Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutafjáraukning og skipulagsbreytingar hjá Fróða Söluverðmæti nýrra hluta- bréfa 63 milljónir króna 1 Þörungayerksmiðjan hf. MMÉM Reykhólum - Úr reikningum ársins 1997 Rekstrarreikningur Mnijónír króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 146,9 143,4 +2,4% Rekstrargjöld 105.4 123,1 ■14.4% Afkoma fyrir afskr. og fjárm.liði 41,5 20,3 +104% Afskriftir 9,0 6,4 +40,1% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (5,5) (6,9) ■20,9% Afkoma af reglul. starfs. fyrir skatta 27,0 7,0 +288% Eignarskattur 0,5 0 - Aðrar tekjur (Niðurfelldar skuldir) 0 9,2 - Hagnaður ársins 26,5 16,2 +64,2% Efnahagsreikningur 31, des.: 1997 1996 Breyting | Eignir: \ Milljónir króna Fastafjármunir 67,9 55,4 +23% Veltuf jármunir 55,8 33,9 +64% Eignir alls 123,7 89,3 +38% | Skuldir og eigið fé: \ Milliónir króna Eigið fé 49,8 22,5 +121% Langtímaskuldir 63,6 5,8 +996% Skammtímaskuidir 10.3 61,0 -83% Skuldir og eigið fé alls 123,7 89,3 +38% Sjóðstreymi 1997 1996 Veltuté trá rekstri Milljónir króna 37,8 15,8 +139% Pörungaverksmiðjan á Reykhólum 26 milljóna kr. hagnaður í fyrra STJÓRN útgáfufélagsins Fróða, hefur nýtt sér heimild til hlutafjár- aukningar og selt fímm nýjum aðil- um hlutafé í félaginu fyrir 30 milljón- ir króna að nafnverði á genginu 2,1 eða sem samsvarar 63 milljónum í söluverðmæti. Stjómin hefur heim- ild til að auka hlutafé fyrir 8 milljónir til viðbótar, sem Magnús Hreggviðs- son stjómarformaður, segir að verði nýtt á næstu mánuðum. Nýju hluthafamir era Eignar- haldsfélag Alþýðubankans, sem keypti hluta að nafnvirði 10,5 m.kr., Lífeyrissjóður Austurlands keypti 10 milljón króna hlut, Lífeyrissjóður- inn Hlíf fjárfesti fyrir 6 milljónir, Lífeyrissjóður lækna fyrir 2,5 millj- ónir og Saxhóll ehf., móðurfyrirtæki Nóatúns verslananna, keypti hlut fyrir 1 milljón króna að nafnverði. Stjórnarmönnum íjölgað í fimm Magnús segir markmið hlutafjár- aukningarinnar vera að fjármagna u.þ.b. helming af fjárfestingum Fróða í húsnæði, tímaritum, innrétt- ingum, búnaði og bifreiðakaupum á undanfömum þremur árum. Hinn helmingurinn hefur verið fjármagn- aður frá rekstri, en samtals liggja fjárfestingar félagsins nálægt 150 milljónum. Á aðalfundi félagsins í gær var ákveðið að fjölga stjómar- mönnum úr þremur í fimm en stjóm Fróða skipa nú: Magnús Hreggviðs- son, sem jafnframt er stjómarfor- maður, Stanley P. Pálsson, varafor- maður, Erla Haraldsdóttir, Gylfí Ambjörnsson og Valdimar Tómas- son. Eignarhlutur Frjáls framtaks ehf., sem er í eigu Magnúsar og hlut- ur hans persónulega er nú 78,5%, nýjir hluthafar eiga 15,6% en fyrir vora um 50 aðrir hluthafar sem eiga samtals 5,9%. Magnús telur að breytingamar muni án efa koma fyrirtækinu til góða: „Fróði verður sterkara félag á eftir og betur í stakk búið til að takast á við framtíðina í erfíðri og á margan hátt ósanngjamri sam- keppni við erlend tímarit sem hafa aukið mai’kaðshlutdeild sína hér á landi úr 33% í u.þ.b. 66% á síðustu 10 árum“. Orsakir þeirrar þróunar tel- ur Magnús vera þríþættai” í fyrsta lagi séu erlendu tímaritin íramleidd í upplögum fyrir allt að 1000 sinnum stærra málsvæði en íslenska mál- svæðið er, sem gerir þeim kleift að bjóða tímaritin á mun lægra eininga- verði. í öðra lagi greiði erlendir út- gefendur tímarita ekki virðisauka- skatt af áskrift sem íslensk tímarit verða að borga og í þriðja lagi leyfist erlendum tímaritum að vera með ótakmarkað magn af áfengis og tó- baksaulýsingum sem íslensk tímarit mega ekki birta. Stefna að skráningu á Verðbréfaþingi Mikill samdráttur hejúr átt sér stað í fjölda tímarita á íslandi und- anfarin ár. Magnús áætlar að hér hafi verið gefin út nálægt 40 íslensk tímarit fyrir tíu áram síðan en nú séu þau á bilinu 15-20 talsins: „Þrátt fyrir erfiða stöðu íslenskrar tíma- ritaútgáfu, geram við ráð fyrir að veltan á næsta ári verði nálega 50% hæm en hún var á árinu 1994, á erf- iðasta rekstarári fyrirtækisins og fyrsta heila ári virðisaukaskatts á prentað mál sem íslensk tímarit gátu aldrei velt útí verðlag og skapaði fjöldagjaldþrot í greininni". Magnús segir að stefnt verði að skráningu Fróða á vaxtalista Verð- bréfaþings innan fárra ára en áður stefni fyrirtækið að því að auka árs- veltuna úr 400 í u.þ.b. 6-700 milljónir og tryggja viðunandi afkomu. HAGNAÐUR Þörangaverksmiðj- unnar hf. á Reykhólum nam kr. 26.555.341 á síðasta ári, sem er rúmlega 10 milljónum meira en árið 1996. Heildarrekstrartekjur á árinu vora 146,9 milljónir króna, en námu 143,4 milljónum króna árið á undan, og nemur hækkunin 2,4% á milli ára. Bjami Halldórsson fram- kvæmdastjóri segir afkomuna vel viðunandi en segist ekki eiga von á að þetta ár verði félaginu jafnhag- stætt vegna þess hversu seint þang- vinnslan hófst eftir óhagstætt ár- ferði, auk tafa sem urðu vegna end- umýjunar á tækjakosti. 95% framleiðslunnar á erlenda markaði Uppistaðan í framleiðslunni er vinnsla þangs sem nýtt er í fóður- framleiðslu, lífrænan áburð o.fl. I fyrra voru unnin 16 þúsund tonn af sjóþangi hjá Þörungaverksmiðj- unni, en tæplega 12 þúsund tonn ár- ið 1996. Þá er einnig unnið talsvert af þara yfir vetrarmánuðina sem selt er til snyrtivöruframleiðenda í Frakklandi og Japan. í dag starfa 24 hjá fyrirtækinu, sem er að stærstum hluta í eigu Nutrasweet Kelco, dótturfyi-irtækis Monsanto Company í Bandaríkjun- um. Nutrasweet Kelco er jafnframt stærsti kaupandi þangmjöls frá Þörangaverksmiðjunni, sem Bjarni segir koma sér vel í þeirri lægð sem nú ríkir m.a. á Asíumörkuðum, en u.þ.b. 95% af framleiðslunni er selt á erlenda markaði. Styrktist með bandarískri eignaraðild Bjarni telur reksturinn hafa styrkst eftir að bandarísku aðilarnir keyptu 67% eignarhlut íslenska rík- isins fyrir tveimur árum: „Bæði er markaðsstaðan mun tryggari en áð- ur auk þess sem unnið hefur verið að töluverðum endurbótum á verk- smiðjunni og skipakosti fyrirtækis- ins með mögulega framleiðsluaukn- ingu í huga, sem tekin verður til frekari umfjöllunar á aðalfundi fé- lagsins hinn 23. júní.“ Ætti að selja afla- heimildir og greiða skuldir FRAMKVÆMDASTJÓRI Samtaka iðnaðarins segir sí- fellt fleiri þenslumerki að koma í ljós í íslensku efna- hagslífi og auknar aflaheimild- ir og hækkun á afurðaverði virki líkt og olía á eld. Við þessar aðstæður ætti að selja auknar aflaheimildir og nota afraksturinn til að greiða niður erlendar skuldir. „Flestir sem komnir eru til vits og ára, þekkja þau aug- ljósu þenslueinkenni sem nú verða æ meira áberandi í ís- lensku efnahagslífi," segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, í ritstjórnargreininni Heitt hagkerfi í fréttabréfinu íslenskur iðnaður. Hann telur brýnast að bregðast við með því að auka þjóðhagslegan spamað með þvi að draga úr opinberam út- gjöldum og greiða niður skuld- ir ríkis og sveitarfélaga en læt- ur jafnframt í ljós þá skoðun að það sé ólíklegt á kosninga- ári. Hann lýsir áhyggjum sín- um vegna umræðna um hækk- un vaxta, segir að við það muni krónan styrkjast enn frekar og slíkt muni bitna á íslenskum iðnfyrirtækjum. „Ef hvorki er hægt að draga úr þenslunni með skattahækkunum eða nið- urskurði á opinberam umsvif- um er ekki um annað að ræða en að hraða einkavæðingu sem mest má verða og hvetja um leið almenning til aukins sparnaðar með öllum tiltækum ráðum.“ Á leið fram af brúninni? „Við þessar aðstæður ætti auðvitað að selja auknar afla- heimOdir og nota afraksturinn til þess að greiða niður erlend- ar skuldir. Það er hrein fá- sinna að dæla milljörðum króna inn í hagkerfið með þeim hætti sem nú er ætlunin að gera. Þeir sem ákafast hafa mælt gegn hugmyndum Sam- taka iðnaðarins um sveiflu- jöfnun með sölu aflaheimilda, þar á meðal forystumenn rík- isstjórnarinnar, hafa sagt að iðnaðurinn þui-fi ekki að hafa áhyggjur vegna þess að efna- hagslegar kollsteypur fyrri ára heyri nú sögunni til. Því miður sjáum við í iðnaðinum ekki að neitt hafi gerst sem tryggi þetta. Þvert á móti virðist margt í efnahagslífi okkar minna á árið 1987. Er- um við enn og aftur á leið fram af brúninni líkt og svefn- genglar? Eram við búin að gleyma hvernig iðnaðurinn var lagður í rúst vegna efna- hagsmistaka á síðasta ára- tug?“ segir Sveinn. ÍSAFJARÐARBÆR Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþingi íslands VÞl hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf Bæjarsjóðs ísafjarðarbæjar á skrá 22. júní 1998. Útgefandi: Bæjarsjóður ísafjarðarbæjar, kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1,400 ísafjörður Flokkur: l.flokkur 1998 Nafnverð: Heildarnafnverð 1. flokks 1998 var 100 milljónir króna Sölutímabil: Sölu skuldabréfanna er lokið. Sölutímabilið var frá 23. febrúar til 17. apríl og seldist heildarútgáfan í lokuðu útboði til fjárfesta. Skráning og milliganga við Verðbréfaþing íslands: Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka bréfin á skrá og verða þau skráð 22. júní 1998. Handsal hf. hefur milligöngu um skráningu bréfanna á Verðbréfaþing íslands. Viðskiptavakt: Handsal hf. verður viðskiptavaki skuldabréfanna. Fyrirkomulag sölu: Skuldabréfin voru seld og afhent gegn staögreiðslu. Uppýsingar um útgefanda og skuldabréfin er hægt að nálgast hjá Handsali hf. Engjateigur 9, 105 Reykjavík Sími: 510 6000. Fax: 588 0058 roZ>och, garmálin! Promothor — kemur lagi á kynnin Tíminn sem sparast með notkun I( Promothor verður seint metinn til f)ár“ \ Gylfi Þór Þorsteinsson, ' iími: 368 6360 markaðsstj. Viðskiptablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.