra og einnig gagnvart Alþingi og tekið fram, sem hann mæti rétt, að bank- inn hefði ekki haft neina hagsmuni af því að leyna þessum upplýsingum. Finnur sagðist myndu bíða eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um veiðiferðir og risnu í Búnaðarbank- anum og framhald málsins myndi ráðast af því sem þar kæmi fram. Bankinn ekki fengið boð Aivarlegt mál Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að það væri alvarlegt mál að þær upplýsingar sem hann hefði fengið frá Búnaðarbankanum hefðu ekki verið réttar og hann hefði látið það álit sitt í ljós gagnvart bankastjórun- um. Hann hefði hins vegar fengið upplýsingar frá bankanum í þessum efnum og komið þeim á framfæri við Alþingi, eins fljótt og nokkur kostur hefði verið. ,Á þessu stigi er ekkert hægt að segja hvert framhald málsins verður. RQdsendurskoðun er að skoða þessa hluti. Þegar skýrsla hennar liggur fyrir fæst betri heildarmynd af mál- inu og þá verður það tekið aftur til athugunar," sagði Finnur. Aðspurður hvort það væri ekki óviðunandi að hann hefði í tvígang fengið rangar upplýsingar um lax- veiðikostnað ríkisviðskiptabankanna, sagði Finnur að það væri mjög alvar- legt og raunar algerlega óviðunandi. í þessu tilfelli hefði hann fengið skýr- ingar frá bankanum og sér sýndist að þama gæti verið um mannleg mistök „Bankastjómin hefur gert við- skiptaráðherra grein fyrir þessum mistökum og beðist velvirðingar á þeim,“ sagði Pálmi Jónsson, formað- ur bankaráðs Búnaðarbanka íslands, aðspurður um þetta mál. ,Á þessari stundu kýs ég að ræða ekki um þetta efni eða önnur er snerta væntanlega skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr en hún liggur fyrir,“ sagði Pálmi enn- fremur. Aðspurður hvaða reglur giltu inn- an bankans varðandi boð til bankans um laxveiðiferðir sagði Pálmi: „Bankinn hefur ekki fengið nein slík boð svo ég muni og það er ljóst að ef slík boð kæmu til bankans yrði farið mjög varlega í það að þiggja slíka hlutí.“ Mjög slæmt Ólafur G. Einarsson, forsetí Al- þingis, sagði að viðskiptaráðherra hefði á fundi í gærmorgun gert sér grein fyrir fundi sem hann hefði átt með aðalbankastjóra og bankaráðs- formanni Búnaðarbankans á sunnu- dagskvöld og afhent sér bréf banka- stjóranna, þar sem þeir hörmuðu þessi mannlegu mistök, eins og það væri kallað. Jafnframt hefði við- skiptaráðherra skrifað sér bréf þar sem greint væri frá að upplýsingam- ar, sem ráðherra hefði fengið frá Búnaðarbankanum og byggt svar sitt á til Alþingis, hefðu ekki verið réttar. Það hefði vantað þessar fimm lax- veiðiferðir. „Ég hef svo sem ekkert um þetta annað að segja en það að mér þykir auðvitað mjög slæmt að þetta skuli r no'Á ^ s m fmrtpmwmmmn imöMwIðT- Lærðu að þekkja íslenskar Með bókinni fylgir stór veggmynd með myndum af íslenskum plöníum <> FORLAGIÐ gerast í annað sinn að Alþingi fær rangar upplýsingar. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál, það er ekkert hægt að hafa annað orð yfir það. Ég tek auðvitað á þessari stundu þessar skýringar sem ráðherrann gefui’ mér gildar. Það er enginn efi í mínum huga að hann hefur gefið þær upp- lýsingar til þingsins sem hann vissi sannastar og réttastar," sagði Ólagur G. Einarsson. Aðspurður hvort sú staðreynd að þetta væri í annað sinn sem Alþingi væru veittar rangar upplýsingar kallaði á einhver viðbrögð af hálfú þingsins eða forsætisnefndar þess, sagði Ólafur að þetta sneri fyrst og fremst að ráðherrum sem þyrftu að byggja svör sín á upplýsingum frá stofnunum sem undir þá heyrðu. „Ég held að það sé nú kannski fyrst og fremst ráðherramir sem þurfa að at- huga hvemig upplýsingagjöf til þeirra er háttað frá þeim sem þeir þurfa að treysta á,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þetta hlyti að verða til þess að þeir sem undirbyggju svör ráðherra gættu sín betur en þeir hefðu gert til þessa. Morgunblaðið/Golli Kanína á ferð í Heiðmörk KANINA birtist ljósmyndara Morgunblaðsins á förnum vegi í Heiðmörk nýlega. Ekki er vitað hvernig stóð á ferðum hennar þar en líklega hefur einhver sleppt henni því hún var gæf. Svo mikið er alt- ént víst að kanínur þrífast illa utandyra yfír háveturinn hér á landi nema þær séu fóðraðar. Bréfaskipti vegna upplýsinga- gjafar Búnaðarbankans HÉR fara á eftir í heild bréf banka- stjómar Búnaðarbanka Islands til viðskiptaráðherra, bréf viðskipta- ráðherra til forseta Alþingis Ólafs G. Einarssonar og fréttatilkynning viðskiptaráðuneytisins til fjölmiðla vegna málsins: Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500 Viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson viðskiptaráðuneytinu Amarhvoli, Reykjavík. Éfni: Upplýsingagjöf Búnaðar- bankans vegna fyrirspurnar á Al- þingi um laxveiðiferðir. Hinn 19. janúar 1998 ritaði Bún- aðarbanki íslands hf. viðskiptaráð- herra bréf þar sem fram komu um- beðnar upplýsingar um laxveiði- ferðir bankans vegna fyrirspumar á Alþingi. Meðal annars voru þar veittar upplýsingar um fjölda veiði- ferða síðastliðin fimm ár og kostnað vegna þeirra. Nú hefur komið í ljós að við vinnslu þeirra upplýsinga sem bankinn veitti yður láðist að geta fimm veiðiferða í Rangá á þessum fimm árem. Af vangá var gengið út frá þeirri forsendu að allur kostnað- ur við veiðiferðir væri færður í bók- hald aðalbankans, en hinar til- greindu ferðir vora hins vegar greiddar af útibúi bankans á Hellu og bókfærðar þar. Sá bankastjór- anna sem fór með afgreiðslu á upp- lýsingabeiðni yðar veitti þessu ekki athygli við frágang málsins. Búnaðarbankinn harmar þau mannlegu mistök sem hér áttu sér stað og biðst afsökunar vegna þeirra. Bankinn hefur ávallt leitast við að svara erindum viðskiptaráð- herra vegna fyrirspuma á Alþingi af samviskusemi í samræmi við það sem bankanum hefur verið skylt og heimilt. Rétt er að leggja áherslu á að bankinn hafði enga hagsmuni af að leyna yður eða Alþingi þessum upplýsingum. Það er mat bankans að kostnaður vegna þessara veiðiferða nemi 745.422 kr. Hins vegar er rétt að taka skýrt fram að Ríkisendurskoð- un er nú að vinna greinargerð um laxveiðikostnað og risnukostnað bankans, að ósk bankans. Verkefni Ríkisendurskoðunar er meðal ann- ars að leggja mat á einstaka þætti risnukostnaðar og að hve miklu leytí hann tengist laxveiðiferðum. Af þessum sökum er ekki hægt að fullyrða að niðurstöður Ríldsendur- skoðunar verði hinar sömu. Að lokum vilja bankastjórar bankans biðja yður velvirðingar á því að yður hefur ekki verið gerð grein fyrir málinu fyrr en nú. Bankastjómin taldi hins vegar rétt að bíða eftir niðurstöðum Ríkisend- urskoðunar og gera yður grein fyrir málinu þegar þær lægju fyrir, enda taldi hún að vinna Ríkisendurskoð- unar tæki skemmri tíma en raunin hefur orðið. Bankanum er ekki kunnugt um hvenær fyrrgreindrar greinargerð- ar Ríkisendurskoðunar er að vænta. Bankinn mun gera yður nánari grein fyrir málinu þegar hann hefur fengið niðurstöður hennar í hendur. Viðingarfyllst, Stefán Pálsson, Jón Adólf Guðjónsson, Sólon Sigurðsson. laxveiðiferða nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun. Búnaðarbankinn mun gera viðskiptaráðherra grein fyrir niðurstöðum þeirrar athugun- ar þegar þær liggja fyrir og mun viðskiptaráðherra í framhaldi af því kynna niðurstöðurnar fyrir yður, m.a. endanlegt mat Ríkisendur- skoðunar á kostnaði bankans vegna laxveiðiferða. Finnur Ingólfsson Afrit: Bankaráðsmenn banka íslands hf. Ríkisendurskoðun. Búnaðar- Hr. forseti Alþingis Ólafur G. Einarsson, Alþingi við Austurvöll, Reykjavík. Viðskiptaráðherra vísar til svars síns við fyrirspum Jóhönnu Sigurð- ardóttur um laxveiðiferðir stjórn- enda ríkisviðskiptabankanna og Seðlabankans, sbr. bréf til yðar, dags. 5. mars 1998. I ljós hefur komið að í upplýsing- um þeim sem ráðherra fékk frá Búnaðarbanka Islands og hann byggði svar sitt á var fimm laxveiði- ferða á vegum bankans ekki getið. Ráðherra harmar þetta. I kjölfar frétta í fjölmiðlum um ranga upplýsingagjöf Búnaðar- bankans vegna fyrirspumarinnar kallaði ráðherra formann og vara- formanns bankaráðs Búnaðarbank- ans og aðalbankastjóra á sinn fund og leitaði skýringa vegna málsins. Á fundinum var ráðherra afhent bréf bankastjórnar þar sem mistök bankans við veitingu upplýsinga eru skýi’ð. Þá era mistökin hörmuð og beðist afsökunar vegna þeirra. Bréfið fylgir hjálagt. Eins og fram kemur í bréfinu er kostnaður Búnaðarbankans vegna r r Til fjölmiðla í gæi;kvöldi var, að tilhlutan við- skiptaráðherra, haldinn fundur ráð- herra með formanni og varafor- manni bankaráðs Búnaðarbankans, auk aðalbankastjóra bankans. Til- efni fundarins var að fá skýringar á fréttum þess efnis að Búnaðarbank- inn hefði vantalið kostnað sinn vegna laxveiðiferða síðastliðin 5 ár, þegar hann svaraði beiðni viðskipta- ráðherra um upplýsingar þar að lút- andi. Þar af leiðandi hefði viðskipta- ráðherra ekki greint Alþingi rétt frá í svari sínu við fyrirspum Jó- hönnu Sigurðardóttur alþingis- manns um téðan kostnað. Á fundinum gerðu forsvarsmenn Búnaðarbankans viðskiptaráðherra grein fyrir mistökum bankans við upplýsingagjöfina og afhentu bréf það er fylgir hér með. í því era mis- tök bankans hörmuð, beðist er vel- virðingar á þeim og gerð er grein fyrir ástæðu þess að þau urðu. Enn- fremur er ráðherra beðinn velvirð- ingar á því að honum skyldi ekki vera gerð grein fyrir þessum mis- tökum fyrr en nú. Bréf þetta fylgír hér með. f morgun átti viðskiptaráðherra fund með forseta Alþingis vegna málsins. Á þeim fundi gerði ráð- herra forseta grein fyrir málinu og afhenti honum bréf sitt vegna þess. Það bréf fylgir einnig hér með. Rétt er að taka fram að Ríkisend- urskoðun hefur að undanförnu haft kostnað Búnaðarbankans vegna laxveiða til athugunar og er þeirri vinnu ólokið. Viðskiptaráðherra bíð- ur niðurstöðu Ríkisendurskoðunar en mun fjalla um málið þegar hún liggur fyrir. Viðskiptaráðherra taldi hins vegar mikilvægt að gera for- seta Alþingis grein fyrir máli þessu eins fljótt og kostur var. Reykjavík 15. júní 1998. Viðskiptaráðuneytið. \ í i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.