Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SlMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekkert lát á hækk- unum hlutabréfa Hlutabréf í * » Islands- banka seld fyrir 185 milljónir MIKIL viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í íslandsbanka á Verð- bréfaþingi í gær. Alls seldust bréf að nafnvirði 119 milljónir króna og var stærsti hluti sölunnar á genginu 1,55. Söluverð bréfanna nam tæp- v^*m 185 milljónum króna og svarar þetta til um 3% af heildarhlutafé bankans. Nafn kaupanda og selj- anda hefur ekki verið upplýst en viðskiptin áttu sér stað fyrir milli- göngu Fjárfestingarfélagsins Skan- dia hf. Alls námu heildarviðskipti dagsins tæpum 202 milljónum króna og er þetta annar stærsti viðskiptadagurinn í sögu Verð- bréfaþings Islands. Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn hefur sem kunnugt er lýst því --^fir að það hyggist selja tæplega 500 milljón króna hlut sinn í Is- landsbanka, en stjórnarformaður félagsins sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að það hefði ekki verið á ferðinni á markaðnum nú. Valfellsættin hefur verið nefnd sem annar hugsanlegur söluaðili, en um 200 milljón króna hlutur hennar í bankanum er sagður falur. Sveinn Valfells vildi hins vegar ekkert tjá sig um þetta mál er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hlutabréf í ýmsum af helstu hlutafélögum á Verðbréfaþingi héldu áfram að hækka í verði í gær og urðu meðal annars talsverðar hækkanir á hlutabréfum í Eimskip sem seldust á genginu 6,50 en gengi þeirra stóð í 6,25 við opnun. Þing- vísitala hlutabréfa hækkaði um 1,39% í gær og hefur vísitalan þá hækkað um 7,82% frá áramótum. ■ Hlutabréf/14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Engill í snjónum SKIÐAFÆRI hefur ekkert verið sunnanlands í vetur en seinustu vikur hefur þó gef- ist nægjanlega mikill snjór til að bregða á leik, eins og sjá má á þessari mynd. Það er orðin gömul iðja og sígild að leggjast endilangur í fönn og mynda engil með líkam- anum í snjóinn og aðeins þarf kröftugar hreyfingar til að vængirnir komi sem best út. Ungir sem gamlir stunda þessa iðju þegar færi gefst og er þess að vænta að fjölmargir íslendingar hafi náð talsverðri leikni í englagerð, þar sem tækifæri til æfinga eru gefast gjarnan í skammdeginu. Geislaplata BlS-útgáfunnar með strengjakvartettum Jóns Leifs Hlýtur Cannes verðlaunin GEISLAPLATA sænsku tónlistar- útgáfunnar BIS með flutningi sænska kvartettsins Yggdrasils á strengjakvartettum Jóns Leifs vann til fyrstu verðlauna í flokki nýútgef- innar kammertónlistar á geislaplötu á hinni alþjóðlegu kaupstefnu tónlist- arútgáfufyrirtækja í Cannes í Frakk- landi á dögunum. íslensk tónlist hef- ur ekki í annan tíma hlotið verðlaun á þessum vettvangi. Á kaupstefnunni eru veitt verð- laun í ýmsum flokkum tónlistar og eru þau kennd við fyrrnefnda borg í Suður-Frakklandi. Dómnefndin er skipuð fulltrúum níu virtra tónlist- artímarita í jafn mörgum löndum, þeirra á meðal í Japan, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Robert von Bahr eigandi BIS- útgáfunnar segir að verðlaunin hafi verulega þýðingu fyrir tónlist Jóns Leifs og íslenska tónlist í heild sinni, einkum og sér í lagi þar sem Cannes tóniistarverðlaunin njóti mikillar virðingar og fái veglega umfjöllun víða um lönd. „Platan á ef til vill ekki eftir að seljast í milljónum ein- taka en verðlaunin eiga vafalaust eftir að opna augu margra fyrir tón- list Jóns Leifs. Það er mikilvægt." Von Bahr segir að sér sé jafnframt kunnugt um að dómnefndin hafí heillast af Sögusinfóníunni eftir Jón Leifs, sem Sinfóníuhljómsveit íslands hljóðritaði fyrir BIS á liðnu ári, en sú plata kom hins vegar of seint út til að vera gjaldgeng til verðlauna á kaupstefnunni að þessu sinni. „Þetta kemur ekki á óvart enda er geisla- platan með Sögusinfóníunni stór- brotið listaverk. Það verður því gam- an að sjá hvað gerist á næsta ári.“ Áhugi BlS-útgáfunnar á Jóni Leifs er ekki nýr af nálinni og að sögn von Bahr er BIS afar stolt af því að hljóð- rita tónlist hans og gefa út á geisla- plötum. Það séu forréttindi. Útgáfan hefur þegar sent frá sér þijár plötur með verkum Jóns en hún hefur tekið sér fyrir hendur að gefa þau öll út á geislaplötum í framtíðinni. Næsta verkefni verður upptaka á ýmsum hljómsveitarverkum tón- skáldsins þar sem Sinfóníuhljóm- sveit íslands verður í aðalhlutverki. Hljóðritun fer fram í júní næstkom- andi. EFTA-ríkin ítreka mótmæli við beitingu ESB á öryggisákvæðum EES Jarðskjálftar við Flatey á Skjálfanda Á ANNAN tug jarðskjálfta mæld- ist í gær nærri Flatey á Skjálf- anda og urðu margir Húsvíkingar varir við þessar hræringar. Stærsti skjálftinn nam 3,6 á Richter en aðalskjálftavirknin var á milli klukkan 8 og 9 í gærmorg- un. Um þrettán til fjórtán skjálftar mældust á þeim tíma, en síðan dró úr virkni fram yfir hádegi en um klukkan 15 í gærdag mældust 6-8 smávægilegir skjálftar. Fólk á Húsavík varð vart við stærstu skjálftana sem riðu yfir í morg- unsárið. Evrópusambandið heldur fast við lágmarksverð FULLTRÚAR framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins greindu full- trúum Islands og annarra EFTA- ríkja frá því á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar í gær að sam- bandið myndi áfram halda fast við ákvörðun sína um að setja lág- marksverð á innfluttan lax frá EFTA. . S Á fundi EES-nefndarinnar ítrek- uðu Islendingar mótmæli sín við því að Evrópusambandið gripi til örygg- isákvæða samningsins um Evrópskt efnahagssvæði til þess að setja lág- marksverð á innfluttan lax. Islend- ingar vísuðu til diplómatískra mót- mæla, sem voru send utanríkis- máladeild Evrópusambandsins 18. ianúar, og lögfræðilegrar greinar- ^^erðar, sem þeim fylgdi. Þar kemur fram sú afstaða íslands að ákvörðun ESB brjóti í bága við EES-samning- inn. Öryggisákvæði hans eigi ekki við um viðskipti með sjávarafurðir, þar sem allar reglur um sjávaraf- urðir sé að finna í sérstakri bókun nr. 9 við samninginn. Óbreytt ástand á markaðnum Noregur og Liechtenstein tóku undir mótmæli og rökstuðning Ís- lands á fundinum. Evrópusamband- ið svaraði því hins vegar til að ástandið á markaðnum fyrir lax væri óbreytt. Offramboð væri af norskum laxi, sem lækkaði verð og kæmi niður á laxeldisstöðvum innan ESB. Lágmarksverðið yrði því áfram í gildi. EFTA-ríkin lýstu því þá yfir að þa'u myndu halda málinu til streitu í EES-nefndinni þar til ákvörðun ESB yrði numin úr gildi. Lágmarksverðið hefur ekki skað- að hagsmuni íslenzkra laxútflytj- enda og er málinu fyrst og fremst haldið til streitu af íslands hálfu vegna þess fordæmis, sem það gæti skapað varðandi viðskipti með aðrar fiskafurðir. Ýmsar vísbendingar hafa komið fram á undanförnum vikum um að lágmarksverðið, sem fram- kvæmdastjórnin hefur ákveðið, haldi ekki. Þannig hefur norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren birt upplýsingar um að fjöldi norskra útflytjenda selji lax undir lág- marksverðinu og feli raunverulegt verð með ýmsum hætti. Þrýstingur á aðrar aðgerðir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þrýstingur því aukizt á framkvæmdastjórnina að grípa til annarra aðgerða. Talið er að innflutn- ingskvóti á lax frá EFTA-ríkjunum myndi hvorki standast EES-samning- inn né reglur GATT. Hins vegar úti- lokar EES-samningurinn ekki undir- boðsaðgerðir, til dæmis refsitolla. Til þess að geta beitt slíkri aðgerð yrði Evrópusambandið hins vegar að láta fara fram ýtarlega rannsókn á við- skiptaháttum Norðmanna og sanna að þeir selji lax undir kostnaðarverði. Nánast er útilokað, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að undirboðsaðgerðum yrði beitt gegn íslandi. Þekkt skjálftasvæði Brotabelti liggur frá Húsavík og vestur fyrir mynni Eyjafjarðar og urðu hræringarnar á því belti, en upptök skjálftanna voru skammt suðaustan við Flatey. „Þetta er kallað Flateyjar-Húsa- víkur misgengið og í febrúar 1994 varð vart við skjálfta fyrir mynni Eyjafjarðar og vestan við Flatey, en síðustu árin hafa ekki verið margir skjálftar frá eynni og austur að Húsavík," segir Gunnar Guðmundsson, j arðeðlisf ræðingur á Veðurstofu íslands. Gunnar segir að stórir skjálftar hafi riðið yfir á þessu svæði á seinustu öld, eða.fyrir um 120 árum. Þarna sé því um þekkt skjálftasvæði að ræða og hafi jarðeðlisfræðideildin verið á varð- bergi. Hann segir að seinustu daga hafi um einn skjálfti mælst á dag á þessu svæði, en enginn jafnstór og í gær. Möguleiki sé að hlé verði á næstu daga, en áfram verði fylgst grannt með svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.