Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.06.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 49 ALPARMINNING taldist til einskonar yfirstéttar, var maður fólksins. Hann setti saman syi-pur af íslenskum þjóðlögum fyr- ir þá hljóðfæraleikara sem Ríkisút- varpið hafði á að skipa og léku þeir félagar utan dagskrár eitt kvöldið í „hálfgerðu óleyfi útvarpsráðs". Emil segir: „Þessi alþýðulagakvöld urðu þá undir eins svo vinsæl að sjálfsagt þótti að halda þeim áfram, og hefur það verið gert vikulega sið- an.“ Emil entist ei aldur til þess að sinna ætlunarverki sínu. En hann lagði grundvöll, sem aðrir ættu að geta fært sér í nyt. Verk hans, laga- syrpur búnar til flutnings í útvarp, nótnasafn er hann og fjöldi merkra tónlistarmanna m.a. Sigurður Þórð- arson tónskáld og Baldur Andrés- son cand. theol. höfðu ánafnað Rík- isútvarpinu til eignar og varðveislu voru afhent annarri stofnun. Þjóð- arbókhlaðan hampar nú nýfengnum perlum hljómlistar á sýningu. Fjár- sjóður Emils Thoroddsens er hulinn rykmekki í geymslum „úti í bæ“. Ljóð afa Emils Thoroddsens, Jóns sýslumanns og skálds, „Til skýsins", minnir með ýmsum hætti á örlög Emils. „Virðist þó greið liggja þín leið um ljósar himinbrautir." Ekkert benti til annars en að glæsileg framabraut biði Emils. Veikindi og áfóll lömuðu starfsorku hans... „Jörðu því hver ofnærri er oft hlýtur væta hvarma.“ Matthías spyr Pál um Emil í viðtalsbók Matthíasar Johann- essens og Páls Isólfssonar „Hunda- þúfan og hafið“ spyr Matthías um Emil Thoroddsen. Páll svarar hik- laust: - Já, hann er fjölgáfaðasti íslend- ingur, sem ég hef kynnzt. Allt lék í höndunum á honum, músík, málara- list, skáldskapur, prakkaraskapur, góðmennska, dugnaður, slark. Færeyingar segja um okkur Islend- inga: „íslendingurinn getur allt!“ Þannig var það með Emil Thorodd- sen, hann gat allt. Sumir sögðu að hann skorti dýpt, en það var aðeins vörn þeirra, sem fleyttu sér á yfir- borðinu. Þegar fólk talar um að ein- hvern skorti dýpt er það oft sjálfs- vörn. Hitt er sanni nær, að fjöllyndi í listinni hafi orðið Emil Thorodd- sen að fótakefli. Hann málaði á pí- anóið og spilaði á léreftið, eða með öðrum orðum: hann stökk úr einu í annað og var oft kærulaus um það sem hann var að vinna, því hann gat ekki lokið við verk sín fyrir áhuga á nýjum viðfangsefnum. Ég held hann hafi eytt hæfileikum sínum í að taka fram hjá lífinu. En hann gerði það líka af list. Hann samdi mörg ágæt verk, eins og Alþingis- hátíðarkantötuna, og ýmis góð sönglög sem oft eru sungin, ekki sízt síðasta lagið sem hann samdi og hlaut fyrstu verðlaun í samkeppn- inni á lýðveldishátíðinni 1944, „Hver á sér fegra fóðurland“. Ég sá Emil síðast á ferli í hrá- slaganum á Þingvöllum það sumar. Þá sagðist hann ekki vera heill heilsu. „Ég verð að koma mér heim,“ sagði hann. Upp úr því lagð- ist hann í Landspítalann. Ég heim- sótti hann þangað nokkrum sinnum og þegar ég kvaddi hann síðast, spurði hann: „Hvað er að frétta úr lífinu?" Daginn eftir lézt hann.“ Samtök listamanna ættu að gang- ast fyrir því í samvinnu við Reykja- víkurborg að reisa styttu Emils við Túngötu, á lóð þeirri er gullregnið bærðist í blíðum blæ á æskuárum tónskáldsins í Reykjavík. Knatt- spymufélagið Víkingur gæti virkjað afkomendur Suðurgötuklíkunnar og aðra vini og velunnara til þess að hrinda því í framkvæmd. Þorvaldur Thoroddsen er einn á lífi af mannvænlegum hópi systkin- anna. Hann hefir reynst traustur og staðfastur, stoð og stytta í tónlistar- lífi Reykjavíkur. Hógvær og hlé- drægur hefir hann markað sín spor í menningarlífi borgar sinnar. FRETTIR Þjónustusími fyrir Norðurlandabúa tekinn í notkun Upplýsingar um búferlaflutninga ALMENNINGUR á Norður- löndum getur nú fengið upplýs- ingar, sér að kostnaðarlausu, um gildandi reglur og réttindi, en 9. júní var norræni þjónustusíminn tekinn í notkun. Þjónustusíminn Halló Norður- lönd er opinn allan sólarhringinn og er fyrst og fremst ætlaður norrænum þegnum sem flytja milli Norðurlanda vegna atvinnu eða náms. Norræna ráðherra- nefndin fjármagnar starfsemina en Norræna félagið í Svíþjóð sér um þjónustuna. Viðskiptaráð- herra Svía, Leif Pagrotsky, opn- aði símaþjónustuna. „Þegar hringt er í þjónustu- símann er valið númer út úr landinu (á Islandi 00) og síðan númerið 80011 1188 88 og er það þeim sem hringir inn að kostnaðarlausu. Sá sem hringir í þjónustusímann leggur inn fyrir- spum, nafn, heimilisfang og símanúmer og markmiðið er að svara öllum fyrirspurnum innan 48 klst. Fyrirspurnum má beina til þjónustunnar á íslensku auk annarra norrænna tungumála. Einnig er hægt að senda inn erindi með tölvupóstu: hallo @norden.se eða á bréfsíma: +80011 1188 88. Þjónustusíminn verður rek- inn í tilraunaskyni fram á næsta vor en þá verður árangur þjón- ustunnar metinn af Norrænu ráðherranefndinni," segir í fréttatilkynningu frá Norður- landaskrifstofu forsætisráðu- neytisins. Sameiginlegt framboð í næstu alþingis- kosningum „STJÓRN Verðandi, samtaka ungs alþýðubandalagsfólks og óháðra, lýsir yfir fullum stuðningi við hug- myndir um sameiginlegt framboð félagshyggjufólks fyrir alþingis- kosningamar vorið 1999. Jafnframt lýsir stjórn Verðandi yfir ánægju sinni með þann mál- efnagrundvöll sem þegar hefur náðst og er að finna í hini opnu bók Grósku og niðurstöðum viðræðu- hópa flokkanna þriggja. Gott sam- starf hefur þegar náðst meðal ung- liðahreyfinga stjórnarandstöðunn- ar og í sveitarstjómum víðsvegar um landið,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Allianz Sparitrygging Allianz Slysatrygging - líftrygging - fjárfesting Allianz slysatrygging endurgreiðir öll iðgjöld ásamt vöxtum míiáfc V JSL "C >« & K Verðir þú fyrir alvarlegu slysi, þarft þú meira en ást og umhyggju. - Þú þarft einnig fjárhagslegt öryggi. Allianz tryggir þér: • örorkubætur allt að 60 milljónir króna • lífeyri til æviloka • dagpeninga frá fyrsta degi • Allianz yfirtekur greiðslur á iðgjaldi • endurgreiðslu á iðgjaldi, ásamt tryggðum vöxtum • trygging frá fæðingu til níræðis aldurs Dæmi: Fimmtugur karlmaður kaupir UPR Sparitryggingu hjá Allianz. Eftir að hafa greitt 4.788 kr. á mánuði í tíu ár greiðir Allianz honum 773.560 kr* jafnvel þótt ekkert hafi komið fyrir. Hann verður hins vegar fyrir slysi 53 ára og er úrskurðaður 70% öryrki. Samkvæmt samningi fær hann greitt út 2.886.400 kr. strax og að auki 120.000 kr. mánaðarlega til æviloka. Allianz viðheldur samningi hans eftir slysið út samningstímabilið og greiðir honum að lokum, eins og um var samið, 773.560 kr. Þegar þessi einstaklingur nær 75 ára aldri, hefur Allianz greitt honum alls 35.339.960 kr, • eftir að samningi lýkur eftir fimmtán ár Allianz - örugg trygging g^dem^ok,. Hafðu samband við þjónustufuiltrúa í síma 588 30 60 og leitaðu upplýsinga um Sparitryggingu Allianz 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.