Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞÓRA komin til pabba og allra hinna ást- vinanna. Við sem berum harm í hjarta hugann byrgi sorgar ský megum ekki kveina og kvarta kærleiks sólin vermir hlý bak við myrkrið sorgar svarta sjáum kvikna ljós á ný þakka skal og þráfalt muna þína kæru samveruna. Hafðu þökk fyrir öll yndislegu ár- in, guð blessi minningu þína. Kveðja frá bömum, fóstursyni og fjölskyld- um þeirra. Jóna Margeirsdóttir. Mig langar að minnast Þóru, elskulegrar frænku minnar, í örfá- um orðum. Elsku Þóra, ég get ekki með orðum lýst hvað fréttirnar um andlát þitt fengu á mig. Sama dag og við kistulögðum elskulegan afa okkar, fáum við þær harmafregnir að þú sért horfin á braut. Hvað er eiginlega hægt að leggja á eina fjöl- skyldu? Mér er minnisstæðast þeg- ar ég bauð þér og Stefaníu dóttur þinni með mér heim þegar þú varst í heimsókn hjá henni héma á Egils- stöðum, hvað þú dáðist að nýja heimilinu minu og þetta smávægi- lega sem ég hafði gert í höndunum og þú varst svo hrifin af, þótt það væm smámunir miðað við það sem þú gerðir af því tæi. Þú varst snill- ingur í höndunum. Allt sem hét handavinna lék í höndunum á þér. Þín verður sárt saknað, elsku Þóra. Sendi börnum, barnabömum, barnabamabörnum og systldnum þínum mínar innilegustu samúða- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Svava Þórey Einarsdóttir. Það sló mig meir en orð fá lýst er fréttin kom um það að Þóra systir mín væri það mikið veik að það væri ekki spurning hvort heldur hvenær hún hyrfi á braut. Það hvarflaði ekki að okkur systmm og Pálínu dóttur hennar hinn 3. júní er við sátum við rúmið hjá henni á sjúkra- húsinu í Neskaupstað og töluðum um hvernig andlát foður okkar bar að 2. júní og völdum sálmana sem átti að flytja við útför hans, að fimm dögum síðar yrði hún horfin á braut. Þóm verður sárt saknað í fjölskyldunni því oft var leitað ráða hjá stóra systur ef vanda bar að höndum, hvort sem það var viðvíkj- andi saumaskap, eldamennsku eða bara nefna það, hún var ætíð tilbú- in. Þóra var mikil hannyrðakona. Hún saumaði mikið, það var ekki sjaldan að maður sat og dáðist að verkum hennar er líða tók að jólum eða afmælum. Allir áttu von á mjúk- um pakka. Þóra átti mörg áhugamál en fjöl- Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn ^IIIIITIII^ H H H Erfidrykkjur Símt 562 0200 -r JÓNSDÓTTIR + Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. nóvem- ber 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. júm' síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Finnbogason, f. 21.12. 1915, d. 2.6. 1998, og Margrét Þórðardóttir, f. 22.6. 1917, d. 24.9. 1962. Þóra var næstelst ellefu systkina, sjö þeirra komust á legg. Þau em: Guð- björg, d. 2.6. 1973, Finnbogi, Fjóla, Jóna Björg, Gunnar Jósep og Aðalheiður. Þóra giftist Margeiri Þór- ormssyni, f. 18.7. 1924, d. 5.5. 1985. Foreldrar hans vom Þór- ormur Stefánsson, f. 23.4. 1894, d. 12.5. 1981, og Stefanía Ind- riðadóttir, f. 4.5. 1898, d. 7.11. 1959. Börn Þóm og Margeirs em Jóna Björg, f. 26.10. 1957, gift Ara B. Guðmundssyni og eiga þau þijú börn og eitt barna- barn; Jón Grétar, f. 11.4. 1959, kvæntur Ástu Árnadóttur og eiga þau tvö ^ börn auk þess sem Ásta á einn son; Stefanía Þóra, f. 6.6. 1960, vistmaður á Vonar- landi; Indriði, f. 17.8. 1961 kvæntur Herborgu Þórðar- dóttur og eiga þau tvö börn; Arnar, f. 4.6. 1964, í sambúð með Ásdísi Björns- dóttur og eiga þau tvö börn; Margeir, f. 14.6. 1965, kvæntur Borghildi Jónu Ámadóttur og eiga þau þijú börn; Pálína, f. 18.1. 1970, gift Kristmanni R. Lars- syni og eiga þau eitt bam; Guð- björn, f. 7.12. 1974; Ágúst Þór, f. 31.8. 1976; fóstursonur Jens Pét- ur Jensen, f. 7.9. 1951, kvæntur Kristjönu Guðlaugsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabam. Sonur Margeirs er Gunnar, f. 12.1.1957, var kvænt- ur Vilborgu Þorsteinsdóttur, þau skildu og á hann þijú börn. Útför Þóm fer fram frá Fá- skrúðsijarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vor hinsti dagur er hniginn afhimnumísaltanmar. Sú stund kemur aldrei aftur, semeinusinnivar. Og sólbrendar hæðir hnípa við himin fólvan sem vín; það er ég sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Þw' okkur var skapað að skilja. Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór Kijjan Laxness) Elsku mamma, okkur er óskiljan- legt af hverju þú hefur fengið svo stóran skammt af mótlæti. Þung vom spor okkar allra þegar pabbi lést fyrir þrettán áram, og þú stóðst eftir með þrjú yngstu börnin, en þú hefur barist áfram af hörku og dugnaði. Nú hefur sami sjúkdómur lagt þig að velli á skömmum tíma. Við afkomendur ykkar höfum varla náð áttum þar sem við vorum nýbú- in að missa hann afa okkar og pabba þinn og fylgdum honum til grafar daginn eftir að þú lést. Við vitum að nú h'ður þér vel og þú ert LEGSTEINAR t Marraari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blásrýli Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 Legsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 skyldan gekk ætíð fyrir, bömin hennar, barnabömin og barna- barnabömin voru henni allt. Elsku Þóra, hafðu þökk fyrir all- ar þær stundir sem við sátum eða gengum saman og spjölluðum um alla þá hluti sem við áttum sameig- inlega. Börnunum þínum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau og vemda í þeirra miklu sorg. Þín systir og fjölskylda. Aðalheiður Jónsdóttir. Elsku Þóra mín, ekki datt mér í hug að ég væri að kveðja þig í síð- asta sinn þegar ég hitti þig við póst- húsið áður en þú fórst á Neskaup- stað. Þú sem áttir eftir að koma til mín og ætlaðir að hafa samband þegar þú kæmir aftur heim. Við átt- um margar góðar stundir niðri hjá mér þar sem við spjölluðum ávallt mikið um lífið og tilverana. Þú varst móðir Pálínu, bestu vin- konu minnar, en ég kynntist þér þó best á síðustu þremur árum eftir að ég flutti heim á Fáskrúðsfjörð aftur. Þú lést okkur vinkonurnar nú oft heyra það en alltaf fórst þú að hlæja á eftir, þar sem þú varst nú líka svo- lítið stríðin, eins og þú sagðir sjálf: „Mér finnst svo gaman að stríða þér.“ Alltaf varst þú nú hissa á hversu ósjálfbjarga og kannski helst til latar við. voram í að gera eitthvað í höndunum. En við vin- konurnar höfum notið þess að mæð- ur okkar sauma mikið á okkur, og við sögðum bara eins og satt var: „Mamma gerði það.“ Þú gerðir grín að þessu við okkur en hafðir samt trú á að við gætum þetta líka, bara ef við mættum vera að því að setjast niður og vera þolinmóðar, en það er nú kannski einkenni sem hvorki passar við mig né dóttur þína. Oft var nú samt hægt að leita til þín þegar mamma var að sauma á mig, með snið, fóður eða rennilás. Þegar kaupfélagið brást stóð skápurinn þinn fyrir sínu, en þar kenndi nú ýmissa grasa. Oft höfum við Pálína rifjað upp sunnudagsrúntinn þegar ég var ný- komin með bílpróf og þú nýbúin að kaupa Justy-inn og við fórum þrjár saman Breiðdalshringinn. Það vora ófáir bæimir í Skriðdalnum sem þú varst ekki með ábúendur og ættar- tölu þeirra á hreinu. En talandi um ættfræði við okkur vinkonurnar hefur nú sennilega ekki verið upp- lífgandi þar sem við voram eins og lokaðar bækur gagnvart slíku. En ferðin fannst mér skemmtileg og er mér minnisstæð. Á sínum tíma þegar þú varst með flesta í heimili hefur þú eflaust get- að fengið nafnbótina „ofurkona", en ég veit að þú taldir sjaldan eitthvað eftir þér og þér fannst heldur ekki mikil ástæða að þér væri hrósað. Allt var sjálfsagt og öll handavinna var þér auðveld. Elsku Þóra, við huggum okkur við það að nú ert þú komin til Margeirs, en nú era 13 ár síðan hann kvaddi þennan heim. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Að lokum vil ég votta henni Pá- línu minni, systkinum hennar og fjölskyldum mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll. Eygló Hrönn Ægisdóttir. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran/Gunnar Dal.) Enn einu sinni hefur verið höggvið stórt skarð í þessa sam- Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 heldnu fjölskyldu. Fyrir rúmri viku, 2.6., lést tengdafaðir minn, Jón Finnbogason, og tæpri viku síðar Þóra dóttir hans. Við voram að leggja af stað til Neskaupstaðar til að vera við kistulagningu Jóns þeg- ar okkur barst frétt frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur um að Þóra væri að fara í aðgerð og gæti bragðið til beggja vona, samt vildum við ekki trúa að enn ættum við eftir að standa frammi fyrir valdi dauðans. Þegar við vorum nýkomin heim, þá enn inni í kirkju, kom áfallið; ekkert hægt að gera, hvilík stund. Síðar þennan sama dag kom helfregnin, Þóra var dáin. Okkur fannst ósanngjarnt að Jón fengi ekki svolítið lengri tíma með okkur, hann var tiltölulega hress þar til sólarhring áður en hann dó, en nú eram við Guði þakklát fyrir að hann fékk að fara á undan Þóru, það hefði verið óbærilegt að til- kynna honum lát hennar, nóg var hann búinn að fá af lífsins þrautum. Elsku Þóra mín, það er erfítt að sitja hér og skrifa minningarorð um þig, ég trúi því varla enn að þú sért ekki hjá okkur, þú varst ekki bara mágkona mín og föðursystir barn- anna minna, þú varst mín besta vin- kona. Við áttum svo margt sameig- inlegt. Fyrir þrettán árum fóram við að stunda gönguferðir saman og hélst það meðan heilsa þín leyfði, svo var saumaskapurinn okkar sam- eiginlega áhugamál og nú síðustu árin bútasaumurinn og höfðum við alltaf jafn gaman af að skoða hvað hin væri að gera. Þau vora ófá tepp- in og púðamir sem þú varst búin að gera handa bömum og barnabörn- um, en um þau snerist allt þitt líf. Ef ég ætti að lýsa Þóru í einu orði væri það „lífsgleði". Lífið fór þó ekki alltaf um hana mjúkum hönd- um, en hún stóð alltaf sterk. En lífið gaf henni líka mikið og þar á ég við börnin hennar níu, fósturbarn og alla hennar afkomendur. Oft talaði hún um hvað viðbrigðin væru mikil frá því að vera með svona stórt heimili, stundum 10-15 manns. Eig- inmann sinn, Margeir Þórormsson, missti hún 1985 og vora þá fjögur böm enn heima, en nú nokkur seinni ár bjó hún með tveim yngstu sonum sínum og síðasta ár var bara Gústi eftir heima. Sagði hún oft að það væri ómetanlegt meðan svo væri, þótt hún ætlaði ekki að hafa á móti því ef hann vildi fara. Þóra var búin að vinna á Dvalar- heimili aldraðra, Uppsölum, í tæp tíu ár, eða frá stofnun þess, og er hennar sárt saknað þar, bæði hjá vistmönnum og starfsfólki, enda var hún sérstaklega góður starfskraft- ur. I febrúar gekkst Þóra undir að- gerð og höfðum við ekki búist við öðra en allt gengi vel og bjart væri framundan, en hún náði aldrei góðri heilsu eftir það. Við, nokkrar starfs- stúlkur á Uppsölum, höfðum safnað fyrir utanlandsferð í 2-3 ár og lét- um við verða af því nú 9. maí og fór- um til Spánar í hálfan mánuð. Hafði Þóra mjög gaman af ferðinni, þótt hún væri ekki alveg nógu hress, en aðeins þremur dögum eftir að við komum heim veiktist hún meira og var flutt á sjúkrahús í Neskaupstað og þaðan til Reykjavíkur tíu dögum seinna og fjórum dögum síðar lést hún. Ég vil að endingu þakka Þóru fyrir alla hennar vináttu og sendum við Finnbogi og börn okkar innileg- ar samúðarkveðjur til barna hennar og allra niðja, sem nú hafa misst svo mikið. Guð veri með okkur öllum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig) Gunnhildur Stefánsdóttir. •BLriMtsÁVDam Austurveri, sími 588 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.