Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Milljónatjón í Breka VE eftir brunann í vélarrúminu Aðalvélin tekin upp Morgunblaðið/Jim Smart VÉLSTJÓRAR Breka og viðgerðarmenn voru að byija vinnu við að taka upp vélina í gær. TAKA þarf upp aðalvél Breka VE 61 eftir að eldur kom upp í vélar- rúminu sl. fóstudag. Hilmar Sig- urðsson, fyrsti vélstjóri, segir ljóst að um milljóna eða tugmilljóna tjón sé að ræða. Gera má ráð fyrir að verkið taki um eða yfír tvær vikur. Aðalvél Breka, sem er 2.400 hest- öfl og af gerðinni Alfa, er hátt í 10 ára gömul en skipið var smíðað árið 1975. Hilmar segir vélina óþétta eft- ir brunann og því þurfí að taka allt ofan af henni til að sjá hvort og hvaða skemmdir hafí orðið á stimpl- um hennar. Auk þess sem taka þarf upp sjálfa vélina segir Hilmar að þrífa þurfi allt vélarrúmið hátt og lágt og mála og fara yfir rafkerfið. Auk Hilmars og Péturs Hafstein yf- irvélstjóra verður talsverður flokk- ur manna að störfum í vélarrúminu. Eldsprenging í smurolíugasi „Við erum að komast af stað og púsla þessu saman, hvemig við komum öllum þessum mannskap fyrir og skipuleggja verldð þannig að það taki sem stystan tíma,“ segir Hilmar. Hann var í vélarrúminu þegar eldurinn gaus upp. „Ég var niðri þegar kviknaði í og hljóp upp og við lokuðum öllu. Okk- ur virðist eftir að hafa skoðað um- merki að þetta hafi verið eldspreng- ing í smurolíugasi og eftir að hún er búin virðist ekki loga miklu meira nema í eldkúlunni sem dreifði sér um vélarrúmið. Ég fékk þetta beint í hausinn en meiddist ekkert og eina vitið var að forða sér og loka,“ segir Hilmar. Hann segir að þá hafí tekið við hefðbundin slökkvistörf, að bíða eft- ir að eldurinn kafnaði og fylgjast síðan með hvenær mætti lofta út reyk. Hilmar segir að auk þess að yfirfara vél og rafmagn og þrífa allt hafi verið tekin sýni úr sótinu eftir brunann til að kanna hvort þar leyndust tæringarefni sem valdið gætu skemmdum síðar, en við bruna er hugsanlegt að slíkar sýrur geti myndast. Við erum í sumarskapi Viscose-efni í sumarkjóla frá 980 kr. m. Mynstrað lycra-efni í boli og kjóla. Margir litir. Jaquard-efni með lycra. Fjórir litir. Teygjublúnda. Prjár gerðir, sex litir. Mynstrað siffon í fjórum litum. Galla-stretch, svart og dökkblátt. Frábært úrval af nýjum bútasaumsefnum. ■búðirnar allt til sauma Ráðstefna NYRI Staða unglinga í þjóðfélagi örra breytinga sem UM HELGINA lauk ráðstefnu NYRI, en það eru samtök rannsóknarfólks og ýmissa annarra er vinna að mál- efnum ungs fólks á Norð- urlöndum. Inga Dóra Sigfúsdóttir á sæti í ráðgjafarnefnd NYRI. „NYRI eru stór samtök sem í eru um 2000 einstak- lingar og stofnanir. Þau hafa verið virk frá árinu 1985 og gegna ýmsum hlut- verkum, m.a. að miðla upp- lýsingum um rannsóknir á ungu fólki gegnum netið. Með samtökunum starfar ráðgjafarhópur sem í er einn frá hverju Norður- landanna og er hann til- nefndur af hlutaðeigandi ráðuneyti. I okkar tilviki er það menntamálaráðuneytið tilnefnir fulltrúa og það er einn stærsti styrktaraðili NYRI-ráð- stefnunnar að þessu sinni.“ Inga Dóra segir að ráðherra- nefnd Norðurlandaráðs styðji einnig starfsemi NYRI með því að leggja til einn starfsmann, nokk- urs konar framkvæmdastjóra þessa ráðgjafarhóps. - Eru oft haldnar ráðstefnur á vegum NYRI? „A tveggja ára fresti og þær eru kallaðar Nordic Youth Rese- arch Symposia. Þá eru til umfjöll- unar málefni er varða ungt fólk. Kynntar eru niðurstöður rann- sókna og velt upp hugmyndum um rannsóknaiverkefni framtíðarinn- ar. Þá eru þessar ráðstefnur helsti samráðsvettvangur norrænna rannsóknarmanna og annarra sem starfa að sambærilegum mál- um utan Norðurlandanna. Ráð- stefnurnar eru þær stærstu sem haldnar eru um æskulýðsrann- sóknir í Evrópu. NYRIS 6 er fyrsta ráðstefnan sem haldin hef- ur verið hér á landi en þær hafa verið haldnar á tveggja ára fresti á öllum hinum Norðurlöndunum frá árinu 1987. Um 140 erlendir gestir sóttu ráðstefnuna að þessu sinni.“ Inga Dóra bendir á að það að ráðstefna NYRI skuli haldin hér nú sé að hluta til viðurkenning á því hve vel íslenskar æskulýðs- rannsóknir standi. -Hafa íslenskar rannsóknir á þessu sviði vakið athygli erlendis? „Já, rannsóknir á högum og líð- an ungs fólks hafa verið vaxandi svið hér á undanförnum árum og vísindamenn sem stunda æsku- lýðsrannsóknir hér á landi njóta æ meiri viðurkenningar í hinum al- þjóðlega fræðaheimi." - Um hvað fjölluðu fyrirlestr- arnir á ráðstefnunni? „Á ráðstefnunni voru haldnir um 70 fyrirlestrar um mjög mörg svið í lífí ungs fólks. Það má segja að áherslan á stöðu unglinga í þjóðfé- lagi örra breytinga hafi verið meginþemað. Tækifæri unglinga í dag eru allt önnur og fleiri en þau hafa verið. Tæknibyltingin og alþjóðavæðing spila ríkan þátt í lífi þeirra. Hins vegar steðja að þessum unglingum ógnir sem ekki þekktust fyrir 10, 20 eða 30 árum. Þeir eru þátttak- endur í heimi án landamæra þar sem þeir verða fyrir áhrifum úr ýmsum áttum og kynnast margvís- legum sjónarmiðum, innlendum jafnt sem erlendum, sumum góð- um, öðrum slæmum." Inga Dóra tekur dæmi um mik- Inga Dóra Sigfúsdóttir ► Inga Dóra Sigfúsdóttir fædd- ist í Reylqavík árið 1967. Hún Iauk BA-prófi í stjórnmála- fræði frá félagsvfsindadeild Háskóla íslands árið 1991 og hluta náms í sálarfræði við sama skóla árið 1993. Inga Dóra hefur undanfarin ár gegnt starfi deildarstjóra rann- sóknadeildar á Rannsókna- stofnun uppeldis- og mennta- mála. Hún er annar höfundur bók- arinnar Vímuefnaneysla ung- linga: Umhverfi og aðstæður. Þá hefur hún ritoð greinar um stöðu pilta og stúlkna í skóla og bók um íþróttaiðkun ung- linga. Inga Dóra stundar nú rann- sóknatengt MA-nám í vísinda- félagsfræði. Samhliða því vinn- ur hún að úttekt á grunnvísind- um á fslandi fyrir Rannsóknar- ráð íslands og menntomála- ráðuneyti. Inga Dóra er gift Símoni Sig- valdasyni lögfræðingi. Þau eiga tvær dætur. íslenskar æskulýðsrann sóknir vekja athygli ilvægi þess að efla rannsóknir á málefnum ungs fólks úr skóla- starfi. „Lengi vel miðuðu umbæt- ur í skólastarfi að því að efla og styrkja innra starf skólanna ein- göngu. Þetta er vissulega nauð- synlegt en rannsóknir undanfar- inna ára hafi sýnt að skólinn er ekki einangrað fyrirbæri í samfé- laginu. Námsárangur nemenda og líðan í skóla helgast ekki bara af því hvað og hvernig kennt er í skólum, heldur byggist á ýmsum öðrum þáttum utan hans. Til að efla og bæta skólastarf er því mik- ilvægt að horfa á alla þætti í heild, innan skólans og utan hans.“ Inga Dóra segir að annað atriði sem auki mikilvægi rannsókna meðal ungs fólks sé að þessi hópur kunni að vera mun betur áttaður á þeim breytingum sem eigi sér stað heldur en hinir sem eldri eru. Unglingur sem situr við tölvuskjáinn, heill- _____ aður af möguleikum nútímatækni, kann að vera í betri aðstöðu til að lesa í hvað mikilvægast er að tileinka sér en foreldrið sem keppist við að ná honum frá skjánum til að und- irbúa sig fyrir hefðbundið skóla- starf. „Þess vegna er svo mikil- vægt að hlusta á rödd þessa hóps og efla tengslin við hann sem frekast er unnt. Umbætur í lífi ungs fólks verða að byggja á hald- góðum upplýsingum og skilningi á aðstæðum þess, hugsun og líðan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.