Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 39 Morgunblaðið/Kristinn TÓNLISTARKENNARI með nemendum sínum í Foldaskóla. Mannleg greind er fjölþætt m.a. tónlistarleg. kennsluna og menntun nemandans. Og í flestum tilfellum taka sam- ræmdu prófin að stjóma námskránni; hvað skólinn kennir og hvað hann vanrækir í kennsl- unni. Við höfum tilhneigingu til að kenna það sem við prófum í! Það er tiltölulega auðvelt að hækka með- altal á samræmdum prófum, en það segir ekki til um hvort gæði kennslunnar séu meiri en áður.“ Rdmast listin innan greindarhugtaksins? Ýmsir drápu á greindarhugtakið á ráðstefnunni, hvemig það hefur verið skilgreint og hvað hafí verið upp á teningnum í þeirri umræðu. Skólakerfið hefur lengst af unnið út frá þeirri hugmynd að greind sé fyrst og fremst sá hæfileiki sem greina megi í málhæfni og talna- leikni. Howard Gardner er meðal þeirra sem vilja víkka hefðbundna greindarhugtakið í fjölþætta greind, svo sem rök- og stærð- fræðigreind, málgreind, tónlistar- greind, rýmisgreind, hreyfigreind, samskiptagreind og sjáifsþekking- argreind. Eisner sagði í fyrirlestri sínum, að John Dewey sé hinsvegar eini fræðimaðurinn sem fjalli um list- ræna greind. Hann segir að í menntakerfinu sé tilhneiging til að nota þrönga skilgreiningu á greindarhugtakinu. Hann vill aftur á móti víkka það. „Ef litið er á greind sem hæfileika til að leysa vandamál, er hægt að leysa þau á margan hátt. Tökum dæmi: Að semja sinfóníu, er birting á tónlist- arhæfileikum. Eins er það að mála málverk, semja dans eða fram- kvæma deilingu birting á hæfileik- um. Greind er því ekki takmörkuð við mál og tölur. Fólk hefur greind á mismunandi sviðum og það sem við ættum að spyrja um er ekki hversu greindur einhver er, heldur hvaða greind hann hefur og hlúa svo að þroska hennar á mismun- andi sviðum." Tilfinningaieg greind er meðal umræðuefna manna núna og líka fjölþætt greind. Er menntunnr- kerfíð að gera eitthvað í þeim málum? „Það er meira talað en framkvæmt á þeim svið- um. Hugmyndin er skynsamleg og það þarf að finna út úr þessu. En hvernig á að gera þetta? Hvemig á að ýta undir mismunandi greindar- gerðir og mismunandi leiðir til að leysa vandamál. Hvernig er væn- legast að komast að því í hverju nemandi er líklegur til að vera mjög góður? Hugmyndin er m.ö.o. góð en leiðina þarf að finna.“ Er kennsla list? Viðhorf Eisners til kennslu kem- ur e.t.v. mest á óvart í kenningum hans. Kennslan er sem einskonar listsýning. En er kennsla list? „Já, já, já. Það er ekki hægt að gefa kennurum uppskriftir. Að- stæður eru alltaf einstakar og sam- skipti kennara og nemenda þarf ævinlega að fínstilla: A hvað hraða getur kennarinn unnið og hvemig á að taka á málunum? Það hefur allt að segja hvemig kennarinn stillir sig inn á aðstæður til að falla að þeim og það krefst listrænnar útsjónarsemi," segir hann. Formúl- ur duga skammt að hans mati og þess vegna er nauðsynlegt að fá gagnrýni á kennsluna á sama hátt og bækur og leikrit era gagnrýnd. „Kennarinn hefur auðvitað sín markmið en stundum breytast markmiðin í ferlinu, og hann þarf að laga sig að nýjum markmiðum til að ná þeim. Ég kenni aldrei sama áfangann tvisvar. Hann kann að hafa sama naín og sama lesefni en þegar á hólminn er komið og nemendumir mættir, verða spum- ingamar ekki þær sömu og „efna- fræðin" ekki sú sama - og ég þarf að laga mig að breyttum aðstæð- um. Sem betur fer, því annars væri þetta leiðinlegt. Þetta er það sem gerir kennslu áhugaverða. Hún er ekki rútína. Það er ýmis rútína í kennslu en hún er ekki rútína.“ Hljómfall kennslunnar A heimasíðu Elliot W. Eisners er vitnað í rannsóknir hans sem hæst standa um þessar mundir. Sjá síðu ráðstefnunnar: http://rvik.ismennt. is/~cdt/eisner.html. „Hugmynd mín er um gagnrýni, til dæmis listagagnrýni. Hugmynd- in er um „connoisseur", sérfræð- inga sem skrifa um málefni til að hjálpa áhorfendum að njóta þeirra betur,“ segir hann, „ég hef verið að þróa menntunartengda gagnrýni handa fólki, sem getur skrifað og rætt um skóla og bekki og kennara og um hópastarf; skrifað um það sem er ekki á sviði mælinga, heldur lýsingar, túlkunar, mats og þess- konar ferla. En hvemig lýsi ég þessu? Hvemig túlka ég það og hvernig met ég gildi þess?“ segir hann. Markmiðið er að færa listræna sýn yfir á skóla og skólastofur, til að gera hárfín og flókin einkenni sem þar em fyrir hendi sýnileg - þau verða ekki sýnileg öðravísi. Gagnrýnendurnir era eins og kennarar. Þeir benda fólki á eitt- hvað sem það hefur ekki tekið eftir áður. Þetta er ekki neikvæð gagnrýni heldur vekjandi og lýsandi. Við skoðum hvað er að gerast í skólum og ger- um lýsingar, túlkanir, hælum og metum, á máli sem er oft listrænt í eðli sínu frekar en staðreyndabund- ið. Það er „Quanta" sem er magn og það er „Qualey“ sem era gæði! Við eram að þróa tungumál um það sem gerist í kennslustofunni og orðin höndla fremur gæði kennsl- unnar en magn.“ Málarðu enn? „Nei, Ég hætti að mála þegar ég fór að skrifa. En skriftir og málun eiga margt sameiginlegt. Tónsmíð, ritstjóm, sköpun. Ó, já, næmi fyrir tungumálinu og ímyndunarafl, þetta er allt þáttur í góðum skrift- um. Og við ættum að huga betur að skriftum sem listrænum athöfnum í skólum því ef fólk hefur ekki tón- eyra, getur það ekki skrifað vel. Málið hefur tónfall, tengingu og takt. Rithöfundar heyi-a það og texti þeirra fær sérstaka hreyfingu og tónfall, leikarar gera þetta líka.“ Kenningar Eisners eru sem ferskir vindar Geta pabbar sinnt skólastafi? MÆÐUR hafa haft meiri umsjón með skólagöngu barna sinna og þær gera sér því oft betur grein fyrir þroska þeirra en feður. Mæður mæta betur í foreldravið- töl en feður og þær eru líftaugin í samstarfí skóla og heimila. Þær hafa staðið sig vel. Feður eiga með öðrum ekki skilið jafnmikið hrós fyrir áhuga sinn á skólagöngu barnanna, en nú ætla nokkrir karlmenn sem eiga börn í Smáraskóla að gera bragarbót. „Foreldraráðið ætlar í samstarfi við foreldrafélagið að stofna pabbaklúbb Smáraskóla," segir Jón Svavarsson formaður ráðsins, „þátttaka feðra hefur verið í lágmarki og við viljum snúa dæminu við.“ Undirbúningsfundur pabbaklúbbsins verður í skóla- naum mánudaginn 22. júní kl. 20 og er m.a. auglýstur undir slag- orðinu „Aukum áhrif karla f grunnskólanum. „Feður hafa margt að gefa skólanum og geta miðlað mörgum áhugamálum sínum og hæfileikum," segir Jón, „og t.d. verið með f sumum tóm- stundaklúbbum og gert skólalífið Qölbreyttara." Hann segir að jafnvel bréf send frá skólayfirvöldum séu skráð á mæður bama fremur en feður. Það er líkt og gefist hafi TVEIR feður sem voru með verið upp á pöbbunum. „En við viljum koma þeim í nánari tengsl við heim bama og unglinga,“ segir Jón. Ef þetta heppnast tekur karla- klúbburinn svo formlega til starfa í haust og verður hann nýjung í grunnskólum landsins eftir því sem Jón segir. En hverju telja þeir að feður geti miðlað? „Við leitum að körlum sem hafa t.d. áhuga á frímerkj- Morgunblaðið/Jón í skemmtun í Smáraskóla í vor. um, íþróttum, fjallgöngu, útivist, brids, ræðumennsku, Qölmiðlum, auglýsingagerð, tölvum, forritun, ljósmyndun, vélum, bflum, flug- drekum, sjómennsku, búskap og raunvísindum svo eitthvað sé nefnt,“ segir Jón. Hugmyndin hjá foreldraráðinu er að nýta sérþekkingu feðranna og fá þá jafnvel til að leiða litla hópa nemenda til að vfkka sjón- deildarhring þeirra. Utskrifaðir tannsmiðir EFTIRFARANDI tannsmiðir útskrifuðust frá Tannsmíðaskóla ísa- lands 29. maí sl. Frá vinstri: Lilja Þórey Guðmunsdóttir, Áslaug Krist- insdóttir, Margrét Hrönn Frímannsdóttir og Birna Ágústsdóttir. Brautskrán- ing Háskóla- kandídata BRAUTSKRÁNIN G kandídata frá Háskóla íslands fer fram í Laugardalshöll á þjóðhátíðardegi íslendinga og stofndegi Háskóla Islands, hinn 17. júní. Hátíðin hefst kl. 13.30 og er áætlað að henni ljúki kl. 15.30. Blásarasveit leikur þjóð- hátíðarlög í anddyri hallar, eða ut- an dyra ef veður leyfir, frá kl. 12.30. Athöfnin hefst með því að forseti Islands og rektor ganga í salinn ásamt fylgdarliði. Að loknu ávarpi rektors verður gengið til braut- skráningar. Athöfninni lýkur með söng Háskólakórsins undir stjóm Egils Gunnarssonar. Skólaslit í grunnskólanum á Þórshöfn Listin blómstrar Morgunblaðið/Lfney FRÁ handmenntasýningu nemenda. Litla stúlkan heitir Rakel Brá Siggeirsdóttir. Þórshöfn. Morgunblaðið. GRUNNSKÓLANUM á Þórshöfn var slitið formlega í maílok og var það skemmtileg athöfn með ívafi af skemmtiatriðum nemenda. Yngstu nemendurnir sungu og fluttu fram- samin ljóð um hvert annað og fleira en einnig komu kennarar með söng- atriði undir stjóm tónlistarkennar- anna Alexöndra og Edytu. Sýning á afrakstri nemenda í handmennt og listgreinum var einnig þennan dag og var hún mikið augnayndi. Kaffi- sala var hjá 7. bekk í skólanum og var hún vel sótt að venju og ágóðinn rennur í ferðasjóð 7. bekkinga. Skólastjóri grunnskólans á Þórs- höfn er Rut Indriðadóttir og er þetta annar vetur hennar hér. Rut er borin og bamfædd Langnesingur og bjó á Þórshöfn fyrstu 15 árin en fluttist þá í burtu. Hún á því rætur hér og það er happafengur þegar ungt fólk snýr aftur í heimabyggð- ina með menntun og reynslu sem skilar sér aftur heim. Skólinn - lífæð byggðarlagsins Grannskólinn er einsetinn og hlutfall réttindakennara hátt, um 60 nemendur vora í skólanum sl. skóla- ár. öll aðstaða í skólanum hefur ver- ið stórbætt, bæði fyrir kennara og nemendur og virðast þær úrbætur hafa skilað sér í metnaðarfullri vinnu starfsfólks skólans á ýmsum sviðum. Handmenntasýningin vakti athygli enda var hún fjölbreytt og mildl vinna þar að baki, bæði hjá nemendum og kennuram. Nemend- ur unnu með margs konar efni, s.s. leir og tré, gerðu myndverk af ýmsu tagi og grafík, einnig var saumað og prjónað. Grannskólinn á Þórshöfn hefur komið vel út úr samræmdum próf- um skv. meðaltölum yfir landið og það taka flestir foreldrar undir orð skólanefndarformannsins við skóla- slitin: „Oft er talað um að stærsta fyrirtækið og atvinnuveitandi sé líf- æð byggðarlagsins en ef skyggnst er dýpra þá er það ekki síður skól- inn sem á þann titil, því þar er framtíðin, bömin okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.