Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 17 _______ERLEMT_____ Umdeildar konur íHvítahúsinu Abigail Adams Mary Lincoln Eleanor Roosevelt Nancy Reagan Washington. The Daily Telegraph. ÞAÐ er ekkert einsdæmi í sögu Bandaríkjanna að for- seti komist í vanda vegna konu sinnar þótt Hillary Clinton hafi orðið fyrst til að verða yfirheyrð sem eið- svarið vitni fyrir kviðdómi í opinberri rannsókn í gær. Abigail Adams, eigin- kona annars forseta Banda- rikjanna, Johns Adams, reitti til að mynda andstæð- inga og samherja hans til reiði með hvatvíslegum af- skiptum af stjórnmálum landsins. Reyndar var hún áhrifamikil áður en maður hennar var kjörinn í Hvíta húsið árið 1796 því hún var í nánum tengslum við Thomas Jefferson, þá utan- ríkisráðherra og síðar for- seta, og ráðlagði honum hvernig tryggja ætti lán í Hollandi til að koma í veg fyrir að ríkið kæmist í greiðsluþrot. Abigail Adams er á margan hátt fyrirmynd Hillary Clinton og var einna næst því af samtima- konum sínum að geta talist femínisti. Hún átti til að flytja reiðilestur yfir eigin- manni sínum um skömm þrælahaldsins og áminnti hann um að „muna eftir konunum“ við mótun stjórnar- stefnunnar. Mary Lincoln illræmdust? Mary Lincoln var ef til vill ill- ræmdasta forsetafrúin þótt mað- ur hennar, Abraham Lincoln, hefði verið einn ástsælasti forset- inn í sögu Bandaríkjanna. Hún þótti glæsileg, hnyttin og andrík þegar hún var ung en var haldin alvarlegri taugaveiklun eftir að Lincoln var kjörinn forseti árið 1860. Hún varð mjög óvinsæl og margir tortryggðu hana vegna tengsla fjölskyldu hennar við Suðurríkjasambandið, sem sagði sig úr lögum við Bandaríkin 1860-61. Þegar þrælastríðið geis- aði var hún gagnrýnd fyrir að sóa fjármunum ríkisins í dýrar veislur., Mary Lincoln var einnig þekkt fyrir óhófleg fatakaup og reikn- ingarnir vegna þeirra urðu brátt hærri en laun forsetans. Þegar Abraham Lincoln var myrtur árið 1865 vildi hún ekki vera við- stödd útförina og neitaði að flytja úr Hvíta húsinu í fimm vikur. Grunuð um morð Julia Grant, kona Ulysses Grant, var í vinfengi við illræmda „ræningjaforingja", en svo nefndust kapítalistar á 19. öld sem voru taldir stunda skefja- laust arðrán og brask í auðgun- arskyni. Hún var sökuð um aðild að ólöglegum gullvið- skiptum nokkurra vina hennar. Einn af samstarfs- mönnum hennar sagði við þingnefnd, sem rannsakaði viðskiptin, að forsetafrúin hefði hagnast verulega á þeim. Florence Harding, kona Warrens Hardings, var svo ráðrík og dramblát að for- setinn kallaði hana „Her- togaynjuna". Hún var við- riðin flest hneykslismál stjórnar hans og mörg þeirra snerust um ólögleg- ar leyfisveitingar í vin- og olíuviðskiptum. Tortryggn- in í garð hennar var svo mikil í Washington að þeg- ar forsetinn lést árið 1923 komst orðrómur á kreik um að hún hefði eitrað fyrir honum. ísskápur veldur uppnámi Eleanor Roosevelt var gagnrýnd fyrir að hafa af- skipti af stjórnmálaumræð- unni og taka málstað fá- tæklinga. Hún sætti einnig gagnrýni vegna hárra greiðslna fyrir blaðagrein- ar. Stjórn Harrys Trumans átti undir högg að sækja um tima eftir að forsetafrúin, Bess, þáði ísskáp að gjöf en hún lét fjaðrafokið sér að kenningu verða. „Hér eftir skal ég segja nei þegar einhver býður mér ís- mola.“ Andstæðingar Ronalds Reag- ans veittust harkalega að konu hans, Nancy, þegar hún stóð fyr- ir endurbótum á Hvita húsinu fyrir jafnvirði 60 milljóna króna og kaupum á postulíni fyrir 13 milljónir króna, þótt ríldð hefði greitt litinn hluta kostnaðarins. Herferð forsetafrúarinnar gegn eiturlyfjum jók hins vegar vin- sældir hennar og hún naut jafn- vel meiri hylli en Reagan um mitt síðara kjörtímabilið. ERCENCINN í CARÐ * I 5KRUÐI! Hlaðborðið í Skrúði svignar af fjölbreyttum mat þessa dagana. Boðið verður upp á úrvals þorramat fram að næstu helgi ásamt föstum réttum á hinu rómaða hlaðborði okkar. Verð í hádegi 1.450 kr. Verð á kvöldin 2.340 kr. -þín saga! Finnskur landbúnaður Þriðjungs fækkun búa nauðsynleg Helsinki. Moreunblaðið. HORFUR í finnskum landbúnaðar- málum í kjölfar aðildar Finna að Evrópusambandinu gefa til kynna að allt að helmingur bænda þurfí að hætta búskap fyrir 2005. Sam= kvæmt bjartsýnustu áætlunum þurfi að fækka búum úr 110.000 í 70.000, en jafngildir það að rúm- lega þriðja hvert bú fari í eyði. Telja sérfræðingar að þetta sé lág- marksfækkun. Eftir að Finnar gerðust aðilar að Evrópusambandinu (ESB) fyrir rúmu ári hafa kjör bænda snar- versnað. Telja bændur að tekjur þeirra hafí rýrnað um allt að 40%. I aðildarsamningi Finna við ESB var gert ráð fyrir framlögum til bænda í norðursveitum landsins. Hins vegar lentu þeir bændur sem rækta korn í suðurhéruðum Finn- lands í því að fá minni bætur en starfsbræður þeirra í Danmörku og Norður-Þýskalandi. Eru þó náttúruskilyrði í Finnlandi langtum lakari en á þeim svæðum. Finnar reyna nú að hefja nýjar viðræður við ESB um stuðning við bændur í Suður-Finnlandi. Þykir augljóst að um misrétti sé að ræða. Viltu verða léttari? Hann léttist um 120 kg. Lausardasinn 27. ianúar kl 4.eh. í Tannlœknasalnum. Síðumúla 35 verður fundur með danska útvarpsmanninum Jprgen Quistgaard, þar sem hann mun segja frá því, hvemig honum tókst að léttast um 120 kg og hvernig gengur að halda árangrinum. Hvemig það er að láta fjarlægja 10 kg af húðfellingum, með 3 metra skurðaðgerð, hvemig honum leið og hvemig honum líður í dag, hvemig hann hefur farið um Danmörku og stofnað stuðningshópa fyrir fólk með þessi vandamál. Þetta allt og miklu fleira mun verða tekið fyrir á fundinum. íslenskur túlkur. Látið ykkur ekki vanta. Þetta er eitthvað sem getur hjálpað. Lyf ehf. Síðumúla 32 Sími: 588 6511 Hugsaðu vel uni húðina þína. Marja Entrich sér um sína. Gakktu við í Grænu linunni. Græna línan L a u g a v e g i 4 6 Hiiðr.iðgjöf - bætielnaráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.