Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 133. TBL. 86. ÁEG. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hjálp- ræðisher- inn í galla- buxur London. The Daily Telegraph. HJÁLPRÆÐISHERINN hyggst ráða tískuhönnuð til að hanna nýja búninga fyrir meðlimi sína, þar á meðal gallabuxur og derhúfu, sem koma eiga í stað búning- anna sem notaðir hafa verið frá árinu 1879. Yfirmenn Hjálpræðishers- ins tóku þessa ákvörðun í kjölfar skoðanakönnunar er leiddi í ljós að almenningur telur Hjálpræðisherinn gamaldags og fastan í for- tíðinni. John Gowans, svæðisfor- ingi á Bretlandi, segir að fólk sé jákvætt í garð Hjálp- ræðishersins en líti á hann eins og gamla frænku. Því sé fyllilega tímabært að breyta búningunum í takt við tímann og því verði leit- að til tískuhönnuða, þeirra á meðal Paul Smith. Hannaðir verða tvenns konar búningar. Annars veg- ar sparibúningur, til dæmis fyrir skrúðgöngur, og á hann að vera „léttur og glað- legur“. Þá fá meðlimir vinnuföt, meðal annars gallabuxur með merki Hjálp- ræðishersins á rassvasanum. Um tíma íhuguðu stjórn- endur Hjálpræðishersins að leggja einkennisfatnað af, en hætt var við það, þar sem búningar þykja nauðsynleg- ir til að vekja athygli á hernum. Enskar fótboltabullur ganga berserksgang í Marseille fyrir leik í HM Oróa- seggir sendir heim París. Reuters. JEAN-Pierre Chevenement, innan- ríkisráðherra Frakklands, sam- þykkti í gær að gripið verði til sér- stakra ráðstafana sem gera kleift að vísa erlendum vandræðageml- ingum sjálfkrafa úr landi, án þess að þeir komi fyrst fyrir dómstóla, eftir að til óeirða kom í Marseille í tengslum við heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Tíu aðdáendur breska knatt- spyrnuliðsins voru handteknir iyrir leik Englands og Túnis í gærdag en til átaka kom milli fylgjenda lið- anna tveggja fyrir framan íþrótta- leikvanginn í Marseille. Franska lögreglan hafði fyrr um daginn auk- ið mjög öryggisráðstafanir, í kjölfar óeirða á sunnudagskvöld, og var fótboltaáhugamönnum sem komu í langferðabílum frá París í gær- morgun til að horfa á leikinn smal- að saman í rútur sem fluttu þá beint á leikvanginn. A sunnudagskvöld gengu breskar fótboltabullur berserksgang í mið- borg Marseille, kveiktu í bifreiðum og réðust að þeim sem leið áttu hjá. Að minnsta kosti 48 særðust í átök- um drukkinna knattspymuáhuga- manna og óeirðalögreglunnar og beitti lögreglan táragasi og barefl- um og handtók 50 manns. „Heimskur“ minnihluti Eftir leik Englands og Túnis var hins vegar allt með kyrrum kjörum í borginni. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sagði háttalag ensku áhangendanna vera „til skammar" og innanríkisráðherra, Jack Straw, sagði að allri ensku þjóðinni hefði verið refsað af „heimskum", glæpahneigðum, ölv- uðum minnihluta. íþróttafréttaritari The Daily Tel- egraph segir í dag, að ef enskir áhorfendur haldi áfram að svívirða landið sem hefur boðið þá vel- komna verði enska landsliðið ein- faldlega að pakka saman og fara heim. Reuters FRANSKIR lögreglumenn Qarlægja breska fótboltabullu við leikvanginn í Marseille, skömmu fyrir leik Eng- lendinga og Túnismanna. Englendingar sigruðu í leiknum með tveimur mörkum gegn engu. Milosevic kominn til Moskvu og ræðir við Jeltsín í dag NATO „reiðubúið að ganga lengra“ EMU efst á baugi TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, spjallar við Viktor Klima, kanslara Austurríkis, Jacques Chirac, Frakklandsfor- seta, og Jacques Poos, aðstoðar- forsætisráðherra Hollands, er þeir stilla sér upp fyrir mynda- töku í Cardiff í Bretlandi, þar sem nú stendur fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Á fundinum sagði Blair, að myntbandalagið, EMU, hefði markað „þáttaskil" fyrir Evrópu og myndi verða undirstaða stöð- ugleika og hagvaxtar. Sögðu fréttaskýrendur að Blair væri Moskvu, Róm, Washington. Reuters. SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, kom til Moskvu síðdegis í gær og í dag á hann viðræður við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, er miða að því að leysa deiluna í Kosovo-héraði í Serbíu á friðsamlegan hátt. Jeltsín ræddi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í síma í gær um deiluna. Milosevic kom til Moskvu í boði Jeltsíns til þess að ræða ástandið í Kosovo og önnur mál. Serbar hafa lengi verið bandamenn Rússa, og vilja stjórnvöld í Kreml gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir hernaðaríhlutun er- lendra ríkja í Kosovo. Atlantshafsbandalagið hélt í gær heræfíngu í lofti yfír Makedóníu og Albaníu, sem eiga landamæri að Kosovo, til þess að þrýsta á yfírvöld í Serbíu, sem er hluti af sambandsrík- inu Júgóslavíu, að hætta ofbeldisað- gerðum gegn uppreisnarmönnum Kosovo-Albana, sem eru um 90% íbúa í héraðinu. Framkvæmdastjóri NATO, Javier Solana, lýsti því yfír að æfingarnar hefðu tekist vel, en ekki var útlit fyr- ir að þær hefðu borið tilætlaðan árangur. Solana sagði í gær að ef nauðsyn krefði yrði gengið lengra „til þess að stöðva ofbeldi og vernda óbreytta borgara“. Reuters með þessu að reyna að vinna aðild Bretlands að myntbaudalaginu stuðning almennings. í tveim sjónvarpsviðtölum í gærkvöldi sagði Blair hins vegar, að ekkert væri hæft í orðrómi um að Bretar teldu koma til greina að gerast aðilar að EMU. „Afstaða okkar er nákvæmlega sú sama og hún hef- ur alltaf verið,“ sagði hann. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, krafðist þess í gær að fram- lög Þjóðverja til sambandsins yrðu skorin niður um þriðjung. Blair sagði að ekkert samkomu- lag væri um þetta atriði. Rússum misboðið Igor Sergeijev, varnarmálaráð- herra Rússa, sagði í gær að NATO hefði villt um fyrir sér varðandi æf- ingarnar í gær. Sagði hann að Kosovo-deilan hefði verið rædd á fundi í Brussel í síðustu viku, og hefðu menn verið sammála um nauð- syn þess að hún yrði leyst með frið- samlegum hætti. „En svo þegar ég kem til Moskvu kemst ég að því að æfingarnar eru þegar hafnar. Eg bjóst ekki við þessu,“ sagði hann við Interfax. I til- kynningu frá innaniTkisráðuneytinu var sagt að fulltrúi þess hjá NATO hefði verið kallaður heim. Fréttafulltrúi Bandaríkjaforseta sagði í gær að Clinton og Jeltsín hefðu ræðst við í 40 mínútur um það hvernig leysa mætti vandann I Kosovo með friðsamlegum hætti. Bandaríkjamenn myndu ekki hvika frá ályktun Sameinuðu þjóðanna sem heimilaði beitingu „allra nauð- synlegra aðferða", ef nauðsyn krefði. Kofí Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að þjóðernishreinsun væri þegar hafin í Kosovo, rétt eins og gerst hefði í Bosníu. Fleira væri augljóslega að gerast með sama hætti í héraðinu, m.a. tilefnislausar árásh' á óbreytta borgara í nafni ör- yggisgæslu. ■ Serbar halda/24 Norskir ílugumferðarstj órar Verkfalli lokið Ósló. Reuters. LÖG voru í gær sett á verkfall norskra flugumferðarstjóra, launadeilu þeirra við ríkið vísað til kjaradóms og þeim skipað að mæta til vinnu í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að flug á milli ís- lands og Noregs færist í eðlilegt horf í dag, að sögn Flugleiða. Flugumferð hófst þegar í gærkvöldi en ekki er gert ráð fyrir að hún verði komin í samt lag fyrr en á morgun. Flugum- ferð í stærstum hluta Noregs og nær allt millilandaflug hafði leg- ið niðri frá því á fostudag en verkfallsaðgerðir flugumferðar- stjóra hófust 28. maí. Formaður félags flugumferð- arstjóra, Rolf Skrede, kvaðst í gær sáttur við þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar, að vísa launa- deilunni í kjaradóm, þar sem engin lausn hafi verið í sjón- máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.