Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kaupþing hf. opnar verðbréfafyrirtæki í Lúxemborg „Faglegþjón- usta í alþjóðlegu umhverfi“ VE RÐB RÉ FAFYRIRTÆKI Kaup- þings hf. í Lúxemborg, Kaupthing Luxembourg S.A., sem nú hefur tek- ið til starfa, mun sinna alþjóðlegri fjárfestingarþjónustu með miðlun á íslenskum og erlendum verðbréfum. Helstu verkefni þess eru eignastýr- ing og fjárvarsla, verðbréfamiðlun, fjármálaráðgjöf og fyrirtækjaþjón- usta og skráning verðbréfa í kaup- höllinni í Lúxemborg. Á ráðstefnu sem Kaupþing hf. hélt í Lúxemborg í tilefni af opnun verðbréfafyrirtækisins þar, benti Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Kaupthing Luxembo- urg, á að 16 þúsund íslendingar væru búsettir utan íslands. Starf- semi fyrirtækisins á sviði eignastýr- ingar og fjárvörslu er beint að þess- um hópi en einnig að erlendum fjár- festum, ekki síst á hinum Norður- löndunum, svo og íslenskum fjár- festum sem vilja leita eftir betri að- gangi að alþjóðlegum mörkuðum. Fram kom hjá Magnúsi að þegar eru hafnar viðræður við erlenda fjárfesta og verður gefíð út frétta- bréf vikulega fyrir þá. Kaupthing Luxembourg S.A. er aðili að kauphöllinni í Lúxemborg en það skapar mikla möguleika í verð- bréfamiðlun því þar eru skráðir 14.500 verðbréfaflokkar í 40 mynt- um, gefnir út af 3.500 fyrirtækjum frá 90 löndum. Magnús vekur á því athygli að 60% alþjóðlegra skulda- bréfa á Evrópumarkaði eru skráð í Lúxemborg. Hvað varðar þriðja þáttinn í starf- seminni, fjármálaráðgjöf og fyrir- tækjaþjónustu, bendir Magnús á að fyrirtækið fái aðgang að stærri hópi fjárfesta sem þekkja ekki enn til ís- lenska verðbréfamarkaðarins. Einnig mun fyrirtækið vinna að stofnun eignarhaldsfélaga til að halda utan um sameiginlegar fjár- festingar. I því sambandi bendir Magnús á hagstætt skattaumhverfi í Lúxemborg. Þá segir Magnús frá því að fyrir- tækið muni vinna að skráningu verð- bréfa í kauphöllinni í Lúxemborg og segir að með því skapist betri að- gangur að fjármagni. Þetta eru helstu þættir starfsem- innar en Magnús segir að Kaupt- hing Luxembourg S.A, sé einnig ætlað að styrkja þann grunn sem Kaupþing hf. hefur þegar lagt í Lúx- emborg með stofnun alþjóðlegra og íslenskra verðbréfasjóða í Lúxem- borg. Verðbréfasjóðirnir nema nú 5,4 milljörðum króna, eins og fram kom á ráðstefnunni hjá Hreiðari Má Sigurðssyni framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi. Skattar og bankaleynd Skattalöggjöfin í Lúxemborg er ofarlega í huga Kaupþingsmanna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason STARFSMENN Kaupthing Luxembourg S.A. ásamt forstjóra og stjórnarformanni Kaupþings hf., f.v.: Hall- dór Friðrik Þorsteinsson; Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings; Heimir Ásmundssou; Guðmundur Hauks- son, stjórnarformaður Kaupþings; Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri; og Nils Johansen. þegar rætt er um val á stað fyrir verðbréfafyrirtæki erlendis. Einfalt og þægilegt er að flytja fé til og frá Lúxemborg og þeir sem þar eiga verðbréf en eru búsettir utan lands- ins þurfa hvorki að greiða fjár- magnstekjuskatt né eignarskatt þar. Þá einfalda tvísköttunarsamningar við fjölda ríkja viðskipti milli landa. Magnús Guðmundsson segir að besta leiðin til að laða að fjármagn sé að beita skattastefnu. Uppi eru kröf- ur um samræmdar skattareglur í Evrópusambandinu en Magnús telur langt í að þær komi til framkvæmda. Svipuð skoðun kom fram í ræðu Guy Seyler, aðalhagfræðings sparisjóða- bankans í Lúxemborg, á ráðstefnu Kaupþings. Sigurður Einarsson, for- stjóri Kaupþings hf., sagði að Kaup- þing bæri fullt traust til stjómvalda í Lúxemborg í þessu efni. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að Islendingar gætu lært mik- ið af því hvemig íbúum Lúxemborg- ar hefði tekist að byggja þar upp al- þjóðlega fjármálamiðstöð og gat þess að það væri í skoðun í ríkis- stjórninni hvernig þann lærdóm ætti að nýta. En það era fleiri atriði sem gera Lúxemborg ákjósanlegan dreifing- arstað fyrir Kaupþing hf. Mjög strangar reglur gilda um banka- leynd í ríkinu og veita því sérstöðu. Bankarnir veita ekki upplýsingar um viðskiptavini sína undir nokkrum kringumstæðum. Jafn- framt er öflugt bankaeftirlit sem starfar eftir ströngustu reglum Evr- ópusambandsins. Það tryggir m.a. að bankaieyndin er ekld misnotuð. Sigurður Einarsson bendir á að fyr- ir hverja eina umsókn um stofnun banka sem samþykkt er sé tveimur hafnað. Það séu því einungis stöndug fyrirtæki sem geti stofnað banka í Lúxemborg og miklar kröf- ur gerðar til starfseminnar. Þá má nefna aftur það sem áður hefur komið fram að öflug kauphöll er rekin í Lúxemborg. Ríkið er mið- depill alþjóðlegs fjármálaumhverfis með 221 banka frá 47 ríkjum og um- hverfið er alþjóðlegt. í því sambandi bendir Magnús Guðmundsson á að þriðjungur íbúa landsins er af er- lendu þjóðerni og að 60 þúsund manns koma daglega frá nágranna- löndunum til vinnu í Lúxemborg. Síðast en ekki síst nefna Kaup- þingsmenn góð tengsl við Island, meðal annars daglegt flug Flugleiða á milli. Alþjóðlegf umhverfi Magnús Guðmundsson lagði áherslu á þrjú atriði í lok máls síns. I fyrsta lagi mikilvægi þess fyrir Is- lendinga að stýra sjálfir ráðstöfun innlends sparnaðar. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg væra full- trúar fyrirtækis sem fólk þekkti og treysti og loks að þeir veittu faglega þjónustu í alþjóðlegu umhverfi. AKRANES - Tölvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutækl - 462 6100 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjönusta Austurlands - 478 1111 HÚSAVlK - Tölvuþj. Húsavlk - 464 2169 • ISAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 5470 • REYKJANESBÆR - Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐARKRÓKUR - Skagfiröingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 • VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 Öflugasta lausnin er alltaf sú einfaldasta. Með það að markmiði býður Compaq fyrir- tækjum upp á heildarlausn sem ekki aðeins einfaldar uppsetningu og vinnslu heldur tryggir hámarks áreiðanleika og rekstraröryggi. Compaq - fremstir meðal jafningja. Tæknival kynsLóð Compaq EP tölvukynslóðin byggir frá grunni á nýrri hönnun sem miðar sérstaklega að því að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að aðlaga tölvukerfið að margvíslegri og flókinni starfsemi. COMPAa -slcer öllurri viö Pentium II 266MHz með skjá á verðifrá 139.900,- með vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.