Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 13 FRÉTTIR Málefnin verði látin ráða Framtíð sameiginlegs framboðs félags- hyggjuflokkanna ræðst að öllum líkindum á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins 3.-4. júlí næstkomandi. Helgi Þorsteinsson spá- ir að stefnumótun næstu fímmtán daga muni ráða afstöðu margra flokksmanna. boð Litháens til að fá sæti í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna 2003. Sagði Halldór að þessi stuðningsbeiðni yrði tekin fyrir á fundi utanríkisráðherra Norður- landanna, en þau hafa haft sam- ráð ráð um hvaða ríki þau styðja til setu í öryggisráðinu hverju sinni, auk fastafulltrúanna finim. Forseti Islands hugðist, eins og í hinum löndunum tveimur sem heimsótt voru, halda fyrirlestur í háskólanum í Vilnius þar sem hann skýrði nánar hugmyndir sínar um möguleika lítilla lýð- velda í Evrópu nútímans. Þegar til kom var látið nægja að dreifa fyrirlestrinum skriflega, þar sem of fáir mættu til að hlýða á hann á sal. En rektor Vilnius-háskóla, sem hefur verið starfræktur í 419 ár, leiddi forsetann um safn gamalla bóka og handrita sem eru til sýnis í einni af elztu bygg- ingum háskólans. Þar kom fram, að á þeirri hálfu öld sem landið var undir sovézkum yfirráðum var fjöldi verðmætra bóka og annarra ómetanlegra muna sem tilheyra litháískum menningar- arfi fluttur til Moskvu. Var haft á orði að ef til vill gætu Litháar, í viðleitni sinni til að endurheimta þessa muni, litið til þess fordæm- is sem Danir og Islendingar gáfu með samkomulaginu um íslenzku fornritin. Áherzla á efld viðskiptatengsl f heimsókninni var mikil áherzla lögð á efld tengsl land- anna á flestum sviðuin, einkum þó á viðskiptasviðinu. Fjárfest- ingar íslendinga í atvinnulífí Eystrasaltslandanna sem og sókn þeirra inn á markaðinn þar hefur vaxið mikið. I því skyni að bæta frekar skilyrðin til aukinna við- skiptasambanda milli Islands og þessara landa voru undirritaðir nokkrir milliríkjasamningar í ferðinni. í Litháen undirrituðu Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og litháískur starfs- bróðir hans, Algirdas Saudargas, slíkan samning um hindrun tví- sköttunar. Þar að auki undirrit- uðu forsljóri Iðntæknistofnunar íslands, Hallgrímur Jónasson, og Kestutis Krishchunas, rektor tækniháskólans í Kaunas, samn- ing um samstarf þessara stofn- ana. FUNDUR verður haldinn í fram- kvæmdstjórn Alþýðubandalagsins á mánudag. Að öllum líkindum verður þá hafist handa við að móta tillögu um samfylkingarstefnu sem síðan verður lögð fyrir landsfund- inn. Á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn var um síðustu helgi var fjallað um skýrslur málefna- hópa félagshyggjuflokkanna sem starfað hafa síðustu mánuði. Meðal annars kom fram gagnrýni frá ýmsum fundarmönnum á það að í skýrslunum væri ekki lýst and- stöðu við gjaldtöku í heilbrigðis- og menntamálum. Margrét Frímanns- dóttir tekur undir að skýra þurfi þessi atriði í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins. Steingrímur J. Sigfússon og fleiri töldu einnig að í fleiri málaflokkum hefði verið forðast að taka á erfið- um málum og aðeins sameinast um „almennt og fallega orðuð markmið sem í raun allir sem taka þátt í stjómmálum geta tekið undir“. Engin styrkleikamæling hefur farið fram Rætt hafði verið um að mið- stjómarfundurinn yrði mæling á styrk þeirra íylkinga sem takast á um afstöðuna til sameiginlegs framboðs. Mat forystumanna í báð- um herbúðum á vígstöðunni er þó eftir sem áður ólíkt. Einkum er deilt um hvort landsbyggðarfulltrú- ar hafi færst nær eða fjær stuðn- ingi við sameiginlegt framboð. Nið- urstaðan er sennilega sú að litlar breytingar eru merkjanlegar frá landsfundinum í nóvember. Engin skýr styrkleikamæling fór fram þá, þannig að í raun veit enginn hversu mikils stuðnings sameiginlegt framboð nýtur. Með nokkurri einfóldun má skipta flokksmönnum í þrjá hópa eftir afstöðu þeirra til sameiginlegs framboðs. I fyrsta lagi eru þeir sem þegar hafa mótað þá skoðun að sameiginlegt framboð sé æskilegt og mögulegt, í öðru lagi þeir sem telja að Alþýðubandalagið eigi eftir sem áður að bjóða fram eigin lista, hvort sem farið verður í einhvers konar samstarf við hina flokkana eða ekki. í þriðja lagi eru þeir sem vilja sjá hversu vel Alþýðubanda- lagsmönnum gangi að koma sínum málum að í sameiginlega stefnu- skrá flokkanna og byggja afstöðu sína á þeim afrakstri. Verkalýðshreyfing og ungliðar taka enn höndum saman Fyrir miðstjórnarfundinn var fjölritað bréf sent til allra fulltrúa þar sem lýst var mjög afgerandi stuðningi við sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna. Undir bréf- ið skrifuðu fimm fulltrúar í fram- kvæmdastjórn, ýmsir forystumenn í verkalýðshreyfingunni, ungliðar og flokksmenn sem tekið hafa virk- an þátt í sveitarstjórnarmálum. Samtals eru á listanun nöfn um 30 miðstjórnarmanna. Verkalýðshreyfingin og ungliða- hreyfingin sameinuðust einnig um róttæka tillögu um sameiginlegt framboð á landsfundinum í nóvem- ber. Þá kom það mörgum á óvart að verkalýðsforystumenn skyldu beita sér á svo afgerandi hátt innan flokksins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er líklegt að sami eða svip- aður hópur muni einnig beita sér á aukalandsfundinum. Hvort lögð verður fram róttæk tillaga með svipuðum hætti og á síðasta lands- fundi mun sennilega ráðast af því hvemig væntanleg tillaga fram- kvæmdastjórnar flokksins verður orðuð. Framvarðarsveitin í sveitarstjórnar- og alþingis- kosninguin sú sama Margrét Frímannsdóttir segir að aðstæður til samfylkingar fé- lagshyggjuflokkanna hafi breyst mikið til batnaðar á síðustu tveim- ur áram og einnig frá síðasta landsfundi, ekki síst í kjölfar sam- eiginlegs framboðs félagshyggju- fólks í sveitarstjórnum. „Það má ekki gleyma því að þeir sem eru í framvarðarsveitinni fyrir bæjar- og sveitarstjómarkosning- arnar em nákvæmlega þeir sömu og leggja vinnu í undirbúning al- þingiskosninga." Fáum blandast hugur um það að Margrét er talsmaður sameigin- legs framboðs félagshyggjuflokk- anna. Opinberlega hefur hún fylgt varfærinni samfylkingarstefnu, en segist munu gefa upp afstöðu sína á aukalandsfundinum. Aðspurð segist hún ekki munu líta á það sem ósigur þótt ekki náist sam- komulag um sameiginlegt framboð. „Ef að ekki næst samstaða er það út af því að við höfum ekki náð saman í málefnum, vegna þess að landsfundur Alþýðubandalagsins metur það svo að sú málefnaskrá eða verkefnaskrá sé ekki nógu öfl- ug til að sameinast um hana.“ Hjörleifur og Steingrímur ekki einir í andstöðu Fremstir í flokki andstæðinga sameiginlegs framboðs eru eftir sem áður þingmennimir Stein- grímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson. Steingrímur bendir þó á, í samtali við Morgunblaðið, að þeir séu ekki einir um þá skoðun eins og stundum hafi virst af um- fjöllun um málið. „Þeim sem fylgd- ust með allri umræðunni [á mið- stjórnarfundinum síðastliðna helgi] held ég sé vel ljóst að þetta er ekki þannig að Alþýðubandalagið standi allt á móti viðhorfum einhverra fá- einna þingmanna. Það er barnaleg einfoldun á stöðunni." „Út af fyrir sig er ljóst að vilji til einhvers konar samstarfs og sam- vinnu er mikill, en ég tel engan veginn hægt að túlka umræðuna á fundinum þannig að sameiginlegt framboð hafi eitthvað nálgast." Hjörleifur með sérálit um fiest málefni Fyrir miðstjómarfundinn dreifðu þeir Steingrímur og Hjör- leifur báðir ítarlegum greinargerð- um þar sem þeir skýrðu afstöðu sína gagnvart sameiginlegu fram- boði. Hjörleifur var fulltrúi í mál- efnahópi Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista í um- hverfis-, atvinnu- og efnahagsmál- um og skilaði þar séráliti þar sem í flestum málaflokkum kom fram mikill ágreiningur við fulltrúa hinna flokkanna. Meðal annars greindi þá á um afstöðuna til Evr- ópusambandsins og EES, einka- væðingu, auðlindagjald, fjárfest- ingu útlendinga í sjávarútvegi, orkumál og landbúnaðar- og byggðamál. Steingrímur sagðist á fundinum geta tekið undir mörg stefnumál Hjörleifs sem nefnd voru í séráliti hans. Yfirleitt er þó talið að Hjör- leifur hafi gengið lengra í andstöðu sinni við sameiginlegt framboð en Steingrímur, sem enn heldur ýms- um leiðum opnum. „Eg hef engum dyrum lokað, en það er alveg Ijóst hvað ég er að leggja til, hvað ég tel skynsamlegast og fyrir hverju ég hef talað. Eg hef reynt að forðast að tala um þetta mál á þeim nótum að útiloka eitthvað eða segja að ég hafi gert upp hug minn endanlega meðan enn er verið að ræða málin og skoða þau.“ Beðið eftir utanríkismálastefnu Sameiginlegur málefnahópur fé- lagshyggjuflokkanna um utanrík- ismál hefur ekki lokið störfum enn og þykir mörgum sem skammur tími sé til stefnu, því ekki hafa verið haldnir nema þrír fundir. Víst er að afstaða sumra þeirra sem enn hafa ekki gert upp hug sinn varðandi sameiginlegt fram- boð mun ráðast af niðurstöðu ut- anríkismálahópsins. I greinargerð sex fulltrúa á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins um sameiningu vinstri- manna segir, að enginn þeirra muni hafa „geð í sér“ til þess að fylgja flokki með aðra stefnu í ut- anríkismálum" en þá sem Alþýðu; bandalagið hafi hingað til fylgt. I greinargerðinni er farið yfir aðra þætti í stefnu félagshyggjuflokk- anna sem greini þá, en hvergi þó tekin eins afgerandi afstaða. Skoð- un höfundanna er sú að láta eigi málefnin ráða meiru í samfylking- arumræðunni en verið hafi hingað til, og að afstaða þeirra rnuni mót- ast af því hversu vel gangi að koma áherslum Alþýðubandalags- ins að í sameiginlegri málefnaskrá flokkanna. Vilja bíða og sjá Margir ræðumenn á miðstjórn- arfundinum vitnuðu í skýrslu sex- menninganna og hrósuðu henni. Greinilegt er að hluti flokksmanna vill enn bíða og sjá hver niður- staða utanríkismálahópsins verð- ur, og hvort enn sé hægt að sveigja stefnuna í öðrum mála- flokkum að þeirri sem Alþýðu- bandalagið hefur fylgt. Niðurstaða landsfundar Alþýðu- bandalagsins, hver sem hún verð- ur, þarf ekki að vera endanlegur dómur í samfylkingarmálum fyrir flokksmenn. Kjördæmisráð flokks- ins taka endanlega ákvörðun um framboð á hverjum stað. Hörðustu fylgismenn sameiginlegs framboðs, og andstæðingar þeirra, hafa hvor- ir tveggja nefnt þann möguleika, að ganga gegn niðurstöðu lands- fundarins og bjóða fram eftir eigin höfði í heimakjördæmi sínu, hafi þeir til þess stuðning kjördæmis- ráðs. Hversu mikil alvara liggur þar að baki skal ósagt látið. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík Nýr formaður fari þegar frá HARÐVÍTUGAR deilur hafa risið upp meðal ungra framsóknarmanna á landsvísu eftir harða kosningabaráttu um embætti formanns Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á 60. þingi sambandsins sem haldið var á Laugarvatni um helgina. Lyktir urðu þær að Árni Gunnarsson var endur- kjörinn sem fonnaður sambandsins með 41 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Þorlákur Traustason, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík hlaut 40 atkvæði. Eitt at- kvæði var ógilt. Tillaga uppstillinga- nefndar um ellefu manna stjórn fé- lagsins var hins vegar samþykkt sam- hljóða á þinginu. Formannskjörið illi óánægju meðal stuðningsmanna Þorláks og sendi stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík frá sér ályktun í gærmorgun, þar sem hún skorar á Árna Gunnarsson, nýendur- kjörinn formann SUF, að segja af sér strax. Sakar hún Ama um að viðhafa óheiðarleg vinnubrögð í fonnanns- kjörinu á þinginu. Arni Gunnarsson og stuðningsmenn hans vísa þessum ásökunum hins vegar á bug og segist Arni reyna að ná sáttum. í ályktuninni sem stjóm Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík sendi frá sér í gærmorgun er því m.a. haldið fram að Árni hafi „smalað framsóknarbömum Skagfirðinga og Húnvetninga í rútu“ eins og það er orðað og keyrt þau á þingið. Þar hafi þau svo mætt korteri fyrir kosningar á laugardag. Segir í ályktuninni að þetta sé „honum [Ái-na] og hans yfir- boðara til skammar". í ályktuninni er haldið fram að Árni hafi verið kosinn formaður af fólki sem aldrei hafi komið nálægt flokksstarfinu og sé jafnvel ekki skráð í flokkinn. „Hann var ekki kos- inn af kjama ungra framsóknar- manna sem hafa haldið starfinu uppi og lagt mikið á sig í þágu ílokksins," segir í ályktuninni. „Stuðningsmenn keyptir" Þorlákui- Traustason, mótfram- bjóðandi Árna, vildi sem minnst um þetta mál segja í gær, er Morgun- blaðið hafði samband við hann, nema það eitt að þessi ágreiningur yrði leystur innan raða ungra framsóknar- manna. Þeir stuðningsmenn Þorláks, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðu hins vegar að fast yrði gengið að Árna að segja af sér. Þeir lögðu áherslu á að óheiðarlega hefði verið staðið að kosningunum á laugardag og fullyrtu m.a. að atkvæði flestra stuðningsmanna Áma hefðu verið keypt, þ.e.a.s. að aðgöngumiði þeirra að þinginu, sem kostaði frá 1.500 til 3.000 krónur, hefði verið greiddur fyrir þá. Þá héldu þeir fram að Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefði átt þátt í að smala mönnum fyrir Ama inn á þingið rétt fyrir kjörið. Mun ekki segja af sér Þeir stuðningsmenn Þorláks, sem Morgunblaðið ræddi við, lögðu áherslu á að sú deila sem nú ætti sér stað á meðal ungra fi-amsóknai- manna snerist um menn og vinnu- brögð. „Þetta snýst um það að það var óánægja með störf Ama á síðasta sóknarmaður í Reykjavík sem Morg- unblaðið ræddi við. Þess vegna hefði verið ákveðið að Þorlákur byði sig fram gegn Árna á þinginu. Sami heimildarmaður benti á að líklega yrði boðað til sáttafundar á allra næstu dögum og stuðnings- menn Þorláks^myndu stinga upp á því að hvorki Árni né Þorlákur yrðu formenn sambandsins heldui’ þriðji aðilinn. Hlutlaus aðili sem allir gætu sætt sig við. Einhver sem ekki hefði tekið þátt í slagnum um helgina. Stuðningsmaður Árna benti hins vegar á, í samtali við Morgunblaðið, að Árni myndi líklega ekki verða við þeirri áskorun ungra framsóknar- manna í Reykjavík að segja af sér. Árni Gunnarsson, nýendurkjörinn formaður SUF, vísaði öllum þeim ásökunum sem komið hefðu fram í hans garð á bug, þegar Morgunblað- ið ræddi við hann í gær. Hann vildi, eins og Þorlákur, lítið tjá sig um málið, en sagði þó að hann myndi reyna að leita sátta innan sambands- ins. Stuðningsmenn Árna sem Morg- unblaðið hafði samband við tóku í sama streng. Einn þeirra, Sigfús Sigfússon, sem sæti á í stjórn félags ungra framsóknarmanna á Sauðár- króki, tók þó fram að hvorki Árni né aðrir stuðningsmenn hans hefðu borgað fyrir fulltrúa Skagfirðinga á þing SUF um helgina. Annar stuðningsmaður Árna frá Siglufirði kvaðst ekki heldur vita til að smalað hefði verið fyrir Árna á Siglufnði eða greitt fyrir fulltrúa þaðan: „Það er leiðinlegt að fá þann stimpil á sig að okkur hafi verið smalað til þess eins að Árni næði kjöri. Ég held að forystumenn FUF í Reykjavík geri sér ekki grein fyrir því að það er minnst sex tíma keyrsla frá Norðurlandi til Laugar- vatns.“ hefur valdið mik- kjörtímabili," sagði einn ungur fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.