Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Lyfjatæknafélag Islands 20 ára Frá Krístínu Dagbjartsdóttur: LYFJATÆKNAFÉLAG íslands verður 20 ára 31. janúar nk. Af því tilefni viljum við vekja athygli á störfum og námi lyfjatækna með því að segja aðeins frá því. Lyfjatæknir er sérhæfður starfs- kraftur og er helsti starfsvettvang- urinn apótek, sjúkrahúsapótek, elli- o g hjúkrunarheimili, lyfjafram- leiðslufyrirtæki, og lyfjaheildsölur. Apótek eru aðalstarfsvettvangur lyfjatækna. Þar starfa auk apótek- arans lyfjafræðingar, lyfjatæknar, defektrísur og almennt afgreiðslu- fólk. Lyfjatæknar vinna í samvinnu við lyfjafræðinga. Störf lyfjatækna í apótekum eru fyrst og fremst fólgin í afgreiðslu og meðferð lyfseðla, afgreiðslu og leiðbeiningum um notkun lausa- sölulyfja og vítamína, afgreiðslu á hjúkrunarvörum og vörum til umönnunar ungbarna, móttöku og frágangi á lyfjum og vörum frá heildsölum. Þessi þjónusta öll er mjög sérhæfð og henni fylgir mikil ábyrgð og er krafa um faglega þekkingu þeirra sem hana annast því sjálfsögð. Störf lyfjatækna í sjúkrahúsapó- tekum og hjúkrunarheimilum eru nokkuð mismunandi eftir stærð þeirra og starfsemi. Aðallega felast þau í afgreiðslu lyfja samkvæmt beiðnum eða pöntunum frá deildum; í sumum tilvikum lyljaskömmtun fyrir sjúklinga í þar til gerð lyfjabox, pöntunum á lyfjum til apóteksins (lyfjabúrsins) frá lyfjaheildsölum, móttöku þeirra og frágangi. Lyfjatæknar vinna einnig í sam- vinnu við lyfjafræðinga að blöndun næringarvökva til gjafar í æð. Allmargir lyfjatæknar starfa í lyfjaheildsölum við sölu og kynn- ingu lyfja og hjúkrunargagna. Lyfjatæknar starfa við fram- leiðslu og pökkun lyfja hjá fram- leiðslufyrirtækjum og við gæðaeft- irlit. Lyfjatæknanámið hefur verið fært frá heilbrigðisráðuneyti til menntamálaráðuneytis og er nú undir yfirstjórn Ármúlaskóla. Sam- kvæmt reglugerð um lyfjatækna- nám er starfandi fagráð við lyfja- tæknabraut þar sem bæði nemar og Lyfjatæknafélag íslands eiga fulltrúa. Nám í lyfjatækni er sérhæft framhaldsskólanám með skil- greindu aðfaranámi. Aðfaranámið er almennt nám sem hægt er að taka við flesta fjölbrauta- og menntaskóla og telst vera um 67 einingar eða 4 annir. Sérnám lyfjatækna á lyfjatækna- braut er tveggja ára nám auk starfsnáms í apóteki. Kennslugrein- ar eru m.a. afgreiðslutækni, almenn lyfjafræði, eiturefnafræði, félags- lyfjafræði, hjúkrunarvörur, lyf- hrifafræði, lyfjahvarfafræði, lyfja- gerð, lyfjalöggjöf, lyflýsingafræði, næringarfræði, sjúkdómafræði, sýklafræði (örverufræði). Lyfjatæknar tilheyra þeim stétt- arfélögum sem vinnustaðir þeirra falla undir, þ.e. lyfjatæknar í apó- tekum og lyfjaheildsölum tilheyra verslunarmannafélögunum, á sjúkrahúsum tilheyra þeir BSRB. Starfsheiti lyljatækna er Iög- verndað og rétt til að öðlast starfs- leyfi hefur sá einn sem lokið hefur prófi sem metið er gilt af heilbrigð- isyfirvöldum, samkv. 15. gr. laga nr. 76/1982 um lyfjadreifingu og reglugerð nr. 199/1983 um starfs- heiti og starfsréttindi lyfjatækna. Lyfjatæknar eru heilbrigðisstétt með faglega þekkingu og eru aðilar að Samtökum heilbrigðisstétta. Lyfjatæknar hafa með sér félag, Lyfjatæknafélag íslands, sem stofnað var 31. janúar 1976 og er því 20 ára um þessar mundir. I til- efni þess er afmælishátíð 31. janúar nk. kl. 20.30 í Akoges salnum, Sig- túni 3, Reykjavík. Skrifstofa félagsins er á Suður- landsbraut 6, II. hæð, sími 581 1360. F.h. stjórnar Lyfjatæknafélags íslands, KRISTÍN DAGBJARTSDÓTTIR, formaður Lyfjatæknafélags íslands. Þjóðkirkja á villigötum Frá Óðni Pálssyni: SENDUM alla biskupa og presta til páfa í Róm því að þeir hafa allir framið embættisafglöp og kennt kenningar páfadómsins, en svarið að kenna boðskap Jesú einan. Kenningar frá páfadómi 1. Spíritismi sem segir að menn séu ódauðlegir og séu hjá Guði eftir dauðann og verður því grundvöllur að sjálfsvígum og glæpum og mannaboðum. 2. Sunnudagshelgi. 3. Barnaskírn. 4. Ferming. 5. Altarisganga, sakramenti af- bakað. 6. Falið dauðum að vernda þjóðir. Samkvæmt þessu ættu allir bisk- upar og prestar að vera á framfæri páfa nema þeir gjöri iðrun og sátt- mála við Guð að hætti postulanna. Það munar um tvo milljarða, sem þjóðkirkjan kostar, í heilbrigðiskerf- ið. Biblían boðar skýrt: Til einskis dýrka þeir mig (Jesú), er þeir kenna lærdóma, sem eru mannaboðorð. (Mark. 7:7) Svo þessir menn eru þjóðinni stórskaðlegir eins og farísear og saddúkear voru mestu skaðsemdar- menn ísraels og kenndu mannaboð, sem varð til þess að lsrael var eytt árið 70 e.Kr. eins og Jesús hafði sagt, eins eru þeir menn sem kenna ekki sannleikann á hverjum tíma mestu skaðsemdarmenn þjóðanna, það ber saga þjóðanna vitni um. Þjóð- kirkjan er á villigötum og epli Sódómu eru sæt í munni þjóna hennar. ÓÐINN PÁLSSON, Stóru-Völlum, Holta- og Landsveit. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Jafntefli! Þrjár sekúndur til Hann snýr sér um hæl! Skýtur! Nokkurn veginn ... meira eða leiksloka! minna...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.