Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 25 NEYTENDUR Sinnep er ekki bara sinnep Mala sinnepsfræ með steinum í NÆR hundrað ár hefur sama fjöl- skyldan átt og rekið Sinnepsmyll- una Raye’s í Maine í Bandaríkjun- um og malað þar sinnepsfræ. Nancy Raye tók við fyrirtækinu af fóður sínum fyrir nokkrum árum. Hún var stödd hér á landi fyrir skömmu m.a. til að kynna sinnepið sem fyrir- tæki hennar framleiðir. „Þegar afi minn stofnaði fyrir- tækið árið 1903 framleiddi það aðal- lega sinnep fyrir þá sem seldu sard- ínur. Þetta var árstíðabundin vertíð og langmest að gera á sumrin," seg- ir Nancy. Vinir og kunningjar fengu þó sérlagað sinnep þar fyrir utan og fólk kom þá með krukkumar sínar og fékk áfyllingu. Tímarnir hafa breyst og nú segir Nancy að þó enn selji fyrirtæltíð sinnep til þeirra sem em að selja sardínur sé umfangið orðið mun meira í sölu á ýmsum tegundum sælkerasinneps. Skólaböm koma í skoðunarferðir Fyrirtækið fær þrjár mismun- andi tegundir af sinnepsfræjum tvisvar á ári og um 10 manns vinna við framleiðsluna. Nancy segir að nú til dags noti flest fyrirtæki aðrar aðferðir við framleiðslu sinneps en steinmölun. „Margir sjóða sinnepið og bæta í það hveiti, kryddi og ýmsu öðru og enn önn- ur fýrirtæki nota há- tæknibúnað til mölun- ar. Fram að fyrri heimsstyrjöld notuðu allir þessa aðferð sem við eram enn með. Nú er svo komið að við er- um eina fyrirtækið í Bandaríkjunum sem enn notar steinmölun við vinnsluna og fyrir- tækið virkar því sem safn. Við fáum bæði skólaböm til okkar í skoðunarferðir, svo og ferðamenn og aðra áhugasama," segir hún. Nancy segir að þau noti mismunandi gerðir af stóram, gömlum, granítsteinum sem merja fræin smám saman. „Þetta er aðferð þar sem hiti kemst hvergi að og það er lykilatriði finnst okkur í vinnslunni við að ná fram réttum keim af sinnepinu að halda vinnslunni kaldri. Síðan er sinnepið sett á tunnur í mismunandi langan tíma til að ná þroska. Þegar réttu bragði er náð fram með geymslu er sinnepið kryddað og sett á krukk- ur.“ Nancy selur ekki keðjuverslunum í Bandaríkjunum heldur fer sinnep- ið hennar aðallega í sælkeraverslan- ir og síðan er það selt á netinu, í verslun fyrir- tækisins í Maine og í póstverslun. Pantanir berast henni hvaðanæva að og síðan selur hún verslunum í Þýskalandi, Sviss, Aust- um'ki, Noregi og kannski innan skamms á Islandi. - Hvað er vinsælasta sinnepið? „Allir hafa sinn smekk og núna eram við með átta tegundir af sinnepi sem við seljum. Það er sætt og kryddað sinnep sem á mestum vinsæld- um að fagna um þessar mundir. Við eram stöðugt að prófa okkur áfram og eigum nokkrar gerð- ir sem ekki era komnar í framleiðslu hjá okkur ennþá.“ - Hafa Bandaríkjamenn alltaf verið fyrir sinnep? „Sinnep hefur fengist óralengi, en það era ekki nema 15 ár síðan fólk fór virkilega að kunna að meta það. Líklega hefur það gerst með breyttu mataræði, sinnep er notað meira í matreiðslu en áður, í bakað- ar kartöflur, sem ídýfa, á ristað brauð og svo framvegis, enda er sinnep fitusnautt og hollt. NANCY Raye, eig- andi sinnepsmyll- unnar Raye’s. Markaðs- og gæðakönnun á gufustrauj árnum Glerjaðir álbotn- ar komu best út ÞAÐ ER óhætt að segja að úrvalið af straujárnum sé fjölbreytt því að minnsta kosti 77 mismunandi gerðir af straujárnum eru til hér á landi og mikill munur er á gæðum þeirra. Þetta kemur fram í nýútkomnu Neytendablaði sem fyrir skömmu lét gera markaðs- og gæðaúttekt á straujárnum á íslenskum markaði. Odýrsta straujárnið í könnuninni kostar 1.890 krónur en það dýrasta er á 13.940 krónur. Þyngd straujámanna í könnun- inni var frá 700 grömmum og upp í tvö kíló en ferðastraujámin vega um hálft kíló. Botnar eru úr ýmsum efnum og í könnuninni var athugað hversu vel járnin straujuðu, hve þægileg þau væru, ending á botni og rafmagnsöryggi. Til að prófa straujárnin var feng- ið fagfólk sem straujar mikið og það beðið að strauja flíkur á vissum stillingum og gæðin voru metin dag- inn eftir. Philips HI 510 og Philips HI 530 komu best út úr þessari prófun. Þá var fagfólk, tæknimenn og heimavinnandi neytendur, fengið til að dæma um þægindi við notkun. Braun PV 2210, Philips HI 530 og Mistral HI 284 komu best út í þess- ari prófun. Hvað snertir endingu botnsins þá var athugað hversu auð- veldlega straujárnið rann yfir við ýmiss konar núning s.s. rennilása og tölur og hinsvegar hve auðveld- lega straujárnið rispaðist. Braun 2210 og Tefal 1470 fengu besta ein- kunn fyrir þetta, en þau eru bæði með glerjaðan álbotn. Þess konar botnar komu best út en teflon-húð reyndist líka vel. Hvað rafmagnsöryggi snertir stóðust straujárnin öll prófið að því leyti að engin voru talin hættuleg. I Neytendablaðinu er sagt frá því að eftirtalin straujárn hafi hlotið hæstu einkunn, 4 stig af 5 möguleg- um, Braun PV 2210 á 4.690 krónur, Philips HI 510 á 6.990 krónur, Phil- ips HI 530 á 7.390 krónur, Tefal 1470 á 3.696 krónur og Tefal 1625 á 4.320 krónur. Ný bætiefni í eldsneyti ESSO OLÍUFÉLAGIÐ hf. ESSO hefur nú blandað bætiefnum í allt elds- neyti sitt fyrir biíreiðar og vinnu- vélar. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Olíufélaginu hf. Þar segir að bætiefnin stuðli m.a. að betri endingu véla, nýti betur eigin- Ieika þeirra og dragi úr umhverfis- mengun. Bætiefnin era sögð henta öllum gerðum bílvéla og ekki hafa aukaverkanir. Fjölvirk díselbætiefni Fyrir díselvélar er nú komin á markað díselolía með bætiefnum. í fréttatilkynningunni segir að olían dragi úr reyk og hávaðamengun, hún haldi kerfum vélanna hreinum, hreinsi upp óhrein kerfi og haldi kuldaþoli olíunnar í hámarki. Bensínbætiefni Hið nýja bensínbætiefni ESSO er samkvæmt fréttatilkynningunni laust við aukaverkanir sem eldri bætiefni gátu valdið. Það á að stuðla að minni mengun, hreinna eldsneyt- is- og branakerfi, öraggari gang- setningu, betri smurningu vélar og minni tæringu og sliti í eldsneytis- kerfi. Einnig varnar það því að bensínið dragi í sig vatn. 22 tonn, yfirfarin og f góöu ástandi. Skútuvogi 12A, s. 5681044. Nýtt RAYE’S er eini sinnepsframleiðandinn í Bandaríkjunum sem enn notar steina við mölunina á sinnepsfræjunum. Slóð steinmyllunnar í Maine er: www.macnaughtong- roup.com/raye.htm Við báðum Nancy að gefa lesend- um uppskrift að fiskrétti þar sem sinnep kæmi við sögu. Ýsa með krydduðu sinnepi 500p-1 kg fersk ýsuHök sinnep (mælir með svokölluðu vetrar- sinnepi sem er kryddað með dilli, _________selleríi oq hvítlauk)_____ Vibolli brauðmylsna sem er krydduð með salti, pipar oq orepano Veltið fiski uppúr sinnepi, brauð- mylsnu og kælið í u.þ.b. 15 mín. Hit- ið ofninn í 250°C, setjið fiskinn í smurt form og bakið í um tíu mínút- ur. Berið fram með ferskri stein- selju, sítrónubátum og nýjum kart- öflum. AíAv&n mjélk n 1 > Fyrir þá sem aðhyllast lífræn markmið er lífræn i æ drykkjar mjólk nú Ioks komin á markað. Hún kemur ■ frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós og er unnin til dreifingar hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Framleiðslan er vottuð af vottunarstofunni Túni ehf. Áherslur lífrænnar framleiöslu: Margir þekkja lífræna ab-mjólk sem hefur verið á markaði um nokkurt skeið við miklar vinsældir. Með framleiðslu lífrænnar drykkjarmjólkur á Islandi er stigið enn frekari skref á þessari braut. 1. A6 viöhalda náttúrulegu jafnvægi í umhverflnu 2. A6 auka frelsl og eöllslæga hegðun dýra 3. Afurðir komist tll neytenda í eins fersku og upprunalegu ástandi og kostur er. Hristlst fyrir notkun Lífræn mjólk er ekki fitusprengd. Rjóminn flýtur því upp og myndar rjómalag ofan á mjólkinni. Hristu hana vel áður en hún er notuð, þá dreifist rjóminn aftur um mjólkina. Samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda er Iífræn mjólk gerilsneydd eins og önnur mjólk. Takmarkað magn - dýrari framleiösla Magn þeirrar lffrænu mjólkur sem við getum boðið er takmarkað enn sem komið er. Lífræn framleiðsla er tímafrekari og fyrirhafnarmeiri en önnur mjólkurvöruframleiðsla. Af því leiðir einnig að hún er dýrari sem kemur fram í hærra verði. Þess er þó gætt að halda auknum kostnaði í algjöru lágmarki en áhersla er lögð á að verðmunurinn skili sér sem mest til bóndans og verði á þann hátt hvatning til aukinnar lífrænnar framleiðslu. HVlTA HÚSIP /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.