Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 20

Morgunblaðið - 16.06.1998, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Snyrt fyrir þjóð- hátíðardaginn Hrunamannahreppi - Víða á landinu er nú verið að snyrta til og fegra enda þjóðhátíðardagur- inn í nánd og mun unga kynslóð- in ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Þessir unglingar á Flúðum voru að setja niður blóm og snyrta til við listaverkið Alda aldanna eftir Einar Jónssonar þegar smellt var af þeim mynd í blíðviðrinu nýlega. Stykkishólmi - Á síðustu árum hefur St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi verið að sérhæfa sig í meðferð bakvandamála sem fleiri og fleiri Islendingar þjást af. Það er sjúkrahúslæknirinn Jósef Blöndal sem hefur sérhæft sig í lækningu bakveikra. Undan- farin ár hefur hann og sjúkrahús- ið staðið fyrir námskeiðum um bakveiki og meðferð fyrir lækna og sjúkraþjálfara. Nýlega var haldið í Stykkis- hólmi þriggja daga námskeið um greiningu og meðferð bakvanda- mála. Námskeiðið er það sjöunda sem St. Fransiskusspítali og Jósef Blöndal sjúkrahúslæknir standa fyrir. Námskeiðið sóttu 22 þátt- takendur, læknar, sjúkraþjálfar- ar og sjúkranuddarar. Þá hafa Námskeið í greiningu og meðferð bak- vandamála vel á annað hundrað manns sótt þessi námskeið. Þessa daga var farið yfír hvernig á að greina bakvandamál og einkum lögð áhersla á sjúkrasögu og skoðun. Þá voru lagðar línur um hvernig á að meðhöndla bakverki og kenndar nokkrar grundvallarað- ferðir, einkum hnikaðferð og McKenzie aðferð sem felst í því að kenna sjúklingum að æfa og hjálpa sér sjálfír. Á námskeiðinu kenndu Jósef Blöndal og Bretarnir Dr. Henry A. Sanford og Nigel Hanchard. Þeir eru sérfræðingar á þessu sviði og mjög virtir í sínu heima- landi. Þeir hafa verið tilbúnir að koma hingað árlega til að kenna á námskeiðunum í Stykkishólmi, þrátt fyrir miklar annir í Bret- landi. Að sögn Jósefs Blöndal læknast 90% bakvandamála af sjálfu sér hægt og bítandi. Á námskeiðinu var kennt hvernig má stytta þenn- an tíma og flýta fyrir náttúruleg- um gangi. Þátttakendur komu víða að og voru þeir ánægðir með námskeiðið og töldu sig hafa lært mikið þessa þrjá daga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði sem haldið var í Stykkishólmi um greiningu og meðferð bakvandamála. Á myndinni eru einnig kennarar og framkvæmdastjóri St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi. NÝSTÚDENTAR Menntaskólans að Laugarvatni ásamt Kristni Kristmundssyni skólameistara. Menntaskólanum að Laugarvatni slitið MENNTASKÓLANUM að Laug- arvatni var slitið í 45. sinn 30. maí síðastliðinn og brautskráðir 35 stúdentar. Hæstu einkunn á stúd- entsprófí hlaut Guðbjörg Helga Hjartardóttir frá Stíflu í Vestur- Landeyjum en hún útskrifaðist með 8,86 í lokaeinkunn. Guðni Olgeirsson, tuttugu ára stúdent, talaði fyrir hönd afmælis- stúdenta og afhenti sameiginlega gjöf þeirra, 420 þúsund, sem verja á til að ljúka við sögu skólans. Fyrir hönd nýstúdenta talaði Guð- jón Ármannson, stallari. Hann þakkaði skólanum, kennurum hans og öðru starfsfólki þjónustu ogleiðsögn. I ræðu Kristins Kristmundsson- ar skólameistara kom m.a. fram að í vetur hefur verið unnið að sérstöku þróunarverkefni í skól- anum. Verkefnið er kallað Dögun af annarri öld og er m.a. unnið í samstarfí við sveitarsljórnir í uppsveitum Árnessýslu og með styrk frá þeim, auk þess sem þró- unarsjóður framhaldsskóla styrk- ir verkefnið. Samstarfsverkefnið við sveitirnar er nefnt Is-eldur og er ætlað að kynna hið aðlaðandi og sögufræga umhverfi þeirra. Kynningin birtist á vefsíðu skól- ans undir þessu heiti. Athöfnin var mjög fjölmenn, en um 400 manns voru á staðnum. Kammerkór nemenda undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar í Skálholti setti svip á athöfn- ina, m.a. með frumflutningi lags Karls Orvarssonar við Ijóð eftir Karl Kristensen, föður eins ný- stúdentanna, hvort tveggja til- einkað skólanum. Kórinn flutti einnig Lindina, lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson nýstúdent. HALLGRÍMUR Guðmundsson, formaður Reynis, tilnefndi Jón Odd Halldórsson íþróttamann ársins. Viðurkenningar á sjómannadegi Hellissandi - Hátíðahöld sjómanna- dagsins fóru fram með hefðbundnu sniði þetta árið. Á laugardeginum 6. júní hófust hátíðahöldin við Rifs- höfn með kappróðri og koddaslag að venju. Daginn eftir hófust hátíða- höldin síðan með sjómannamessu í Ingjaldshólskirkju þar sem kirkju- kórinn söng en í honum er mikill fjöldi sjómanna úr byggðinni. Sjó- mennirnir Reynir Axelsson stýri- maður og Hlynur Sigurbergsson háseti lásu ritningarlestra. Sóknar- presturinn prédikaði. í sjómannagarðinum á Hell- issandi var aldraður sjómaður síðan heiðraður, en það er fastur liður í hátíðahöldum dagsins. Það var Sig- urður Kristjónsson skipstjóri sem annaðist þann dagskrárlið og kynnti sjómanninn og rakti sjóferðasögu hans. Að þessu sinni var heiðraður Almar Jónsson, brottfluttur Sand- ari, en hann var einmitt áratugum saman með Sigurði Kristjónssyni á Skarðsvíkinni SH meðan hún var eitt mesta aflaskip í landinu. Stóð það því Sigurði nærri að gera grein fyrir Almari. Að lokinni heiðrun bað Sigurður Kristjónsson alla þá sjómenn sem heiðraðir hafa verið áður og við- staddir voru hátíðahöldin að stíga á svið ásamt mökum og var það fríður hópur. Mátti þar sjá margar gamlar kempur úr glímunni við Ægi. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir sigur í kappróðri og koddaslag. Þá tilnefndi Hallgrímur Guðmunds- son formaður Ungmennafélagsins Reynis fyrir hönd stjómar félagsins íþróttamann ársins og var það að þessu sinni Jón Oddur Halldórsson íþróttagarpur, sem þrátt fyrir fötlun sína hefur náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum og stefnir hátt. Er hann nú á förum á Evrópuleika í sumar og stefnir enn hærra. Morgunblaðið/ÓJS ALMAR Jónsson heiðraður. Hjá honum standa sambýliskona hans og Sigurður Kristjánsson skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.