Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.06.1998, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Snyrt fyrir þjóð- hátíðardaginn Hrunamannahreppi - Víða á landinu er nú verið að snyrta til og fegra enda þjóðhátíðardagur- inn í nánd og mun unga kynslóð- in ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum. Þessir unglingar á Flúðum voru að setja niður blóm og snyrta til við listaverkið Alda aldanna eftir Einar Jónssonar þegar smellt var af þeim mynd í blíðviðrinu nýlega. Stykkishólmi - Á síðustu árum hefur St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi verið að sérhæfa sig í meðferð bakvandamála sem fleiri og fleiri Islendingar þjást af. Það er sjúkrahúslæknirinn Jósef Blöndal sem hefur sérhæft sig í lækningu bakveikra. Undan- farin ár hefur hann og sjúkrahús- ið staðið fyrir námskeiðum um bakveiki og meðferð fyrir lækna og sjúkraþjálfara. Nýlega var haldið í Stykkis- hólmi þriggja daga námskeið um greiningu og meðferð bakvanda- mála. Námskeiðið er það sjöunda sem St. Fransiskusspítali og Jósef Blöndal sjúkrahúslæknir standa fyrir. Námskeiðið sóttu 22 þátt- takendur, læknar, sjúkraþjálfar- ar og sjúkranuddarar. Þá hafa Námskeið í greiningu og meðferð bak- vandamála vel á annað hundrað manns sótt þessi námskeið. Þessa daga var farið yfír hvernig á að greina bakvandamál og einkum lögð áhersla á sjúkrasögu og skoðun. Þá voru lagðar línur um hvernig á að meðhöndla bakverki og kenndar nokkrar grundvallarað- ferðir, einkum hnikaðferð og McKenzie aðferð sem felst í því að kenna sjúklingum að æfa og hjálpa sér sjálfír. Á námskeiðinu kenndu Jósef Blöndal og Bretarnir Dr. Henry A. Sanford og Nigel Hanchard. Þeir eru sérfræðingar á þessu sviði og mjög virtir í sínu heima- landi. Þeir hafa verið tilbúnir að koma hingað árlega til að kenna á námskeiðunum í Stykkishólmi, þrátt fyrir miklar annir í Bret- landi. Að sögn Jósefs Blöndal læknast 90% bakvandamála af sjálfu sér hægt og bítandi. Á námskeiðinu var kennt hvernig má stytta þenn- an tíma og flýta fyrir náttúruleg- um gangi. Þátttakendur komu víða að og voru þeir ánægðir með námskeiðið og töldu sig hafa lært mikið þessa þrjá daga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði sem haldið var í Stykkishólmi um greiningu og meðferð bakvandamála. Á myndinni eru einnig kennarar og framkvæmdastjóri St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi. NÝSTÚDENTAR Menntaskólans að Laugarvatni ásamt Kristni Kristmundssyni skólameistara. Menntaskólanum að Laugarvatni slitið MENNTASKÓLANUM að Laug- arvatni var slitið í 45. sinn 30. maí síðastliðinn og brautskráðir 35 stúdentar. Hæstu einkunn á stúd- entsprófí hlaut Guðbjörg Helga Hjartardóttir frá Stíflu í Vestur- Landeyjum en hún útskrifaðist með 8,86 í lokaeinkunn. Guðni Olgeirsson, tuttugu ára stúdent, talaði fyrir hönd afmælis- stúdenta og afhenti sameiginlega gjöf þeirra, 420 þúsund, sem verja á til að ljúka við sögu skólans. Fyrir hönd nýstúdenta talaði Guð- jón Ármannson, stallari. Hann þakkaði skólanum, kennurum hans og öðru starfsfólki þjónustu ogleiðsögn. I ræðu Kristins Kristmundsson- ar skólameistara kom m.a. fram að í vetur hefur verið unnið að sérstöku þróunarverkefni í skól- anum. Verkefnið er kallað Dögun af annarri öld og er m.a. unnið í samstarfí við sveitarsljórnir í uppsveitum Árnessýslu og með styrk frá þeim, auk þess sem þró- unarsjóður framhaldsskóla styrk- ir verkefnið. Samstarfsverkefnið við sveitirnar er nefnt Is-eldur og er ætlað að kynna hið aðlaðandi og sögufræga umhverfi þeirra. Kynningin birtist á vefsíðu skól- ans undir þessu heiti. Athöfnin var mjög fjölmenn, en um 400 manns voru á staðnum. Kammerkór nemenda undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar í Skálholti setti svip á athöfn- ina, m.a. með frumflutningi lags Karls Orvarssonar við Ijóð eftir Karl Kristensen, föður eins ný- stúdentanna, hvort tveggja til- einkað skólanum. Kórinn flutti einnig Lindina, lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson nýstúdent. HALLGRÍMUR Guðmundsson, formaður Reynis, tilnefndi Jón Odd Halldórsson íþróttamann ársins. Viðurkenningar á sjómannadegi Hellissandi - Hátíðahöld sjómanna- dagsins fóru fram með hefðbundnu sniði þetta árið. Á laugardeginum 6. júní hófust hátíðahöldin við Rifs- höfn með kappróðri og koddaslag að venju. Daginn eftir hófust hátíða- höldin síðan með sjómannamessu í Ingjaldshólskirkju þar sem kirkju- kórinn söng en í honum er mikill fjöldi sjómanna úr byggðinni. Sjó- mennirnir Reynir Axelsson stýri- maður og Hlynur Sigurbergsson háseti lásu ritningarlestra. Sóknar- presturinn prédikaði. í sjómannagarðinum á Hell- issandi var aldraður sjómaður síðan heiðraður, en það er fastur liður í hátíðahöldum dagsins. Það var Sig- urður Kristjónsson skipstjóri sem annaðist þann dagskrárlið og kynnti sjómanninn og rakti sjóferðasögu hans. Að þessu sinni var heiðraður Almar Jónsson, brottfluttur Sand- ari, en hann var einmitt áratugum saman með Sigurði Kristjónssyni á Skarðsvíkinni SH meðan hún var eitt mesta aflaskip í landinu. Stóð það því Sigurði nærri að gera grein fyrir Almari. Að lokinni heiðrun bað Sigurður Kristjónsson alla þá sjómenn sem heiðraðir hafa verið áður og við- staddir voru hátíðahöldin að stíga á svið ásamt mökum og var það fríður hópur. Mátti þar sjá margar gamlar kempur úr glímunni við Ægi. Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir sigur í kappróðri og koddaslag. Þá tilnefndi Hallgrímur Guðmunds- son formaður Ungmennafélagsins Reynis fyrir hönd stjómar félagsins íþróttamann ársins og var það að þessu sinni Jón Oddur Halldórsson íþróttagarpur, sem þrátt fyrir fötlun sína hefur náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum og stefnir hátt. Er hann nú á förum á Evrópuleika í sumar og stefnir enn hærra. Morgunblaðið/ÓJS ALMAR Jónsson heiðraður. Hjá honum standa sambýliskona hans og Sigurður Kristjánsson skipstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.