Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RLR upplýsir 24 innbrot sjö manna Átök um forystu í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar Sjöfn ekki stillt upp sem formanni UPPSTILLINGARNEFND í Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar stillir upp Grétari Jóni Magnússyni í stöðu formanns fé- lagsins. Nefndin hafnaði Sjöfn Ingólfsdóttur, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fimm ár. Á fundi uppstillingamefndar í fyrradag kom fram tillaga um Grétar í stöðu formanns, en hann er jafnframt formaður uppstill- ingarnefndar. Atkvæðagreiðsla innan nefndarinnar fór þannig að hann hlaut fleiri atkvæði en Sjöfn. Sjöfn sagðist engar skýringar hafa á þessari ákvörðun uppstill- ingarnefndar. Hún sagði óvíst hver sín viðbrögð yrðu. Hún myndi ræða við sitt fólk um helgina. Grétar sagðist ekki vilja tjá sig um hvort einhver óánægja innan félagsins lægi að baki ákvörðun uppstillingamefndar. Hann sagði að stungið hefði verið upp á sér og hann hefði ákveðið að taka kosningu. Grétar er starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ef fram koma fleiri en einn listi í félaginu fer fram kosning í febr- úar. Ný stjórn á að taka við völd- um í félaginu á aðalfundi sem halda á eigi síðar en 10. mars. í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar em um 3.000 félags- menn. RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst 24 innbrot, sem framin hafa verið á undan- förnum mánuðum. Framkomnar skaðabótakröfur vegna innbrot- anna nema 3,6 milljónum króna. Sjö ungir menn á aldrinum 17 til 21 árs vom handteknir og yfir- heyrðir í byijun ársins, gmnaðir um að hafa framið 24 innbrot undanfama sex mánuði. Um er að ræða 13 innbrot í bíla; 7 í íbúð- arhús og 4 í fyrirtæki. Tjón vegna innbrotanna er mismikið, allt frá að nema 10 þúsund krónum upp í 800 þúsund í einu innbroti. Fram- komnar skaðabótakröfur nema 3,6 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum RLR var þýfið selt á innanlandsmarkaði fýrir fíkniefni. Verðmæti fíkniefn- anna er talið nema um 200 þúsund krónum. Sá afkastamesti í afplánun Sá sem var afkastamestur í hópnum, piltur á 21. aldursári, var úrskurðaður í gæsluvarðhald um miðjan janúar. Því hefur nú verið aflétt vegna þess að hann átti dóm fyrir eldra afbrot og er kominn i afplánun. Rannsókn málsins er á lokastigi og verður það sent ríkissaksókn- ara. Þar bíður piltanna ákæra og dómur fyrir þessi mál. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvirkis-Kletts ákærður Sakaður um van- skil á 34 millj- ónum kr. í skatta RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Jóhanni G. Bergþórssyni, fyrrum fram- kvæmdastjóra Hagvirkis-Kletts hf., fyrir að hafa ekki staðið skil til ríkissjóðs á um 34 milljónum króna í virðisaukaskatt og stað- greiðslu opinberra gjalda. Jóhann er ákærður annars veg- ar fyrir brot á lögum um virðis- aukaskatt með því að hafa ekki staðið skil á 22.552.538 króna virðisaukaskatti á tímabilinu júní til september 1994. Fjárhæðin er byggð á virðisaukaskattsskýrslum sem afhentar voru innheimtu- manni ríkissjóðs án greiðslu. Þá er honum gefíð að sök brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda með því að hafa ekki skilað til ríkissjóðs 12.651.793 krónum, sem dregnar höfðu verið af starfs- mönnum í staðgreiðslu opinberra gjalda á tímabilinu júní til ágúst 1994. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness í gærmorgun og var sakflytjendum veittur frestur til gagnaöflunar og ákvörðun um frekari meðferð málsins frestað. Ákæran byggist á lögum um virðisaukaskatt og um stað- greiðslu opinberra gjalda. Lögin voru endurskoðuð og viðurlög hert á liðnu ári en málið er dæmt sam- kvæmt þeim lögum sem í gildi voru þegar meint brot voru framin. Samkvæmt þeim má, auk sekta, sem numið geta tífaldri þeirri upp- hæð sem dregin er undan, beita varðhaldi eða fangelsi í allt að 6 ár sé brot ítrekað eða sakir miklar. Bridslið í boltaleik VALINN hefur verið sjö manna landsliðshópur í brids og eru æfingar hafnar fyrir Norðurlandamót í júní og ólympíumót í október. Hópinn skipa Aðal- steinn Jörgensen, Guðmundur Páll Arnarson, Jón Baldursson, Matthías Þorvaldsson, Sævar Þor- björnsson og Þorlákur Jónsson og Sverrir Ár- mannsson er varamaður. Björn Eysteinsson er fyrirliði og þjálfari en Ragnar Hermannsson að- stoðarþjálfari. Hópurinn æfir nú í húsnæði Vegg- sports við Gullinbrú. Björn þjálfari sagði að ágætt væri að hefja æfingar sem næst Gullinbrú til að fá rétta glampann í augun. Hann sagði erfitt að segja um möguleika liðsins á mótunum. Það réðist af andlegu og líkamiegu ástandi spilaranna. Alþýðubandalagið vinnur að stefnumörkun í sjávarútvegsmálum Flokksforustan ræðir um veiðileyfaleigu Eftirlýstur í Vatnsberamáli Handtek- inn í Dan- mörku ÞÓRHALLUR Ölver Gunn- laugsson, kenndur við Vatns- berann, var í gærmorgun handtekinn í Kaupmannahöfn. Hann á óafplánaðan 2'h árs fangelsisdóm hér á landi fýrir stórfelld skattalaga- og fjár- svikabrot en hann var dæmdur í Hæstarétti í nóvember sl. Þegar Þórhallur mætti ekki til afplánunar nú í janúar ósk- aði Fangelsismálastofnun eftir því við lögregluna að hann yrði handtekinn og færður til afplánunar. Þegar ljóst var að hann hefði farið af landi brott var gefin út handtökuskipun og Interpol gert viðvart. Eftir- grennslan Interpol-skrifstof- unnar á íslandi hjá RLR leiddi til þess að hann var handtek- inn í Kaupmannahöfn. Hann var í gær úrskurðaður í 10 daga gæsluvarðhald með- an á framsalsmáli stendur. Vinna við það hófst í dóms- málaráðuneytinu í gær og verður formleg beiðni um framsal send utan á mánudag. HUGMYNDIR um veiðileyfaleigu innan kvótakerfisins voru ræddar á fundi framkvæmdastjómar Alþýðu- bandalagsins á fímmtudagskvöld í tengslum við stefnumörkun flokks- ins í sjávarútvegsmálum. Þetta er ein þeirra leiða sem Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gests- son formaður þingflokksins og Jó- hann Ársælsson formaður fram- kvæmdastjómarinnar telja að komi til greina. Jóhann segir að í þessari hug- mynd geti falist málamiðlun. Með henni væri komið í veg fyrir að auð- lind hafsins verði séreign útgerðar- manna en jafnframt gefíst áfram færi fyrir andstæðinga kvótakerfís- ins að beijast fyrir öðru kerfí. Þrjár Ieiðir 1 Alþýðubandalagið samþykkti á landsfundi í haust að vinna að nýrri stefnumörkun í sjávarútvegsmálum og fól framkvæmdastjóm flokksins Margréti, Svavari og Jóhanni að meta hvaða aðferðir og hugmyndir kæmu til greina svo hægt væri að skilgreina þær og velja á milli. A framkvæmdastjórnarfundinum á fímmtudag lögðu þau fram þijár mögulegar leiðir. Sú fyrsta var að kvótakerfið verði óbreytt í aðal- atriðum en ríkið leigi út aflaheimild- ir á markaðsverði til útgerðar- manna. Önnur að kvótakerfið verði óbreytt en fijálst framsal aflaheim- ilda afnumið og sú þriðja að breytt verði yfir í sóknarkerfí. „Hugmyndin um leigu á veiði- heimildum er sú, að gert er ráð fyrir að kvótakerfið verði áfram í gildi sem stjórnkerfi en kvótaúthiut- anir til skipa verði aflagðar og veiði- heimildirnar leigðar út á fijálsum markaði," sagði Jóhann Ársælsson. Hann sagði að hægt væri að út- færa þetta á ýmsan hátt. Til dæm- is mætti hugsa sér að setja á stofn sjávarútvegssjóð sem leigði út veiði- heimildirnar. Sjóðurinn gæti gegnt einskonar sveiflujöfnunarhlutverki fyrir útgerðina og tekið jafnframt yfir hlutverk annarra sjóða sem nú væru til, svo sem Þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins. „Það er svo önnur saga og ákvörðun hvort tekið verði út úr þessum sjóði eitthvað sem kalla mætti auðlindaskatt. Menn mega ekki rugla því saman hvort menn ætla sér að taka upp auðlindaskatt eða hvort menn ætla að breyta stjórnkerfinu," sagði Jóhann. Sáttaleið Jóhann sagði að munurinn á þessum hugmyndum og núgildandi fiskveiðistjómunarkerfi væri í sín- um huga aðeins sá að veiðiheimild- irnar hefðu eigendaskipti fviðskipt- um frá fyrstu hendi en ekki annarr- ar eins og nú. „Ég er löngu sannfærður um að við eigum að stjórna fiskveiðum með aðferðum sóknarstýringar en ekki kvótakerfis. En ég tel að það eigi að skoða þessa hugmynd alvar- lega af þeirri ástæðu, að ég hef áttað mig á að það er ekki líklegt að við komumst út úr kvótakerfinu á næstunni. Og hefðin í sambandi við eignarrétt og ráðstöfun afla- heiinilda er að verða okkur býsna erfíður hjalli. Því gæti þetta verið hugsanleg sáttaleið í málinu þar sem við björgum annars vegar auð- lindinni frá því að verða í raun sér- eign útgerðarmanna og hins vegar getum við haldið þeirri hagkvæmni sem felst í viðskiptum með afla- heimildir með því að leigja þær út. Og á meðan þetta kerfi er í gildi, þar sem menn kaupa og selja sam- eiginlega auðlind okkar, er ekki hægt að sætta sig við neitt annað en að eigandinn taki þátt í viðskipt- unum en sé ekki sá eini sem er þar fyrir utan,“ sagði Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.