Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flétturimi 4 - glæsiíb. - einkasala Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-16 Byggingaraðili: Atli Eirfksson. Betri frágangur - sama verð. Til afhendingar strax. Fullbúin glæsileg íbúð á frábæru verði. 4ra herb. 114 fm nettó með stæði í bílgeymsiu. Verð 9,5 millj. l'búðin afh. fuilb. með parketi, Alno- innr., skápum og flísal. baði. Sér- þvhús. Öll sameign fullfrág. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31, 105 Rvk., Lögfr.: Pótur Þór Sigúrösson, hdl. Sími 562 4250. Einhliða og of fyrir- ferðarmikil umræða Umræða um fíkniefna- mál hefur verið ofar- Álit umboðsmanns Alþingis Sjúkrahúsprestar hefðu átt að fá að kjósa vígslubiskup UMBOÐSMAÐUR Alþingis hef- ur sent frá sér álit í tilefni af kvörtun sr. Birgis Ásgeirssonar og sr. Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúspresta við Borgarspít- alann. Þeir báru fram kvörtun við umboðsmann vegna úrskurða dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins frá 30. mars 1994 þar sem synjað var ósk þeirra um að nöfn þeirra yrðu tekin á kjörskrá við væntanlegt vígslubiskupskjör í Skálholtsstifti. Umboðsmaður telur að þeir hefðu átt að vera á kjörskrá. Vorið 1994 fór fram kosning vígslubiskups Skálholtsstiftis. Áður en til kosningar kom voru breytingar gerðar á reglugerð um kosningu vígslubiskupa sem lutu að kosningarétti. Sr. Birgir og sr. Sigfinnur kröfðust þess 6. mars 1994 í samhljóða kærum að verða teknir á kjörskrá og færðu fyrir því rök. M.a. var bent á að með úrskurði kjör- stjórnar frá 18. febrúar 1989 hefði sr. Sigfinnur verið tekinn inn á kjörskrá við biskupskjör. Sama ár hefði hann einnig verið á kjörskrá vegna vígslubiskups- kjörs. Á fundi sínum 7. mars 1994 var kærum sr. Birgis, sr. Sigfinns og fjögurra annarra synjað. Drógu túlkun ráðuneytisins í efa Af hálfu sr. Birgis og sr. Sig- finns var úrskurðum kjörstjórnar skotið til dóms- og kirkjumála- ráðherra með kærum 12. mars. Þann 30. mars synjaði ráðuneytið kröfum þeirra um að þeir yrðu teknir á kjörskrá. Að fengnum úrskurðinum rit- uðu prestarnir dóms- og kirkju- málaráðherra bréf þar sem þeir létu í ljósi óánægju sína með nið- urstöðu mála. Drógu prestarnir í efa að túlkun ráðuneytisins á lagareglum þeim sem á reyndi væri í samræmi við markmið lag- anna og meginreglur. Þeir vöktu sérstaka athygli á því að úrskurð- ir kjörstjórnar og ráðuneytisins gerðu mun á prestum þjóðkirkj- unnar eftir því hver réði þá til starfa, jafnvel þótt þeir hefðu kirkjulega stöðu sem þjóðkirkju- prestar og stofnanir þær, sem hefðu ráðið þá, væru opinberar stofnanir og reknar fyrir al- mannafé á sama hátt og þjóð- kirkjan. í niðurlagi álits síns segir um- boðsmaður að synjanir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að taka sr. Sigfínn og sr. Birgi á kjörskrá, byggðar á breyttri reglugerð um kosningu vígslu- biskupa, hafí ekki staðist. Hann beinir þeim tilmælum sínum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að ráðin verði bót á reglugerðinni. GUÐNÝ Guðmundsdóttir MAGNÚS Karl Magnússon Morgunbiaðið/Ásdis Nýkomnar til sölu á fasteignamarkaðinn m.a. eigna: Ný endurbyggð - ódýr risíbúð (reisulegu steinhúsi á vinsælum stað í gamla austurbænum 2ja herb. um 50 fm. Þvottakrókur í íb. Verð aðeins 4,2 millj. Laugarnesvegur - suðurendi Mjög góð 3ja herb. íb. á 4. hæð tæpir 80 fm. Mikið endurn. Sólsval- ir. Skipti æskileg á stærri íbúð í Laugarneshverfi eða Heimum. Nýleg suðuríbúð - hagkvæm skipti Glæsileg 3ja herb. íb. á 3. hæð 83 fm við Víkurás. Sólsvalir. 40 ára húsnæðislán kr. 2,5 millj. Skipti æskileg á 2ja herb. íb. „niðri í bæ". Lítið timburhús - vinnupláss Gott járnklætt timburhús með 4ra herb. íb. á hæð og í risi. Mikið endurbætt. Viðbygging, gott vinnupláss um 42 fm. Vinsæll staður. Einbýlishús - stór lóð - fráb. útsýni Mikið nýlega endurn. einbýlishús á útsýnisstað við Digranesveg, Kóp. Húsið er mjög rúmg. 3ja herb. íb. á hæð. í kj. eru 2 herb. m.m. Rækt- uð lóð 988 fm með háum trjám. Skipti mögul. á góðum bíl. Gott verð. Óvenjumargir traustir kaupendur óska eftir einbýlis- og raðhúsum, húseignum með 2 íbúðum, sérhæðum og 2ja-6 herb. íbúðum. Margskonar eignaskipti möguleg. Opiðídagkl. 10-14. ALMENNA Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og __________________________ traustar upplýsingar. UU6tVE6l18S. 552 1150-552 1370 FASTEIGNASALAN „Mér finnst alveg rétt að efna til umræðna um þetta mál því margir unglingar telja að fíkniefni séu ekki hættuleg. Margir halda að E-tafla sé bara lítil pilla, með öllu hættulaus og alls ekki ávana- bindandi. Það verði bara ofsalega gaman eina kvöldstund. Unglingar vita ekki betur og þess vegna er gott að hafa umræður um þetta. Mér hefur þó fundist umræðan undanfarna daga verið dálítið í þá áttina að það líti út fyrir að allir séu að hugsa um að hefja fíkni- efnanotkun,“ sagði Guðný. Guðný sagði að í umræðunni hafi helst vantað að bent væri á rætur vandans. „Rótin er sú að þeim sem nota fíkniefni leiðist. Þeir hafa ef til vill ekki áhuga- GUÐLEIFUR Kristjánsson KRISTJÁN Ra. Kristjánsson lega á baugi undan- farna daga. Morgun- blaðið tók tali tvo nemendur í grunnskóla og þrjá framhalds- skólanemendur. GUÐNÝ Guðmundsdóttir, 15 ára, er í tíunda bekk í Foldaskóla. Guðný segir að ekki hefði verið hægt að komast hjá því að taka eftir þeirri umræðu sem farið hefði fram í fjölmiðlum að undanförnu. HJÖRTUR Þór Steindórsson Bújörð óskast! Lögmenn Suðurlandi óska eftir bújörð á Suðuriandi til kaups fyrir fjársterkan umbjóðanda sinn. Jörðin verður að vera með góðum kvóta, vel staðsett, með góðum húsum og vel tækjum búin. Áhugasamir, vinsamlegast hafið samband við: Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 4, Selfossi, sími 482 2849. 552 1150-5521370 LARUS Þ. VALDIWARSSON, framkvæmdasijori KRISTJAN KRISTJANSSON, ioggiliur fasieignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.